Vefleiðangrar/Flug
Um verkefnið:

Höfundar: Björn Þór Guðmundsson, Vilborg Hlöðversdóttir og Þröstur Berg.
Markmið: Að nemendur kynni sér sögu flugsins.
Kynning Breyta
Þetta verkefni fjallar um flugvélar. Til þess að leysa þetta verkefni þurfið þið að kynna ykkur sögu flugsins. Þú þarft að leita þér allra upplýsinga um þetta málefni á leitarvélum á netinu. Að lokum þarftu að búa til Powerpoint kynningu á því efni sem þú aflaðir þér.
Verkefni Breyta
Aflaðu þér upplýsinga um flugsögu tímabilsins 1903 - 1950. Við viljum fá Powerpoint sýningu um helstu hápunkta flugsögunnar. Sýnið á landakorti hvaða lönd fóru að nota flugvélar og á hvaða árum. Sýnið helstu breytingar á fyrstu flugvél til þeirra sem voru framleiddar árið 1950. Útskýrið í stuttu máli hvað flugvél þarf til þess að geta flogið.
Vinnuferli Breyta
Nemendum er skipt í hópa. 2 í hóp. Hver hópur skal:
* Útvega sér landakort og teikna hvaða lönd fóru að nota flugvélar og á hvaða árum. * Útbúa stutta og hnitmiðaða kynningu á flugsögunni.
Bjargir Breyta
http://www.google.com - Leitarsíða
http://www.yahoo.com - Leitarsíða
http://www.wikipedia.org - Alfræðirit
http://www.visindavefur.hi.is – Vísindavefur Háskóla Íslands
Mat Breyta
Verkefnið verður metið eftir þátttöku nemenda og skiptir heildarútkoman mestu máli því verefnið verður aðallega metið sem hópverkefni.
* Þátttaka * Skipulag * Framsetning * Innihald efnis * Samvinna
Niðurstöður Breyta
Þegar verkefninu er lokið ættu nemendur að vera búinir að fræðast mikið um tímabilið 1903 -1950 í flugsögunni. Takmarkið er að reyna að fræðast um þetta málefni á skemmtilegan hátt.