Hvað er Wink?

breyta

Wink er ókeypis hugbúnaður hannaður af DebugMode. Wink er helst notaður til að búa til rafrænar leiðbeiningar, glærur eða annað námsefni á einfaldan máta með því að taka upp myndaramma beint af skjá notandans. Það styður inntaksupptökur ásamt textaskýringum sem hægt er að bæta við glærusýninguna. Wink leyfir notandanum að setja inn leiðbeiningarhnappa, tákn, myndir o.fl. á upptökurnar sínar og hægt er að breyta öllum stillingum hvað það varðar eftir eigin höfði. Einnig býður Wink upp á að yfirfæra upptökur úr forritinu yfir í Flash, HTML eða PDF skráarsnið.


Útgáfur

breyta

Wink er fáanlegt í útgáfu 2.0 fyrir Windows stýrikerfi og í útgáfu 1.5 fyrir Linux.

Hugbúnaðurinn flokkast hinsvegar ekki undir open-source hugbúnað þótt hann sé fáanlegur án greiðslu.

Hægt er að nálgast hugbúnaðinn á heimasíðu framleiðandans.


Tungumál

breyta

Wink styður eftirfarandi tungumál: Enska, franska, þýska, ítalska, danska, spænska, serbneska, japanska, brasilísk portúgalska og einföld kínverska.


Notkun

breyta

Ný upptaka/glærusýning:


Skref 1:

Velja skal File – New í tækjastikunni.

Þá opnast gluggi með stillingum. Efsti möguleikinn „Start by capturing screenshots“ segir forritinu hvort það eigi að sjá um að taka skjáskot af skjámynd notandans. Ef þetta er ekki valið þarf notandinn sjálfur að stilla inn þær skjámyndir sem nota skal handvirkt í forritinu sjálfu og er þá ekki hægt að nota þennan stillingarglugga. Fyrir byrjendur er mælst til þess að hakað sé við "Start by capturing screenshots". Sýnimynd 1 sýnir hvernig glugginn lítur út ef ekki er hakað við þennan valmöguleika. Sýnimynd 1


Skref 2:

Ef hakið við „Start by capturing screenshots“ er haft á, þá býður forritið notandanum upp á að stilla nánar þær upptökustillingarnar. Sýnimynd 2


Skref 3:

Notandi getur valið hvort hann vilji taka upp hljóð með því að haka við „Record audio“. Sýnimynd 3


Skref 4:

Næst er að velja stærðina á römmunum sem taka skal upp. Notandinn getur valið úr flettilista staðlaðar pixel stærðir, slegið inn sínar eigin pixel stærðir eða bara valið allan skjáinn til að taka upp á. Sýnimynd 4


Skref 5:

Að því loknu er hægt að velja um hve marga ramma skal taka upp á sekúndu/mínútu/klukkutíma, allt eftir höfði notandans. Einnig er hægt að sleppa tímavalsskjáskotum og velja þá stillingu að taka einungis upp skjáskotsramma við músarklikk/lyklaborðsslátt. Ef lyklaborðið er valið þá er takkinn „Pause“ á lyklaborðinu notaður til að taka skjáskot. Sýnimynd 5


Skef 6:

Þegar notandinn hefur tekið upp það efni sem hann þarf af skjánum, annað hvort með tímaupptöku eða skjáborðsupptöku með músarklikk/lyklaborðsslætti, þá er ýtt á „Finish“ í glugganum í forritinu og þá er hægt að breyta upptökunni enn frekar með ýmsum stillingum sem Wink býður upp á. Sýnimynd 6


Skef 7:

Neðst í forritinu er listi yfir þá ramma sem hafa verið teknir upp. Sýnimynd 7


Skef 8:

Þá er einnig hægt að skíra hvern ramma fyrir sig og stilla af tímann sem þessi rammi skal sýndur. Sýnimynd 8


Skref 9:

Til að setja inn tákn, textabox eða takka í hvern ramma fyrir sig þarf að velja það úr tækjastiku sem er ofarlega vinstra megin í forritinu. Táknin og takkarnir geta virkað sem stýritæki í upptökunni sjálfri eins og t.d. örvar til að fletta í gegnum glærusýningu. Sýnimynd 9


Skref 10:

Til að stilla hvert tákn fyrir sig er það valið úr listanum yfir þau tákn sem hafa verið sett inn í rammann og þá verða stillingaratriðin aðgengileg fyrir neðan. Þar er hægt að breyta stærð, staðsetningu, útliti, litarhætti, stærð og leturgerð táknsins/takkans sem um er að ræða. Sýnimynd 10


Skref 11:

Þegar notandinn er búinn að stilla af sína glærusýningu/upptöku er hún vistuð. Til að vista er farið í tækjastikuna og valið File – Save As. Sýnimynd 11


Skref 12:

Til að umbreyta upptökunni yfir í annað skráarsnið heldur en wnk skrá þá er farið í File í tækjastikunni og annað hvort valið Export as HTML, Export as PDF eða Export as PostScript. Sýnimynd 12

Fyrir hverja er Wink?

breyta

Wink er upplagt fyrir hvern sem, hvort sem sá aðili er lengra kominn í upplýsingatækni eða byrjandi. Forritið fylgir manni vel eftir og allar stillingar eru auðfundnar.

Wink er upplagt til þess að útbúa ýmiskonar kennsluefni, rafrænar glærusýningar eða upptökur af því sem er að gerast á skjá notandans.

Því miður var ekki hægt að nota Wink til að taka upp ramma í eigin forriti til að sýna hvernig skal nota það í þessari Wikibók. Meðan upptaka er í gangi er nefnilega ekki hægt að opna neitt í forritinu sjálfu og þess vegna ekki hægt að sýna valkosti hugbúnaðarins á þann hátt.