TED (Technology, Entertainment, Design) eru bandarísk samtök sem eru ekki rekin í hagnaðarskyni. Þau eru best þekkt fyrir ráðstefnur og fyrirlestra í Evrópu, Asíu og Bandaríkjunum undir móttóinu ideas worth spreading. Hugmyndafræðin á bakvið TED byggist á því að reyna að dreifa hugmyndum til fólks á aðgengilegan og skemmtilegan máta. Hér er reynt að tengja margar fræðigreinar saman með því að fá fólk sem skarar fram úr á sínum sviðum að halda stutta fyrirlestra um ákveðin málefni. Þessir fyrirlestrar eru teknir upp svo þeir séu aðgengiliegr hverjum sem er á netinu.