Upplýsingatækni/Teamviewer

Inngangur

breyta

Mig langar að fjalla um Teamviewer og möguleikana sem það hefur upp á að bjóða. Mig langar að sýna fram á hvernig þetta forrit getur hjálpað fólki við hinar ýmsu aðstæður, þá sérstaklega fyrir nemendur í fjarnámi. Ég tel það vera skynsamlegt að fjalla um kerfið í mjög smáum sniðum og taka einn hluta og kryfja heldur en að fjalla um forritið í heild sinni, það tæki töluvert stærri grein fyrir slíkt. Kosturinn er sá að það geta allir sótt þetta forrit og notað án þess að borga fyrir það, ekki nema sérstaklega vilji það, svo framarlega sem þú gengst við ýmsum skilmálum (sem er reyndar fylgjandi þorranum af forritum sem eru í umferð nú til dags). Þarna úti eru ýmis forrit sem geta framkvæmt svipaða hluti en mér hefur þótt þetta forrit skara fram úr hvað varðar gæði, þá einkum vegna einfaldleika og smæð þess; fyrir utan þann möguleika að nota það frítt.

Hvað er Teamviewer?

breyta

Teamviewer eru margir hlutir bundnir í einn, t.d. er hægt að setja upp VPN tengingar, stofna til skráarskipta um netið, fjaraðstoð án uppsetningar, fjarstjórnun á serverum, sameinað vinnuborð um margar tölvur og aðstoð í gegn um netið, og svo mætti lengi telja. Ég ætla semsagt að fjalla um þetta tvennt síðarnefnda eða sameinað vinnuborð ásamt fjaraðstoð. Þessi tveir þættir eru þeir sem mér hefur þótt vera hvað markverðast við forritið.

Fyrir nemandann & kennarann

breyta

Aðalkosturinn er sá að nemandi getur þegið aðstoð frá sínum kennara beint í gegn um netið, þ.e.a.s. kennarinn gæti t.d. tengst tölvu nemandans og unnið á tölvu nemandans samtímist nemanda, eða jafnvel tekið hana alveg yfir, fyrir vikið getur hann leiðbeint á mun sjónrænni hátt. Annar öflugur kostur er sá að það er jafnvel hægt að tengja margar tölvur við eitt skjáborð og þar með væri t.d. hægt að halda fyrirlestur um netið og vafra á einu skjáborði. Þessir kostir lýsa augljóslega þeim krafti sem þetta forrit getur fært fjarnemum, ásamt því að færa samvinnuna í mun ríkara mæli milli nemenda. Að tengja margar tölvur við eitt skjáborð er nefnilega leikur einn.

Fyrir almenning

breyta

Forritið er mjög auðvelt í uppsetningu og mun ég útlista það hér að neðan. Þar sem það er frekar auðvelt í notkun þýðir það jafnframt að margir ættu að eiga auðvelt með að nota það. Það gefur auga leið að tengimöguleikarnir eru margir og má segja sem svo að þetta forrit sé góður vinur þeirra sem vinna við tölvuviðgerðir, þ.e.a.s. með því að tengjast tölvum og aðstoða við ýmislegt tölvutengd eins og uppsetningar og lagfæringar á hugbúnaði (nema netið sé auðvitað niðri en það er önnur saga). Til að gera mörgum tölvuviðgerðarmanninum auðvelt fyrir þá getur hann sett sína eigin læsingu á Teamviewer ef um er að ræða tölvu hjá mjög illa tölvulæsum einstaklingi en það þýðir að hann geti tekið yfir tölvuna eftir þörfum án kunnáttu viðkomandi einstaklings.

Eins og ég mun fara yfir en þá er hægt að nota forritið án þess að setja það upp á viðkomandi vél og dugar að hafa einungis þessa stöku uppsetningarskrá til taks. Forritið er mjög þægilegt að því leitinu til að það kann til verka þegar það tengir sig út fyrir tölvuna en það sér til þess að viðeigandi port verði opnuð á eldveggjum og öðru slíku sem kann að vera uppsett á tilteknum tölvum, þ.a.l. ættu einstaklingar ekki að lenda á mjög háum hindrunum við tengingar.

