<- Aftur í efnisyfirlit fyrir Wikibækur kennaranema

Höf. Steinn Már Helgason

Spurningar og svör um véltrésmíði

Bútsög

breyta
Mynd:Butsog.jpg

Hvaða hlífar skulu vera á bútsöginni?

Blaðhlíf sem lokar svo langt niður sem vinnan gefur möguleika til.

Nefbjörg, sem lokar fremsta hluta blaðsins, og fylgir hæð vinnslustykkisins.

Stoppara, sem takmarkar slaglengd sagablaðsins.


Hvaða þýðingu hefur að hreinsaga enda efnisins?

Hreinsa burt mögulegar sprungur í enda efnisins.

Fá það alveg(rétt) slétt, að það verði 90° vinkill.Hve mikið yfirmál þarf að vera þegar þú bútar í gróft mál?

2-3 cm, annars verður það að ráðast af lengd hverrar spýtu og í hvað hún er notuð.


Risti og borðsagir

breyta
Mynd:Plotusog.jpg

Hvaða öryggishlífar eiga að vera á ristisög?

Blaðhlíf, undirhlíf, kleyfi, eftirreka og hjálparklossi.


Hvað vinnuafbrigði kannt þú að gera á hjólsög (ristisög)?

t.d. Búta niður, saga 45°, rista,


Hvaða öryggishlífar eiga að vera á ristisög?

Blaðhlíf, kleyfir, undirhlíf.

Eftirreka og hjálparklossi eru líka nauðsynleg hjálpartæki.


Útskýrðu kleyfi og hvernig hann á að vera festur.

Kleyfir er festur 3-10 mm aftan við sagarblaðið.

Kleyfinn á mest að vera 5mm lægri en efri brún sagarblaðs.


Hvaða vinnuafbrigði kannt þú að gera á hjólsög (ristisög)?'

Saga 45° á lista, rista timbur (gera lista), einnig er hægt að búa til fals og nót i þeim.

Þær eru notaðar við fjölbreyttar saganir.


Útskýrðu hvernig þú getur kantskorið borð á sleða í hjólsög.

Legg vinnustykkið á sleðann með kjarnahlið niður svo ég sjái vankantinn sem á að saga af, aftari endinn fer að klemmustykkinu.


Í hvaða hæð stillirðu sagarblaðið þegar það gefur grófa sögun?

Há stilling = sagarblaði er stillt eins hátt og hægt er. Eða meira en 2 sm uppfyrir vinnustykkið.


Í hvaða hæð stillirðu sagarblaðið stillt þegar það gefur fína sögun?

Lág stilling = sagarblaði er stillt 1-2 sm uppfyrir vinnustykkið.


Hvaða kosti og galla hefur í för með sér há og lág stilling sagarblaðs?

Lága stillingu, en þá er meiri hætta á bakslagi efni, framfærslan verður þyngri en sagarfarið verður fínna.

Háa stillingu, minni hætta á bakslagi efnis framfærslan verður léttari en sögunin verður grófari.


Hvars vegna kemur kast á sagarblaðið, og hvað er til ráða?

Ef blaðið er laust, þarf að herða það.

Eins ef drulla er á milli blaðs og festingar, þarf að þrífa hana burt.


Til hvars er forskerablað notað?

Til þess að hindra að brotni út úr sagarfari að neðanveðu.


Hvernig getur þú sannað að landið á sleðasöginni sé í vinkil?

Færð þér tvö borð leggur þau hvort ofan á annað og sagar þau öðru megin, snúa efra borðinu við þá kemur í ljós að endakantur á borðinu sem nær þér er, kemur lengra fram. Þá stilli ég landið fjær mér vinstra megin. Nú kemur endakantur borðsins, sem frá mér snýr, lengra fram. Þá stilli ég landið sem nær mér er vinstra megin. Þar sem endar beggja vinnustykkjanna eru nú jafnir (þreifa með fingurgómum) veistu að landið er rétt stillt á 90° sögun.


Til hvers er notaður hjálparklossi við ristisög og hvernig á að festa hann?

Hjálparklossinn varnar því að bútarnir kastist til baka í þann sem sagar. Hann er festur á landið, hann er hægt að stilla framar og aftar, eftir vild. Oftast er best að stilla hann þannig að framendi hans sé á móts við afturhluta sagarblaðsins.


Teiknaðu og útskýrðu hvernig hjálparklossa er fest á sleðasög, svo að hægt sé að búta stutta kubba af öryggi.

