Upplýsingatækni/Minecraft

Hvað er Minecraft? breyta

Minecraft er sandkassaleikur eða opinn leikheimur þar sem það er ekkert sérstakt markmið sem spilari á að stefna að en þó er innbyggt í leikinn hvatakerfi. Spilarinn vinnur innan sérsmíðaðra þrívíddarheima sem eru skapaðir úr miklum fjölda af mynstruðum kubbum. Mynstrin tákna mismunandi efni svo sem mold, steina, járn, demanta, vatn og trjáboli. Spilarar geta safnað þessum efnisblokkum og fært þá á aðra staði og búið þannig til mismunandi hluti.

Hvernig skal nálgast Minecraft? breyta

Það fyrsta sem maður þarf að gera er að búa sér til Minecraft aðgang, hann kostar um 3200 kr. Það þarf aðeins að búa sér til aðgang einu sinni og getur þá skráð sig inn í Minecraft hvar sem er.
Auðveldast er að fara á þessa slóð og fylgja skrefunum til að búa til aðgang: https://my.minecraft.net/en-us/store/minecraft/#register
Síðan getur maður sótt Minecraft á öll helstu stýrikerfi hér: https://minecraft.net/en-us/download/

Hvernig nýtist Minecraft í kennslu? breyta

Sköpun breyta

Minecraft gefur nemendum frelsi til þess að skapa þann heim sem þeim sýnist á þann hátt sem ekki er mögulegt í hinum raunverulega heimi.

Lausnaleit breyta

Það eru mikið af verkefnum sem nemendur þurfa að leysa og hvetur leikurinn til gagnrýnnar hugsunar.

Samskipti breyta

Leikurinn hjálpar einnig nemendum að æfa samskipti vegna þess að nemendur treysta á aðra nemendur til að komast af og fá hjálp við ýmsa hluti. Þegar nemendur vinna saman skapar það jákvætt andrúmsloft í skólastofunni og kennir ávinninginn af samvinnu. Leikurinn gerir oft hópavinnu eðlilegri heldur en til dæmis að setja nemendur saman í hópa og geta oft nemendur sem að semur ekki vel í hinum raunverulega orðið miklir bandamenn í Minecraft heiminum.