Hvað er Picasa?

breyta

Picasa er frítt ljósmyndaforrit frá Google. Með forritinu er hægt að halda utan um inntöku mynda af myndavél yfir á tölvu, skipuleggja myndasafnið sitt, leita í því, breyta myndum og deila með öðrum. Forritið leitar jafnvel sjálfkrafa að myndum og raðar þeim í albúm eftir dagsetningum. Alltaf er þó hægt að færa til, breyta og eyða albúmum. Auk þess er hægt að merkja myndir þannig að enn auðveldara sé að leita með innbyggðri leitarvél forritsins.

Í Picasa eru flestar algengar aðgerðir mjög einfaldar. T.d. er á sáraeinfaldan hátt hægt að fjarlægja rauð augu af mynd, klippa hana til, breyta litum og/eða birtu og deila henni svo með öðrum, hvort sem er með tölvupósti, á myndavefsíðu (sem notendur fá ókeypis) eða með því að birta myndirnar á bloggi (allt gert beint í gegnum Picasa).

Picasa var upphaflega þróað af Idealab en var keypt af Google árið 2004 , Picasa er mjög sniðugt fyrir þá sem vilja hafa auðvelt aðgengi að myndunum sínum og geta gert lítilsháttar breytingar á þeim , forritið hentar ekki vel undir mikla myndvinnslu en það er auðvelt með picasa að hafa skipulag á myndunum sínum.

Hverjir geta notað Picasa?

breyta

Allir ættu að geta notað forritið. Auðvelt er að komast af stað og ekki tekur langan tíma að læra á helstu aðgerðir. Viðmótið er þægilegt en auk þess er til gríðarlegt magn upplýsinga til leiðbeiningar.

Picasa hentar fyrir flest stýrikerfi ,þ.e Windows , Mac og linux

Hvernig byrja ég?

breyta

Þú ferð á picasa.google.com og velur Download Picasa efst í hægra horninu. Forritið er í boði á fjölmörgum tungumálum, m.a. íslensku.


Þegar að uppsetningu er lokið og forritið er ræst í fyrsta sinn , þá er hægt að láta forritið leita að myndum í tölvunni annað hvort í allri tölvunni eða bara í ákveðnum möppum. Þá skannar forritið tölvuna eftir myndum og hægt að er að skoða þær í picasa , picasa flokkar svo möppurnar / myndirnar í tímaröð.

Hvaða möguleikar eru í boði innan Picasa?

breyta

Ansi margt er í boði innan forritsins. Hægt er að taka myndir inn á tölvuna af myndavél en auk þess getur forritið farið sjálfkrafa í gegnum tölvuna, harða diska eða bara ákveðnar möppur og fundið allar myndir. Það sér svo um að raða myndunum í möppur eftir því hvenær þær voru teknar. Alltaf er þó hægt að breyta þessari röðun, bæði með því að færa myndir milli mappa og bæta við/eyða möppum.

Hægt er að vinna með myndirnar, fjarlægja rauð augu, breyta litum, lýsingu, skerpu, bæta inn texta, rétta skakkar myndir af og fleira. Hægt er að setja skýringu sem fylgir hverri mynd en auk þess er hægt að velja fólk á myndum og bæta á myndina svokölluðum merkimiða (e. ‘tag’) sem fylgir henni en sést þó ekki. Þessir merkimiðar gera forritinu kleift að leita enn betur í myndunum. Notirðu t.d. leitarvél forritsins til að leita að ‘Erla’, finnur það allar myndir sem hafa merkimiðann ‘Erla’, hafa ‘Erla’ í skýringunni eða eru í albúmi sem inniheldur orðið ‘Erla’. Þetta getur auðveldað alla myndaumsýslu gríðarlega.


Hægt er að skoða myndir, búa til myndasýningar, skjáhvílur og bakgrunna og panta útprentaðar myndir. Hægt er að breyta stærðum mynda eftir hentisemi , brenna þær á disk, prenta út, senda í tölvupósti, senda beint á myndavefsíðu (sem notendum býðst ókeypis), setja beint í myndaalbúm á Facebook eða senda beint á bloggið sitt.

