Hvað er Photopea?

breyta

Photopea er frítt myndvinnsluforrit á netinu. Viðmótið er byggt á Photoshop, og styður forritið allar helstu aðgerðir Photoshop eins og lag-kerfi (e. layers) og alls konar mynda aðlaganir.

Að nota Photopea

breyta

Nýtt verkefni

breyta

Þegar forritinu er hlaðað upp fær notandi val um að hefja nýtt verkefni. Hægt er að setja upp tómt verkefni en forritið býður notendum einnig uppá að velja frá fjölmörgum tilbúnum sniðmátum.

Hlaða upp verkefni

breyta

Photopea býður einnig uppá að hlaða verkefnum upp frá tölvunni. Forritið styður öll helstu skráarsnið eins og JPG, PNG, SVG, GIF og PDF. Photopea styður líka PSD skráarsniðið, sem gerir notendum auðvelt fyrir að flytja inn Photoshop verkefni.

Vista verkefni

breyta

Að vista verkefni er einfalt. Smellt er á File hnappinn, þar sem notandi hefur val um að vista verkefnið í PSD sniði. Einnig er hægt að flytja verkefnið út í því skráarsniði sem hentar, þegar valið er "Export as" koma upp nokkrir valmöguleikar um skráarsnið, en ef farið er með músina yfir "More" koma upp en fleiri möguleikar eins og WEBP, BMP og TIFF.

Notkun Photopea í kennslu

breyta

Photopea er frábært tól til þess að kenna nemendum að nota myndvinnsluhugbúnað. Forritið er frítt og ekki er þörf á neinni uppsetningu, sem gerir það frábæran kost fyrir nemendur. Photopea er einnig góð leið til þess að kenna nemendum á Photoshop (sem er mikið notað í atvinnuheiminum), sökum þess hversu lík forritin eru.

Ekki þörf á nettengingu

breyta

Þar sem að Photopea er svokallað Progressive Web App (PWA), er hægt að niðurhala forritinu af vefnum og nota það sem staðbundið forrit. Sem dæmi í vafranum Safari er hægt að ýta á "Export" hnappinn og velja svo "Add to homescreen". Þegar búið er að niðurhala forritinu er hægt að nota það án þess að vera með nettengingu.