Florence Nightingale var bresk en fæddist í Florence á Ítalíu árið 1820. Hún var dóttir auðugra foreldra og fékk góða menntun á þeirra tíma mælikvarða. Þó Florence þætti góður námsmaður voru væntingar foreldra hennar fyrir hennar hönd að hún myndi giftast góðum og vel metnum manni og eiga með honum börn enda tíðkaðist ekki á þessum tíma að konur færu í lengra nám. Þegar Florence var 17 ára fékk hún köllun frá Guði um að henni væri ætlað ákveðið verkefni. Í kjölfarið fór hún að fá áhuga á félagslegum umbótum í þjóðfélaginu og fór að heimsækja sjúka á heimilum og stofnunum. Hún sýndi áhuga á að læra hjúkrun en foreldrar henni voru því mjög mótfallin og þótti það ekki hæfa menntaðri stúlku frá góðu heimili. Hún fékk þó á endanum sínu framgengt og fór til Þýskalands þar sem hún stundaði þriggja mánaða hjúkrunanám. Með þetta starfsnám sneri hún heim og gerðist forstöðukona á sjúkrahúsi í London.