Upplýsingatækni/SecondLife

by Waleska Tinoco Giraldo, vör 2010

Hvað er Second Life

breyta

Second Life er sýndarheimur sem að kom út árið 2003. Eins og nafnið gefur til kynna þá er þetta annað líf þitt sem stjórnar í tölvunni. Þú byrjar á því að velja þér nafn og hanna þína persónu. Síðan getur þú ferðast um heiminn, hitt aðrar persónur, spjallað við fólk, tekið þátt í allskonar afþreyingum og verslað hluti í heiminum.

Second Life er aðeins fyrir 18 ára og eldri, en það er einnig til útgáfa fyrir unglinga á aldrinum 13-17 ára. Linden lab bjó til þennan sýndarheim og heldur áfram að bæta við hann.

Hægt að er skrá sig frítt í Second Life, en hægt er að kaupa lönd og hluti í sýndarheiminum. Í janúar 2010 var búið að búa til 18 milljónir persóna.

Second Life er forrit sem virkar á Mac, Linux og Window. Það er hægt að nálgast forritið hér.

Þín persóna

breyta

Hægt er að velja um margar tegundir af persónum og klæðnaði. Á skráningarsíðunni er hægt að sjá mismunandi upphafs útlit sem þú getur breytt síðar. Það er ekkert mál að breyta um útlit, annað hvort getur þú verslað þér nýjan klæðnað eða breytt algjörlega um útlit. Þú getur til dæmis breytt yfir í vélmenni.

Atburðir

breyta

Vinsælt er að nota Second Life fyrir atburði fyrir fólk sem býr ekki á sama stað, til dæmis fyrir fjarkennslu eða fyrirlestra. Hér er listi yfir alla atburði í boði á næstunni.

Staðir

breyta

Heimurinn er fullur af mismunandi stöðum sem eru yfirleitt með sérstakan tilgang. Eftirfarandi er dæmi um nokkra staði.

  • Turing isle, hér er hægt að kaupa hunda og þjálfa þá.
  • Back to basics, staður fyrir nýja Second Life notendur til að læra grunnatriðin.
  • Dublin, eftirlíking af miðbæ Dublin á Írlandi.
  • Dance Island, staðurinn til að fara að dansa.
  • RMS Titanic, kíktu í borð um Titanic.

Það er hægt að finna þessa staði og marga aðra hér

Heimurinn

breyta

Mörg fyrirtæki sjá tækifæri í þessum sýndarheim og fjárfesta í landi og hlutum þar. Hér má sjá dæmi um nokkur fyrirtæki.

Menntun

breyta

Það eru yfir 200 skólar sem nýta sér Second Life til kennslu. Það er vinsælt fyrir fjarkennslu þar sem þetta er visual og skemmtilegt form á kennslu.


Heimildir

breyta

http://secondlife.com/

http://en.wikipedia.org/wiki/Second_Life

http://campustechnology.com/articles/2009/02/18/real-life-teaching-in-a-virtual-world.aspx

http://terranova.blogs.com/terra_nova/2007/05/teaching_in_sec.html

http://www.ascilite.org.au/conferences/singapore07/procs/lim.pdf

http://www.simteach.com/wiki/index.php?title=Second_Life_Education_Wiki