Hjálparklossinn er festur á landið. Hann er hægt að stilla framar og aftar, eftir vild. Oftast er best að stilla hann þannig að framendi hans sé á móts við afturhluta sagarblaðsins, og vera minnst 3mm frá sagarblaði.

Bandsög

breyta
 

Hvernig verður bandsög að vera útbúin, svo að hún uppfylli kröfur vinnueftirlitsins?

Hlíf yfir hjólum, reimum og öxulendum. Hlíf yfir báðum sagarhjólum. Hlíf yfir þeim hluta sagarblaðs sem er ekki í notkun. Kraftmikil bremsa. Eftirreka. Land.


Hvert er hlutverk öryggistækjanna á bandsöginni?

Varna því að sá sem vinnur við hana slasist.


Teiknaðu og útskýrðu hvernig blaðstýringarnar á bandsöginni eiga að vera stilltar.

Það eru rúllur sem snúast og eru stillanlegar til hliðar og að aftan og stýra blaðinu bæði yfir og undir borðinu.


Hvað strekking hentar á breið og mjó bandsagarblöð?

Mikil strekking á breið blöð, en lítil strekking á mjó blöð.


Hvað þarf einkum að fylgjast með varðandi tréklossann í bandsagarborðinu og hvert er hlutverk hans?

Hann verkar sem sagarblaðsstýring. Rifan á milli klossans og blaðsins má ekki vera meiri en 1 mm. Tréklossinn slitnar fljótt og þarf því oft að endurnýja hann, og hann þarf að vera í sömu hæð og yfirborð borðsins.


Hve stórt bil á að vera á milli vinnustykkis og efri blaðstýringar?

Hún á að vera 1 – 2 sm fyrir ofan vinnustykkið.


Hvað orsakar misbreidd á vinnustykki, þegar sagað hefir verið í bandsög við land?

Mögulegar orsakir:

 1. landið er ekki samsíða sagarblaðinu.
 2. blaðstýringarnar eru rangt stilltar.
 3. vinnustykki var ekki haldið nógu vel að landi.


Útskýrðu hvernig þú sagar krappa boga.

Krappa boga tæki ég í tveim, þrem bogum (sagaði tvisvar til þrisvar)


Hvers vegna máttu ekki draga vinnustykkið til baka eftir sögun?

Þá getur blaðið farið útaf sporinu/hjólinu.


Útskýrðu hvernig efni er bútað í bandsög.

Þegar bútað er í bandsög, er það þvermál sagarhjólanna, sem takmarkar mestu bútlengd. (því sagarblaðið fer niður hinumegin við hjólið).

Borðið liggur lárétt. Ef búta þarf langt efni er gott að hafa stuðningsrúllu til þess að halda undir efnið eða hjálparmann.

Plötusög

breyta
 

Hverskonar öryggistæki á plötusögin að hafa?

Blaðhlíf.

Kleyfi.

Undirhlíf.


Hvaða gerði sagarblaða er best að nota í krossviðarsögun?

Fíntennt er best á krossvið. En harðmálmsblöð eru einnig notuð.


Hvernig staðseturðu vinnustykkið undir þrýstibjálkann?

Lyfta þrýstibjálkanum með hjólinu eða þrýstiventlinum. Svo hátt að vinnustykkið komist auðveldlega undir bjálkann. Rennir vinnustykkinu inn og reiknar út hvar sögunin á að koma. Spenna fast.


Hvernig seturðu stutt vinnustykki undir þrýstibjálkann?

Set það minnst á tvo staði.

Afréttari

breyta
 

Hvaða öryggishlífar verður afréttarinn að vera með?

Öryggishlíf yfir kólfinum. Reimhlíf. Bremsa. Rofi. Hlífarmur.


Hvernig á hlífin yfir kólfinum að vera stillt svo að þú getir afrétt flötinn af öryggi?

Hún á að vera nokkra mm fyrir ofan vinnustykki, færa svo vinnustykkið fram með báðum höndum, láta vinstri hendi ganga fram yfir hlífina og láttu hana um leið þrýsta létt ofan á hana. Þrýsta vinnustykkinu fram með þeim hraða sem hentar kólfinum. Láta hægri hönd ganga yfir hlífina.


Hvernig á hlífin að vera stillt, svo að hægt sé að afrétta kanta af öryggi?

Leggja vinnustykkið upp á kant með heflaða hlið að landinu og ýta hlífinni að því, lækka hlífina niður á borið. Hvernig á að hafa fingurna? Gera lítið úr fingrunum, halda þeim saman.


Hver er minnsta lengd á efni sem hægt er að afrétta?