Einnig er hægt að bæta ‘geo-tag’ inn á mynd, en þá merkir maður hvar hún var tekin. Þá er hægt að velja eftir stöðum og einnig hægt að sjá þær á korti í gegnum Google Maps og Google Earth

Hægt er að leita að myndum eftir litum og einnig getur forritið farið í gegnum allar (eða valdar) myndir og fundið þær sem innihalda sama andlitið. Hægt er að ‘stjörnumerkja’ myndir sem eru í sérstöku uppáhaldi og þá alltaf hægt að kalla þær fram sem eina heild.


Hægt er að gera ýmisar breytingar á myndunum , s.s. eins og að breyta lýsingu , skerpu og fleira til að myndin líti sem best út , einnig býður forritið upp á möguleika sem kallast " i'm feeling lucky" en þá breytir forritið myndinni eins og það telur vera best.

Þegar að breytingar eru gerðar á mynd þá breytir Picasa ekki upphaflegu myndinni heldur vistar breyttu myndina og heldur upphaflegu myndinni alveg óbreyttri þannig að alltaf er hægt að skoða upphaflegu myndina og byrja uppá nýtt á breytingum kjósa menn svo.

Hvernig er hægt að nota Picasa í kennslu?

breyta

Auðvitað liggur beint við að nota forritið í kennslu í ljósmyndun fyrir byrjendur. Það er ókeypis, opið öllum, auðvelt að læra á það og tilvalið til að byrja að fikta við ljósmyndavinnslu og –umsýslu, þó kannski verði þörf á flóknari forritum síðar meir.

Gott gæti verið að nota forritið til að setja saman ýmiss konar kynningar eða framsetningar á verkefnum. T.d. er hægt að setja saman myndasýningu, veggspjald, myndasafn eða myndband. Síðan er hægt að prenta það út, vinna frekar með það í tölvu, senda á netið á vefsíðu sem notendur fá ókeypis (hægt er að læsa öllum albúmum þar, þannig að það sé einungis opið þeim, sem fá boð í tölvupósti frá notandanum), birta á bloggi eða senda í tölvupósti.

Í landafræði væri hægt að notast við forritið til að skoða myndir frá hinum og þessum stöðum, merkja það svo með stöðum og skoða á korti og í gegnum Google Earth.

Í nýjustu útgáfu forritsins er bæði hægt að leita eftir litum og andlitum. Mér dettur í hug að hægt væri að vota litaleitina í hvers kyns lista- og hönnunarkennslu. Láta Picasa sjá um að finna myndir sem innihalda ákveðna liti og vinna svo með þær myndir á einhvern hátt. Andlitsleitina gæti verið hægt að nota í líffræði- og erfðafræði. T.d. hafa margir lent í því að forritið finnur andlit systkina og telur þau vera sömu manneskjuna, þó svo mannsauganu finnist þau ekki ‘alveg eins’. Þá væri hægt að velta fyrir sér erfðum og útliti, hvað það er sem ‘tölvan sér’ en við ekki (eða tökum allavega oftast ekki eftir). Hvort andlitslag, beinabygging eða annað geti verið lík?

Einhvers staðar sá ég uppástungu um að blanda sögukennslu, listnámi og myndvinnslu saman. Leyfa nemendum/nemendahópum að velja ákveðið tímabil, búa til bakgrunn við hæfi (t.d. mála eða teikna), búninga (búa til eða finna) sem henta tímabilinu, taka svo myndir af sér í búningunum með bakgrunninn. Laga myndirnar til, ef þyrfti, setja upp í myndasýningu og svo myndi hver hópur kynna sitt tímabil þegar myndin þeirra kæmi í sýningunni.

Önnur (og kannski fljótlegri) útgáfu með sögukennslunni væri að nemendur kynntu sér hver sitt tímabil og leituðu á netinu að myndum frá sínu tímabili. Þeir tækju svo myndirnar inn í Picasa og löguðu til og merktu með tíma og stað. Því næst væri Picasa látið raða myndunum í tímaröð, myndasýning væri haldin og hver nemandi kynnti sitt tímabil og/eða mynd stuttlega. Þá væri einnig hægt að skoða staðsetninguna á Google Maps og/eða Google Earth inn á milli til að átta sig betur á staðsetningum o.s.frv.


Picasa gæti verið sniðugt í grunnáfanga í grafískri hönnun þar sem að menn eru að fá tilfinningu fyrir þvi hvernig hægt að breyta lýsingu , skerpu og þessum helstu atriðum , einnig er hægt að nota "crop" til þess að skera hluta af myndinni eða breyta hlutföllum.