Uppsetning

breyta
  1. Þú byrjar á að fara inn á heimasíðu Teamviewer og sækir nýjustu útgáfuna af Teamviewer. Þú sækir forritið með því að smella t.d. á þessa krækju (sjá Mynd 1). Það er semsagt hægt að sækja forritið bæði fyrir Windows og Macintosh
  2. Þegar þú hefur sótt forritið skaltu tvísmella á skránna og smella á Install til að setja forritið upp á tölvunni þinni (sjá Mynd 2). Þú getur vissulega smellt á Run en þá keyrirðu eins konar „live session“ og notar forritið án þess að setja það upp á tölvunni þinni. Ég mæli þó með að setja forritið upp á tölvunni aðallega vegna þess að þá eru leyfismál og annað með skýrari hætti. Smella svo á Next!
  3. Þegar komið er að þessum lið skal varast að velja ekkert annað en „Personal / non-commercial use“, ekki nema þú viljir borga fyrir forrið (sjá Mynd 3). Málið er að forritið er frítt að öllu leyti ef þú velur það að nota forritið í eigin þágu en ekki í vinnu eða á opinberum vettvangi (eins og einhver sé að fylgjast með því hvort eð er). Smella svo á Next!
  4. Þarna er verið að spyrja þig um alls konar leyfis- og réttindamál. Til að taka af allan vafa ætla ég ekki að staldra við þennan stað lengi og segja þér bara að haka við bæði hökin (sjá Mynd 4) og smella á Next.
  5. Þarna er best að láta stillingarnar vera sjálfgefnar en þarna er verið að spyrja þig um ræsimöguleikana (sjá Mynd 5). Semsagt láta það vera stillt á „Normal Installation“. Ef þú velur hinn möguleikann þá ertu að segja forritinu að ræsa sig með stýrikerfinu og þá geturðu gefið forritinu þitt eigið lykilorð, þ.e. með sjálfgefnu aðferðinni býr forritið til lykilorð sjálfkrafa. Smella svo á Next! Smella svo á Finish!
  6. Þegar forritið hefur sett sig upp eru yfirgnæfandi líkur á því að stýrikerfið spyrji þig um aðgangsmál í gegn um eldvegginn, þ.e.a.s. forritið byrjar strax á því að reyna að opna port á vélinni þinni svo forritið geti skráð sig inn á serverinn hjá Teamviewer. Ég mæli bara með því að þú leyfir forritinu að fá aðgang í gegn um eldvegginn þinn annars er það í raun ónothæft. Smelltu því á Unblock! (sjá Mynd 6)
  7. Núna er forritið uppsettog tilbúið til notkunnar (sjá Mynd 7).

Notkun

breyta

Þegar forritið er uppsett eru í raun tveir meginmöguleikar sem liggja fyrir (sjá mynd 7 hér að ofan), annars vegar möguleikinn fyrir aðila að tengjast þér og hins vegar fyrir þig að tengjast öðrum. Ef þú skoðar forritsgluggann sem er opin þá er eitthvað er skilgreint sem „ID“ og „Password“ en þetta er í raun allt það sem þú þarft að gefa aðila á hinum endanum upp svo sá sami geti tengst þér, þ.e.a.s. það sem er merkt með rauðum lit númer 1 á þeirri sömu mynd. Ef þú ætlar að tengjast einhverjum er í raun sami leikurinn leikinn, þ.e.a.s. þú færð uppgefið á hinum endanum ID og Password til að tengjast og slærð það inn í reitinn sem merktur er með rauðum lit númer 2 (sjá mynd 7 aftur). Öllu heldur slærðu í fyrstu upp ID og smellir á Enter en verður svo spurður um Password þegar sambandi hefur verið náð við útstöðina. Þetta er allt og sumt :)