Allra minnst er 30 sm. Reynir að hafa það lengra ef það er hægt.


Útskýrðu þau öryggistæki, sem þarf til þess að hægt sé að afrétta án áhættu.

Eftirreka með handfangi og stoppara að aftanverðu til þess að ýta á efnið. Hlífin yfir kólfinum sé rétt stillt. Helfla ekki styttri stykki en 30 sm. Bremsu. Rofa.


Hvaða skilyrði þarf að uppfylla til þess að afrétta með góðri áferð?

Að tennur bíti vel og framfærslan sé ekki of hröð. Að framborðið sé í plani við skurðarhring kólfsins (í plani við tönnina). Að vinnustykkið hvíli ekki á afturborðinu. Að spóntakan sé hófleg (1mm t.d.) Staðið sé rétt að heflun.

Þykktarhefill

breyta
 

Hverskonar öryggishlífar eiga að vera á þykktarheflinum?

Stór hlíf yfir framfærsluvalsinum, kólfinum, fremri- og aftari þrýstifæti. Hlíf yfir reiminni.

Í hvaða hæð á að stilla borðvalsana fyrir

a) greni og furu

   0,2 - 0,3 mm

b) beiki, eik og annað harðvið?

   0,1 mm


Hvaða orsök getur verið fyrir því ef efnið færir sig til hliðar.

Ef efnið er sett skakkt í, og eins ef stykkið sjálft er skakt, getur efnið færst til


Hvaða orsök er fyrir því að þessir áferðargallar koma úr þykktarheflinum:

Strik og merki í undirhlíð? Hvað er hér?

   Eitthvað óæskilegt er á borðinu eða völsunum

Strik langsum í efri hlið? Hvað er hér?

   Skörð í tönnum

Brúnir blettir í trénu? Hvað er hér?

   brunablettir. Tönn bítur ekki nógu vel

Gróf vélaför?

   Lélegt bit, of mikil hraði. 
   Taka þarf a.m.k. 0,5mm annars koma för eftir framdragið

Súluborvél

breyta
 

Hvaða hlífar ber að hafa á súluborvélum?

 Hlíf yfir patrónu og spinndli, hlíf yfir kíl reim, mótorinn sé varin. (fleiri?)


Hvaða hættur eru samfara notkun á súluborvél?

 Hætta á að bora í hendina, flækja ekki föt í bornum, …. Eru fleiri hættur?


Til hvers eru kvistabor og sponsbor notaðir?

 Kvistabor er notaður til að bora kvisti og skemmdir úr viðnum, einnig er hann hentugur til að bora grunna borun sem ekki nær í gegn. 
 Sponsbor er notaður til að búa til sponstappa til að fella í götin þar sem kvistir hafa verið boraðir burt.


Hvað hefur spíralbor með oddi fram yfir venjulegan járnbor við borun í tré?

 Oddurinn gefur góða stýringu, og hefur forskera sem varnar því að flísist úr efninu. 
 Einnig góður þegar skurðarflöturinn þarf að vera stór.


Hvaða verkfæri eru notuð við hulsuborvél?

 Spíralbor sem snýst innan í borhulsu.


Bandslípivél

breyta
 

Útskýrðu hvernig bandslípivélin er upp byggð, hvernig hún vinnur, og hvaða hlífar eru nauðsynlegar á henni?

Í grófum dráttum. Stórt borð þar sem vinnustykkið er lagt á og tveim hjólum þar sem slípiband er strengt á milli og haldfang sem stjórnar hæð sandpappírsins.

Hvaða reglur gilda þegar þú

a) slípar slétta fleti?

b) stillir á hraða fyrir lakkslípun?

a)það er mismunandi kornastærð eftir grófleika viðarins og eftir því hvað hann er mjúkur eða harður.

b)hægja hraðann fyrir lakkslípun, minni hraði fínt band.


Hvernig geymum við slípibandið?

Hengjum það upp á þurrum stað, það má ekki komast raki í þau og ekki vera brot í þeim.


Hvaða tegund slípikorna henta best við:

a) slípun á tré, 60 grófslípun mjúkviðar, 80 grófslípun harðviðar og krossviðar,100 fínslípun mjúkviðar og grófslípun ýmiskonar krossviðar, 120 fínslípun harðviðar, 150 sérstök fínslípun.

b) slípun á lakki. 200 -400 kornastærð fyrir lakkslípun.


Hvaða efni eru notuð í slípibönd, og hvaða bindiefni er notað í þau?

