Vefleiðangar
Hér er í smíðum wikibók um vefleiðangra.
Vefleiðangur (e. webquest) er staðlað form af verkefnum fyrir nemendur þar sem við byrjum á segja hvert viðfangsefnið er, hvað á að koma út úr verkefninu og í hvaða hlutverki nemandinn er. Við komum með tillögu um vinnulag (ferli) og gefum upp vefslóðir þar sem nemandinn á að leita fyrir sér og segjum honum hvernig verkefnið verður tekið út og það metið. Einnig vísum við áfram til frekara náms.
Vefleiðangur skiptist í þessa sex hluta
- Kynning
- Verkefni
- Ferli (vinnulag)
- Bjargir (námur)
- Mat
- Niðurstaða