Vefleiðangrar/Börn og stríð

Börn í Palestinu



Inngangur

breyta

Þessi námsvefur fjallar um starf Rauða kross Íslands og verkefnið "Börn í stríði". Markmiðið með þessu verkefni er að stuðla að því að grunnskólanemendur á miðstigi kynnist mannúðarhugsjón Rauða krossins, þeir geri sér grein fyrir þörfinni á hjálparstarfi og skilji þá siðferðislegu ábyrgð sem hvílir á okkur sem þjóð í alþjóðlegu samfélagi. Verkefnið er liður í lífsleikni fyrir miðstig grunnskóla og er unnið með hliðsjón af námsefninu Hjálpfús sem Rauði krossinn gefur út.

Hvað gerir Rauði krossinn?

breyta
 
Alþóðlegt merki Rauða krossins

Í dag starfar alþjóðahreyfing Rauða krossins í næstum öllum löndum heims og leitast við að hjálpa þeim sem þurfa á að halda. Grundvallarmarkmið Rauða krossins er mannúð án manngreinarálits og er hugsjónagrundvöllur félagsins fólginn í markmiðunum sjö um:

  • Mannúð
  • Óhlutdrægni
  • Hlutleysi
  • Sjálfstæði
  • Sjálfboðna þjónustu
  • Einingu
  • Alheimshreyfingu

Þessi markmið eru nokkurs konar vinnureglur fyrir Rauða krossinn og ber sérhverjum starfsmanni og sjálfboðaliða Rauða krossins um allan heim að starfa samkvæmt grundvallarmarkmiðunum. Þessi markmið geta líka gagnast okkur í daglegu lífi og eflaust væri lífið einfaldara og þægilegra um allan heim ef allir færu eftir þessum markmiðum. Rauði kross Íslands hefur það að leiðarljósi að bregðast við neyð jafnt innanlands sem utan og standa vörð um mannréttindi og virðingu einstaklinga.

Starf sendifulltrúa Rauða krossins

breyta

Þeir eru kallaðir sendifulltrúar sem fara og starfa fyrir Rauða krossinn þar sem hjálp er þörf, hvort sem það er til neyðarhjálpar eða uppbyggingastarfa. Sendifulltrúarnir búa yfir ákveðinni sérþekkingu. Þeir vinna sem hlutlausir aðilar á vettvangi átaka og hamfara. Þeir þurfa líka að hafa eftirlit með því að fjármagn og hjálpargögn skili sér til þeirra sem búa við sárustu neyðina. Íslenski Rauði krossinn sendir að jafnaði 20 til 30 sendifulltrúa á ári út um allan heim þar sem þeir starfa í 6 til 12 mánuði í senn. Sendifulltrúarnir þurfa að uppfylla viss skilyrði m.a. hvað varðar menntun og reynslu en þessi störf eru launuð.

Meðal annars sem starfsmenn Rauða krossins og annarra hjálparstofnanna gera er að vinna að því að hjálpa fórnarlömbum á stríðs- og átakasvæðum um allan heim. Það gera þeir með því að reisa flóttamannabúðir og neyðarspítala. Þeir dreifa síðan matvælum og hreinu vatni. Einnig rekur Rauði krossinn leitarþjónustu þar sem reynt er að sameina fjölskyldur sem hafa sundrast í stríði.

Börn og stríð

breyta

Margar milljónir manna búa við ófrið og hungur og á síðustu árum hafa verið stríð og átök í um 50 löndum um allan heim. Á síðustu 10 árum hafa um það bil tvær milljónir barna látið lífið í vopnuðum átökum og næstum fimm milljónir barna hafa særst illa eða hlotið fötlun. Mörg þeirra hafa orðið fyrir einhverjum hinna 100 milljóna jarðsprengja sem finnast í 62 löndum. Þetta eru um það bil tuttugu sinnum fleiri börn en allir Íslendingar til samans. Einnig hafa yfir 12 milljónir barna misst heimili sín.

Hér fyrir neðan sést kort af nokkrum þeim svæðum í heiminum þar sem geisað hafa stríð eða átök af einhverju tagi.

 
Kort þar sem sjást nokkrir staðir þar sem geysað hafa stríð eða átök af einhverju tagi í heiminum síðustu ár

Börn í stríði

breyta

Það er talið að á hverri klukkustund sólarhringsins stígi barn á jarðsprengju einhvers staðar í heiminum. Á meðan þú hefur verið að lesa þennan námsvef má gera ráð fyrir að barn hafi látið lífið í ófriði eða hlotið varanlegt líkamstjón. Mörg börn halda heilsu en skaddast á sálinni og heimsmynd allra þessara barna er umturnað í ólgu óvissunnar sem stríð veldur. Hvað er til ráða og hvernig getum við hjálpað? Meðal verkefna Alþjóða Rauða krossins er að aðstoða börn á átakasvæðum og nefnist verkefnið "Börn í stríði". Með þessu verkefni reynir Rauða krossins að gera allt sem í mannlegu valdi stendur til að draga úr þjáningum, hlúa að börnunum og hjálpa þeim. Fyrir tilstuðlan Rauða krossins og annarra hjálparsamtaka eygja þessi börn von og þrátt fyrir hörmungarnar er alltaf ljós í myrkrinu.

Verkefni

breyta

Vinnið verkefnið 3-4 saman í hóp. Svarið eftirfarandi spurningum með fyrirsögnum og setjið á veggspjald sem þið síðan myndskreytið. Fyrirsagnirnar eiga að vera eins og í fjölmiðlum og þið ráði í hvað stíl þær eru; hvort sem þær eru fræðandi, sorglegar eða jafnvel í æsifréttastíl. Þegar veggspjaldið er tilbúið kynnið þið verkefnið fyrir samnemendum ykkar í kennslustund. Þegar allir hóparnir hafa kynnt sitt spjald er tilvalið að hengja þau öll upp í kennslustofunni eða jafnvel á ganginum þar sem fleiri nemendur geta skoðað þau.

Dæmi: Spurningu eitt væri þá hægt að svara svona: Rauði krossinn starfar í næstum öllum löndum heims og leitast við að hjálpa þeim sem á því þurfa að halda.

  1. Hvað starfar Rauði krossinn í mörgum löndum og hvert er starf hans?
  2. Hvað er megin hlutverk Rauða krossins?
  3. Hver eru hin sjö grundvallarmarkmið Rauða krossins?
  4. Hvað hefur Rauði krossinn að leiðarljósi?
  5. Hvað eru sendifulltrúar og hvað gera þeir?
  6. Geta allir orðið sendifulltrúar?
  7. Hvað er talið að margar milljónir barna hafi látist á síðustu 10 árum?
  8. Hvað eru jarðsprengjur í mörgum löndum?
  9. Hvað stíga mörg börn á jarðsprengjur á hverri klukkustund?
  10. Um hvað fjallar verkefnið: "Börn í stríði"?
  11. Er einhver von fyrir börn í stríðshrjáðum löndum?

Vefleiðangrar

breyta

Vefleiðangur um börn í stríði

Tenglar

breyta

Höfundur

breyta

Ólöf Birna Björnsdóttir / Nemi í KHÍ --Ólöf Birna