Upplýsingatækni/TeamViewer

Hvað er Teamviewer?

breyta

TeamViewer er hugbúnaður sem deilir skjámynd á viðkomandi tölvu yfir á aðra tölvu í gegnum netið (desktop sharing). Þessi hugbúnaður kom fyrst á markað 2005 í þýskalandi og eru nú yfir 60 milljón notendur út um allan heim að nota hann. Til eru mörg fjaraðstoðarforrit líkt þessu en eru þau yfirleitt flóknari og í flestum tilfellum þarf að borga fyrir þau. TeamViewer er í stöðugri þróun og bætast við nýjir eiginleikar forritsins með hverri útgáfu. Ég mun ekki fara nákvæmlega í hvern eiginleika forritsins heldur mun ég einungis sýna einföldustu atriðin til að tengjast annarri tölvu og notkun á helstu eiginleikum.

Af hverju TeamViewer?

breyta

Kostir TeamViewer eru nokkrir. Þó finnst mér merkilegast við þennan hugbúnað að hann er ókeypis og mjög notendavænn. Hægt er að nota Teamviewer undir mörgum kringumstæðum. Forritið býður upp á skráarskipti sem gerir notendum kleift að skiptast á skrám mjög auðveldlega óháð eldveggjum tölvanna. Teamviewer er örugg lausn sem notast við alla nútíma öryggisstaðla.


Notkunarleiðbeiningar

breyta
  1. Hægt er að ná í fría útgáfu af Teamviewer á http://www.teamviewer.com/ . Á forsíðunni er hægt að ná í nýjustu útgáfuna af Teamviewer fyrir Windows en Mac-notendur geta farið í Download flipann og náð einnig í nýjustu útgáfuna þar. Hægt er að nálgast tvær gerðir af TeamViewer. Annarsvegar er það full útgáfa þar sem þú getur bæði tengst tölvu og leyft annarri tölvu að tengjast þér. Hinsvegar er það útgáfa þar sem þú leyfir einungis tölvu að tengjast þér en þú getur ekki tengst annari tölvu. Við gerum ráð fyrir því að notandinn velji fullu útgáfuna.
  2. Þegar búið er að hala niður forritinu þarf að setja það upp á tölvuna sem er mjög einfalt. Hægt er að velja möguleika um að keyra forritið beint án þess að setja það upp á tölvuna. Við mælum samt með því að setja það upp á tölvuna. Gætið þess að velja „personal / non-commercial use“ í uppsetningunni.
  3. Þegar forritið er uppsett á tölvuna er hægt að ræsa það. Á upphafsvalmyndinni eru tveir valmöguleikar:
    1. Wait for session.Hér er einkennisnúmerið sem er á viðkomandi tölvu ef einhver ætlar að tengjast þér. Þá þarf hann að vita bæði ID og password á þinni tölvu.
    2. Create session.Hér er hægt að slá inn ID á tölvu þess aðila sem þú ætlar að tengjast. Þegar búið er að slá inn ID er smellt á connect to partner og þá kemur upp gluggi sem segir þér að slá inn leyniorðið. Hægt er að velja um 4 mismunandi tengimöguleika:
      1. Remote support (sem við ætlum að notast við hér)
      2. Presentation
      3. File transfer
      4. VPN
  4. Þegar tenging er komin á opnast stór gluggi og á honum er skjámyndin af þeirri tölvu sem búið er að tengjast. Efst í glugganum er stjórborðið sem þú hefur til að stilla ýmsa hluti. Ef nettengingin er hæg þá er gott að hafa í huga ýmsar stillingar sem geta hjálpað.
    1. Actions
      1. Switch sides with partner. Hér er hægt að skiptast á tengingum. Semsagt ef aðili 1 er með skjámynd aðila 2 þá er hægt að skipta þannig að aðili 2 er með skjámynd aðila 1 á skjáunum hjá sér. Semsagt skipt á milli create session og wait for session.
      2. Ctrl + Alt + del. Hægt er að velja þennan möguleika til að fá upp t.d. task manager
      3. Reboot. Hér er hægt að endurræsa tölvuna sem stjórnað er án þess að hafa áhrif á tenginguna.
      4. Disable remote input
      5. Show black screen
    2. View (þennan möguleika gætum við þurft að nota talsvert)
      1. Quality. Hér er hægt að stilla hversu mikil gæði eru í myndinni sem birtist af skjámyndinni. Yfirleitt er best að hafa hana í auto.
      2. Scaling. Hægt er að breyta skala myndarinnar. Best þykir mér að hafa hana bara í scaled eða original.
      3. Active monitor. Ef tölvan sem maður tengist er með tvo skjái er hægt að velja á milli þeirra.
      4. Screen Resolution. Hægt er að breyta um upplausn skjásins hér.
      5. Select single window/select whole desktop. Hér er hægt að velja t.d. einn glugga sem er á skjánum eða allt skjáborðið. Með því að velja bara einn glugga þá verður tengingin hraðari.
      6. Refresh.
      7. Remove wallpaper. Það borgar sig að fjarlægja bakgrunninn þar sem hann tekur mikið gagnamagn að óþörfu.
      8. Show remote cursor. Sýnir staðsetningu bendils.
    3. Audio/Video
      1. Voice over IP.
      2. My video.
      3. Chat. Hér er hægt að senda skilaboð milli tölvanna
      4. Conference call.
    4. File transfer. Hér er hægt að flytja skrár á milli tölvanna mjög auðveldlega. Glugginn til vinstri er Local machine og glugginn til hægri er Remote machine. Mæli samt ekki með því að flytja stórar og miklar skrár á milli þar sem nettengingin er ekki alltaf jafn hröð og við viljum.
    5. Extras. Ýmsir auka valmöguleikar sem ég ætla ekki að fara sérstaklega út í nema kannski remote update þar sem hægt er að uppfæra TeamViewer á tölvunni sem maður tengist.


Kennarar og nemendur

breyta

TeamViewer er kjörið forrit fyrir kennara og nemendur í námi. Ef við tökum sem dæmi tölvunarfræðinema sem er í fjarnámi og vinnur að verkefni í forritun. Hann lendir í vandræðum og þarf hjálp frá kennara. Það væri mikið auðveldara að leyfa kennaranum að tengjast tölvunni og skoða það sem nemandinn væri að kljást við og sjá hvað hann væri að gera vitlaust heldur en að reyna að lýsa því í gegnum síma eða með tölvupósti. Einnig er TeamViewer kjörið forrit fyrir kennslu þar sem margar tölvur geta tengst einni.