Pappír er notaður í slípibönd þegar ekki eru gerðar miklar kröfur til beygjanleika og styrks slípibands. Ofið efni er notað þegar meiri kröfur eru gerðar um styrk og mýkt. Sambland af þessu tvennu er notað til þess að framleiða sterkt og stöðugt slípiband, sem ekki þarf að vera mjög beygjanlegt.


Hvaða grófleiki á slípibandi hentar til slípunar á ýmsum viðartegundum, krossvið og lakki?

60 grófslípun mjúkviðar, 80 grófslípun harðviðar og krossviðar,100 fínslípun mjúkviðar og grófslípun ýmiskonar krossviðar, 120 fínslípun harðviðar, 150 sérstök fínslípun. 200 -400 kornastærð fyrir lakkslípun


Útskýrðu hvernig slípiband, slípiklossi og stöðvunararmur eiga að vera stillir.

Slípibandið á að setja á mitt hjólið og snú ein hring, slípiklossin á að vera yfir því miðju, og stöðvunararmurinn nálægt 200 mm frá vinstri kanti broðsins.

Hve stórt bil á að vera á milli vinnustykkis og slípibands?

Nálægt 5 mm.

Hvernig á að stjórna slípiklossa?

Halda í arminn með hægri hendi, en vinstri er á borðhandfanginu, halda jafnri hreyfingu og hafa klossann aldrei meira en 1/3 útaf vinnustykkinu.

Kantslípivél

breyta
 

Til hvers er kantslípivélin mest notuð?

Til að slípa kanta á vinnustykkjum.


Nefndu nokkrar þýðingarmiklar reglur, sem nauðsynlegt er að hafa í huga svo að forðast megi óhöpp og meiðsli, þegar unnið er við slípivélar.

 • Halda höndunum á réttum stöðum, ( hægri hendi á slípiklossa og sú vinstri á haldfangi í vinnuborði)
 • Fara aldrei með fingur í pappírinn.
 • Passa að engin standi of lálægt slípibandinu.


Borðfræsari

breyta
 


Nefndu nokkrar gerði öryggishlífa, sem eiga að fylgja fræsaranum.

Bæði láréttar og lóðréttar hlífar við fræsaralandið, spónsog og eftirreka, hringhlíf yfir tönnum.


Hvaða vinnu er hægt að framkvæma á fræsara?

Taka úr fyrir raufum og rákum. Fölsum – gluggar, hurðir.


Hvað er það, sem ákvarðar þann snúningshraða, sem við notum?

Hvaða snúningshraði er hæfilegur, þegar fræst er með lausum stálum í klemmubakka?


Útskýrðu hvað slingblað er og til hvers það er notað.

Hvað er fyrsta skilyrði þess að fræsarinn vinni rétt og örugglega?


Hvað er meint með kílingu og kontrakílingu?

Kíll – rauf eða kantur sem er tekin úr efni.


Hvaða hlið vinnustykkis á fræsarinn helst að vinna?

Langhlið mest, en endastykkið er líka unið en þá er notað sérstakt land og fl.


Hve stórt bil á að vera á milli skerhrings og enda á löndum, þegar fræst er við land?

10 mm.


Hvaða hagur er að því að geta hallað spinnli í fræsara?

Það getur verið ýmis hagræðing og sparnaður t.d. ef þarf að gera hallandi rauf, sparnaður í hnífakaupum.


Hvers vegna verður opið í borðinu að vera svipað þvermáli verkfæris?

Skemmi það ekki.


Hve stórt á bilið að vera á milli skerhrings verkfæris og lands á tappasleða?

10 mm.


Hvers vegna er nauðsynlegt að festa trélista á landið á tappasleðanum?

Þá flísast ekki úr vinnustykkinu, listin á að var kringum 10 mm hærri en vinnustykkið og 10 mm út fyrir landið.


Hvað er stuðningslega (yfirlega) og hverær er þörf að nota hana?

Krossapróf:

breyta

<quiz display=simple>

{Hvað er meint með kílingu og kontrakílingu? |type="()"}

- Kíll er vatnsbuna + Kíll er rauf eða kantur sem er tekin úr efni. - Kíll er hamarshögg - Kíll er sérstök gerð af verkfæri


{Hvað af eftirfarandi eru öryggishlífar sem eiga að fylgja fræsara |type="()"}

+ hringhlíf yfir tönnum - hárnet - eyrnartappar - keðjulás

{Hvernig á að geyma slípibandið |type="()"}

- Geyma það í vatni + Hengja það upp á þurrum stað - smyrja það með olíu og geyma þannig - vefja það upp