Hvað er Last.fm?

breyta

Last.fm er tónlistarsíða, [1]. Þar er hægt að hlusta á tónlist og horfa á tónlistarmyndbönd. Hægt er að fylla inn upplýsingar um uppáhaldstónlistina sína og þá mælir Last.fm með svipaðri tónlist fyrir notandann. Það er einnig hægt að fylgjast með hvaða tónlistarviðburðir eru á döfinni á næstunni og hvar þeir verða, skrifa á spjallþræði um tónlist og fylgjast með vinsældarlistum. Eftir að notandi hefur skráð sig getur hann hlustað ókeypis á 30 lög. Eftir að þau eru búin þarf að greiða $3 (US dollara) á mánuði til að geta hlustað á ótakmarkað magn af tónlist.

Nýr notandi að Last.fm

breyta

Það þarf að byrja á því að skrá sig sem notanda. Það er gert með því að ýta á hnapp efst í hægra horninu sem heitir „Join“. Þar þarf að fylla inn upplýsingar um notendanafn og póstfang. Til þess að skráningin geti talist gild þarf að opna skilaboð sem eru send í póstfang viðkomandi notanda og ýta á hlekkinn sem birtist í póstinum. Eftir að notandi hefur skráð sig er hægt að fylla inn upplýsingar um uppáhaldstónlistarmennina sína.

Notkun síðu

breyta

Undir flipanum „Music“ er hægt að leita að tónlist. Annaðhvort með því að skrifa nafn viðkomandi tónlistarmanns eða hljómsveitar í leitargluggann efst eða með því að velja tónlistarstefnu til vinstri.

Undir „Radio“ er hægt að velja sér útvarpsstöð til að hlusta á. Útvarpsstöðvarnar eru settar saman út frá tónlistarmanni eða hljómsveit sem notandi velur. Lögin sem stöðin spilar eru frá svipuðum listamönnum og notandinn valdi. Þannig mælir síðan með ákveðinni tónlist fyrir notendur sína út frá því hvað þeir vilja hlusta á.

Event“ flipinn sýnir alla þá tónlistarviðburði sem eiga sér stað í grennd við þar sem notandi býr. Hægt er að breyta um staðsetningu og skoða þannig hvaða tónlistarviðburðir eru á döfinni annars staðar í heiminum með því að ýta á hnappinn „Change location“. Það er til dæmis sniðugt ef verið er að fara í ferðalag á næstunni. Þá er hægt að sjá hvort það séu spennandi tónleikar á meðan dvölinni stendur.

Videos“ flipinn sýnir tónlistarmyndbönd. Annaðhvort er hægt að leita að ákveðnu myndbandi með því að skrifa í leitargluggann efst í hægra horninu eða með því að fletta í gegnum tónlistarstefnurnar sem eru sýndar hægra megin á síðunni.

Undir „Charts“ er hægt að skoða vinsældarlista. Listarnir eru flokkaðir eftir viku. Þar er bæði hægt að sjá vinsælustu lögin og hvaða listamenn eru vinsælastir í hvaða viku fyrir sig.

Flipinn „Community“ er fyrir þá sem vilja leita að öðrum notendum eða sækja sér önnur forrit sem hægt er að nota í gengum síðuna. Þar er til dæmis hægt að sækja forritið „The Scrobbler“. Það forrit setur sjálfkrafa tónlist sem notandinn hefur verið að hlusta á síðunni yfir á tónlistarforrit á tölvu viðkomandi.

Notkunarmöguleikar í námi og kennslu

breyta

Hægt er að nota vefinn til að leyfa nemendum að fræðast um mismunandi tónlistarstefnur og sjá hvernig listamenn tengjast saman. Einnig er hægt að búa til umræðuþræði og fá nemendur til að taka þátt í umræðum um tónlist.