Upplýsingatækni/Teamspeak

Hvað er TeamSpeak?

breyta

Það er samskipta forrit sem gerir fólki kleift að tala saman s.s á vinnustöðum, við nám eða annað slíkt, þetta forrit var gert til þess að hópar og einstaklingar gætur talað saman á netinu.

Hvernig virkar TeamSpeak?

breyta

TeamSpeak er mjög öflugt og þægilegt forrit sem gefur fólki tækifæri á að tala saman hvort við annað í gegnum netið. TeamSpeak verður til af bæði notendum og miðlum. Miðlarnir er einskonar gestgjafar fyrir notendurna, og geta auðveldlega afgreitt þúsundir af notendum. Þetta forrit var gert til þessa að þjóna allskonar hópum, svo sem liðsfélagar sem spila á netinu, starsfólk á stórum vinnu stöðum, og fyrir fólk sem þarf að tala við fjölskyldu eða vini. Hægt er að nálgast upplýsingar um uppsetningu og aðrar upplýsingar á TeamSpeak.com sem er heimasíða forritsins.

Hvernig má nota TeamSpeak við kennslu?

breyta

TeamSpeak myndi nýtast vel í kennslu þar sem að hægt væri að búa til rás í forritinu sem væri fyrir alla þá nemendur í námskeiðinu, kennari gæti þá bara dreift lykilorði fyrir þá rás sem hann væri að nota, og myndi þá fólk geta verið heima og sjallað saman á meðan það er að læra. Einnig gæti verið hægt að ná sambandi við kennara og fá aðstoð frá honum í gegnum þetta forrit þar sem oft er betra að heyra hlutina en að lesa þá.

--Edward10 12. febrúar 2010 kl. 11:22 (UTC)