Kynning

breyta

Þessi stutta lexía er ætluð nemendum á miðstigi í grunnskóla. Markmiðið er að nemendur kynnist hugmyndafræði Vaxandi hugarfars(growth mindset) og viti hvernig sú þekking getur hjálpa þeim í námi og leik og síðar starfi.

Hvað er vaxandi hugarfar?

breyta
 
Fixed_versus_growth_mindset

Hvað þýðir eiginlega hugarfar? Og hvað þýðir þá vaxandi hugarfar? Hefurðu tekið eftir því að þú ert í mismunandi skapi, stundum í góðu skapi og þér finnst ganga vel? En stundum í vondu skapi og þér finnst ganga illa? Allar manneskjur takast á við mismunandi líðan eins og þessa. Góðu fréttirnar eru að þú getur haft mikil áhrif á hvernig gengur og í hvernig skapi þú ert. Þú þarft bara að æfa þig að fylgjast með hvaða hugsanir koma og fara og svo getur þú farið að velja hvað þú hugsar oftast í bæði erfiðum aðstæðum og í skemmtilegum aðstæðum. Þegar talað er um vaxandi hugarfar er verið að meina að þú ert með opin huga og þú gefst ekki upp þó að þú skiljir ekki strax eða vitir ekki hvernig á að leysa verkefnið . Sá sem er hins vegar með fastmótað hugarfar í staðin fyrir vaxandi hugarfar, gefst upp strax og er búin að ákveða að hann geti þetta ekki. "Ég skil þetta aldrei" eða "Ég get þetta aldrei" eru algengar hugsanir hjá þeim sem eru með fastmótað hugarfar. En hvernig er hægt að breyta þessu? Allir eru með blöndu af vaxandi hugarfari og fastmótuðu hugarfari, hvort sem þeir eru fullorðnir eða börn. Það hjálpar okkur mikið ef vaxandi hugarfar er meira ráðandi. Við getum byrjað á því að fylgjast með hvaða hugsanir koma þegar við erum að leysa erfitt verkefni. Ef það eru hugsanir sem hjálpa okkur ekki eins og "Ég er ekki góður/góð í þessu" er góð hugmynd að prófa að finna aðra hugsun í staðin. Það gæti verið t.d. "Ég er ekki góður í þessu ennþá" eða "ef ég æfi mig meira verð ég betri"

Heilinn er eins og vöðvi

breyta
 
Brain-1295128

Það hjálpar þegar maður er að þjálfa sig í að hafa vaxandi hugarfar að ímynda sér heilann sem vöðva. Ef heilinn fær erfiðar æfingar verður hann sterkari alveg eins og vöðvarnir í fótum og höndum. Ef hins vegar heilinn fær aldrei neinar erfiðar æfingar þjálfast hann minna og hægar. Það má því líta þannig á þegar þú vinnur erfið verkefni eða reiknar erfið dæmi að þú sért að gera mjög gott fyrir heilann þinn. Svona eins og þegar þú gerir æfingar á íþróttaæfingu. Það er samt eðlilegt að þér finnist alls ekki gaman þegar þú skilur ekki verkefnið eða dæmið, sérstaklega ef margir í kringum þig virðast geta gert það á undan þér. En mundu að láta það ekki trufla þig, öllum finnst eitthvað erfitt einhvern tíma og allir hafa upplifað það að skilja ekki verkefnið. Hugsaðu þér þegar þú spilar tölvuleik, þá þarftu stundum að reyna oft áður en það sem þú vilt gera tekst og eins skilur þú ekki alltaf strax hvað á að gera í tölvuleiknum. En af því að þú gefst ekki upp þá tekst það. Það er alveg það sama í öllu sem þú gerir hvort sem það er í skólanum, áhugamálinu eða í vinnunni, að hafa vaxandi hugarfar mun hjálpa þér.

Að hugsa hjálplegar hugsanir

breyta

Þú getur vanið þig á að nota hugsanir sem hjálpa þér og styðja þig við að þjálfa vaxandi hugarfar. Skoðum nokkur dæmi:

Í stað þess að hugsa... ..hugsaðu frekar
Ég er ekki góð/ur í þessu Hvað get ég gert betur?
Ég gefst bara upp Ég ætla að prófa aðra aðferð
Þetta nógu gott svona Get ég gert betur?
Ég get þetta ekki Ég ætla að æfa mig
Vinur minn getur gert þetta Ég læri af vinum mínum

Krossapróf

breyta

1 Hver þessara hugsana styður við vaxandi hugarfar?

Ég verð aldrei klár
Ég ætla að æfa mig
Ég get þetta ekki

2 Veldu setningu sem lýsir fastmótuðu hugarfari

Ég geri þetta aldrei rétt
Ég læri af mistökum mínum
Það er alltaf hægt að fara aðra leið

3 Veldu setningu sem lýsir vaxandi hugarfari

Ég geri þetta aldrei rétt
Þetta virkar aldrei
Þetta mun taka mig meiri tíma


Heimildir

breyta

Mindset#Fixed_and_growth_mindset

Carol_Dweck