Upplýsingatækni/Yahoo Groups

Hvað er Yahoo! groups ? breyta

Yahoo groups er samskiptahugbúnaður sem býður uppá fjölmarga möguleika bæði fyrir einstaklinga og hópa þú getur stofnað heimasíðu fyrir prjónaklúbb, síðu um raftónlist, eða síðu um þig sjálfann. Samskiptahugbúnaðurinn er öllum opin án endurgjalds. Hægt er að velja um hvort heimasíðan sé opinn eða eingöngu fyrir meðlimi hennar.


Að stofna síðu á Yahoo! groups breyta

Það þarf að byrja á að stofna Yahoo! e-mail sem er auðvelt og fljótlegt. Yahoo! mail er gjaldfrjáls og öllum opinn. Byrja þarf á að stofna netfang með því að fara inn á http://groups.yahoo.com/ og velja Nýr notandi (New User? Sign Up) þú velur netfang og lykilorð.


Í hvað nýtist Yahoo! groups? breyta

Yahoo groups er hagnýtt fyrir hópa og einstaklinga, hægt er að skiptst á skoðunum um ýmis málefni og eða áhugamál, deila reynslu og kynnast öðrum með sömu áhugamál. Hægt er að setja inn myndir, texta, setja inn greinar, tengla inn á vefsíður, sem nemandi getur svo nýtt sér í náminu og einnig geta nemendur deilt hugmyndum sínum með því að setja inn hugsanir sínar inn á umræðuþráð sem birtist á skilaboðasíðu. Hver nemandi getur búið til sína eigin möppu og myndaalbúm, gera skoðanakannanir, dagatal ogfl. Hægt er að búa til gagnagrunn og safna saman greinum.


Hvaða möguleika bíður Yahoo! groups uppá breyta

Tölvupóstur (e-mail) - hægt að senda á einstakling í hópnum og á allan hópinn.

Myndaalbúm - hægt er að búa til mikinn fjölda myndaalbúma og flokka ef vill.

Spjall í rauntíma (líkt og MSN)

Umræðuþræðir – möguleikar á að skiptast á skoðunum, setja inn tilkynningar ogfl.

Dagatal - möguleikt að nota til að skipuleggja sig persónulega og setja inn áætlun og áminningar fyrir allan hópinn.

Skoðanakannanir – auðvelt að setja inn einfalda könnun með nokkrum svar valmöguleikum

Skjalasíða (Documents) - Hægt er að vista skjöl sem allir í hópnum hafa aðgang að Eins og t.d. til að búa til símaskrá ogfl.

Tenglasíða - Auðvelt er að setja inn tengla á aðrar vefsíður.

Mín síða (Profile) - Meðlimir geta sett inn persónulegar upplýsingar eins og síma heimilisfang mynd ogfl.