Vatnaveiði á Íslandi

Vatnaveiði á Íslandi er vinsæl afþreying bæði fyrir heimamenn og ferðamenn. Ósnortin vötn Íslands eru þekkt fyrir ótrúlega náttúrufegurð og tært vatn, sem gerir þau tilvalin til veiða.

Það er gott að fá upplýsingar um vatnaveiði á Íslandi frá veiðifélögum, stjórnvöldum og öðrum veiðimönnum sem þekkja landið vel. Vatnaveiði á Íslandi getur verið ógleymanleg upplifun fyrir þá sem hafa áhuga á veiði og náttúru.

Ísland

Þessi Wikibók fjallar almennt um vatnaveiði á Íslandi. Tilgangurinn er að veita veiðimönnum betri upplýsingar um vatnaveiði. Farið verður yfir fiskitegundir, vötn, veiðitímabil, veiðikortið, hvaða veiðibúnaður er notaður, hugmyndir og ítarefni og heimildarskrá.

Fiskitegundir

breyta
 
Bleikja

Íslensk vötn eru heimkynni nokkra fisktegunda, þar á meðal urriða, bleikju og lax. Magn á fiski getur verið mismunandi eftir stöðuvatni, svo það er mikilvægt að leita sér upplýsinga um það vatn sem á að veiða í hverju sinni.

 
Urriði

Vinsæl vötn

breyta

Til eru tugi vatna á Íslandi til að veiða í og getur verið miserfitt að veiða þau. Enn þau vötn sem eru hvað vinsælust á Íslandi til að veiða í eru Þingvallavatn, Mývatn og Þórisvatn, Elliðarvatn, Úlfljótsvatn og Vífilsstaðarvatn. Hafðu í huga að bestu veiðistaðirnir geta orðið fjölmennir á sumrin og því er gott að panta leyfi fyrirfram ef þú ætlar að heimsækja á þessum tímum. Hægt er að kaupa leyfi í gegnum https://veidikortid.is/ og https://fishpartner.is/.

Hvaða veiðibúnaður er notaður?

breyta

Það fer eftir hvaða tegund af fiski þú vilt veiða en þú þarft alltaf viðeigandi veiðarfæri. Vinsælast er fluguveiði en líka er hægt að veiða á kaststöng með spún, flotholt og maðk og ýmsum gerðum af beitu og tálbeitum. Þú getur leigt eða keypt veiðibúnað á Íslandi ef þú átt ekki þinn eigin.

 
Fluguveiði

Vinsælar veiðiflugur í vatnaveiði eru meðal annars:

  • Peacock
  • Krókurinn
  • Pheasant tail
  • Killer
  • Kibbi
  • Nobbler
  • Whatson fancy

svo eitthvað sé nefnt.

Veiðikortið

breyta

Veiðikortið býður áhugasömum veiðimönnum að veiða í allt að 37 vötnum um allt land og því tilvalið að kaupa það þegar verið er að ferðast um landið. Upplýsingar um hvert og eitt vatn fylgja kortinu og því lítið í fyrirstöðu fyrir veiðimenn að fá ekki fisk.[1]

Veiðitímabil

breyta

Veiðitímabil á Íslandi eru oft takmörkuð og fer eftir hvaða fisktegund þú ert að reyna veiða. Sem dæmi má nefna að laxveiði hefur venjulega ákveðna árstíð, en sum vötn geta verið opin fyrir silungs- og bleikjuveiði allt árið um kring. Vertu viss um að athuga veiðitímabilið fyrir valið vatn. Algengasta veiðitímabil í vötnum eru frá maí - okt.

hugmyndir og ítarefni

breyta
  • Ísland leggur mikla áherslu á að varðveita náttúruna. Gakktu úr skugga um að þú hreinsar upp eftir þig, fargaðu rusli á réttan hátt og fylgdu reglum vatns.


  1. Listi yfir vötn á Ísland
  2. Veiðifréttir
  3. Veiðikortið [[1]]
  4. veiði ferðaskrifstofa [[2]]

Heimildir

breyta
  1. https://veidikortid.is/