Upplýsingatækni/Hot Potatoes
Hvað er Hot Potatoes
breytaHot Potatoes samanstendur af sex forritum eða hlutum. Þau eru:
- JQuiz sem nota nota má til að búa til krossapróf og spurningar með stuttum svörum sem notandinn svarar skriflega.
- JMix þar sem orðum er raðað í setningar m.ö.o orðaröð er ruglað.
- JCross þar sem hægt er að búa til krossgátur.
- JMatch sem eru pörunarverkefni .
- JCloze sem er notað til þess að búa til eyðufyllingarverkefni.
- The Masher, en með því er hægt að sameina verkefni úr áður nefndum möguleikum í eina heild.
Hvernig má nýta Hot Potatoes í námi og kennslu
breytaHot Potatoes er einfalt og þægilegt forrit til að búa til gagnvirkt efni og próf og fæst ókeypis á netinu. Kennarinn býr til verkefni í einhverjum af ofangreindum forritum og forritið sér svo um að búa til vefsíðu sem er tilbúin strax til notkunar. Aðalkostur við Hot Potatoes er hversu einfalt það er í notkun og hversu auðvelt er að læra á það. Kennslan verður fjölbreyttari og nemendum finnst gaman að vinna gagnvirkt efni á netinu þar sem niðurstaðan úr verkefnunum fæst um leið.
Hvað þarf ég til að geta notað Hot Potatoes
breytaTil að geta notað Windows útgáfuna af forritinu þá þarf að hafa:
- Windows 98, ME, NT4, 2000, XP, Vista eða Windows 7.
- Web browser (Firefox, Safari, Opera, Internet Explorer 6+, Netscape 7+, Mozilla 1.4+). Athugið, til að geta notað Internet Explorer þarf að hafa útgáfu 6 eða nýrri!
- Hvað þarf til að miðla gögnunum.
- Aðgang að Web server ef þú vilt miðla eða setja verkefnin á internetið eða
- Hotpotatoes.net „hosting service“ (http://www.hotpotatoes.net) . Þess ber fyrst að geta að þetta er ekki ókeypis þjónusta. Til þess að nota þessa þjónustu þarf aðgang (account) að hotpotatoes.net server en með honum hefur þú aðgang til að hlaða verkefnum beint á serverinn og nemendur skrá sig þá inn til að vinna verkefnin (login). Árangur eða niðurstaða er skráð og þú getur alltaf fengið þær upplýsingar með því að fara á „login“ síðuna, http://www.hotpotatoes.net/login.htm en sú síða er bæði „login“ síða fyrir kennara og nemendur. Þú getur fengið „demo“ aðgang til prufu í nokkra daga en annars þarf að kaupa aðgang. Upplýsingar um verð færð þú á http://www.cict.co.uk/software/hotpotatoes.net/pricing.htm
Til að vinna verkefnin þá þurfa nemendur eingöngu browser (Firefox, Safari, Opera, Internet Explorer 6+, Netscape 7+, Mozilla 1.4+). Þeir þurfa ekki Hot Potatoes sjálfir. Þeir nemendur sem nota Mac geta unnið verkefnin með því að nota Opera, Firefox eða Safari.
Hvar næ ég í Hot Potatoes
breytaHot Potatoes er ókeypis forrit á netinu. Upplýsingar um forritið getur Þú fengið á síðunni Half-Baked Software Home Page, http://hotpot.uvic.ca/ og þaðan getur þú downloadað forritinu niður á eigin tölvu. Nýjasta útgáfa er 6.3.
Skrá forritið
breytaEftir að þú hefur sett upp Hot Potatoes þá þarf að skrá það (registration). Þetta þarf einungis að gera einu sinni. Þú velur „Help“ og „Register“ og slærð inn notendanafn (user name).
JQuiz
breytaÍ JQuiz er hægt að búa til krossapróf, spurningar með mörgum valmöguleikum eða stuttum svörum sem notandinn svarar skriflega.
Ef þú vilt þýða hjálpartexta og fyrirmæli með verkefninu velur þú „Option“ og „Configure output“. Það er ekki nauðsynlegt, en æskilegt að þýða texta. Næsta skref er að slá inn krossaprófið. Við látum krossaprófið heita „Hvað veistu um Hot Potatoes“ og skrifum það í Title. Fyrsta spurning er merkt Q1. Því næst setur þú inn fyrstu spurninguna t.d. „Hvað eru margir hlutir eða forrit í Hot Potatoes?“ . Þú velur „multiple choice“ því ætlunin er að hafa þetta krossapróf með mörgum valmöguleikum. Það væri líka hægt að velja „short-answer“, „Hybrid“ eða „multi-select“. Því næst eru settir inn valmöguleikarnir í A, B, C og D og hvort þeir eru réttir eða rangir með því að skrifa „rétt svar“ eða „rangt“. Við rétta svarið hakar þú við correct. Nú er fyrsta spurning komin inn. Til að setja næstu spurningu velur þú Q2 og heldur áfram koll af kolli uns allar spurningar hafa verið settar inn.
Þá er komið að því að vista prófið með því að velja diskettutáknið „Save“ eða með því að velja „File“ og „Save“ og velja krossaprófinu nafn (.jqz). Til að setja krossaprófið á vefinn þá velur þú „File“ , „Create Web page“ og „Standard Format“. Þú gefur vefsíðunni nafn (.htm), ágætt að hafa sama nafn og (.jqz) skráin. Þá kemur upp gluggi þar sem þú ert spurður hvort þú viljir „View the exercise in my browser“, „Upload the file to the hotpotatoes.net Website“ eða „Nothing“. Til að skoða prófið í vafranum þínum velur þú fyrsta möguleikann. Þá sérðu hvernig prófið mun líta út.
Vefsíðurnar eru gagnvirkar sem þýðir að nemendur geta svarað spurningunum og fengið strax að vita hvort svörin eru rétt eða röng. Það er hins vegar ekki haldið utan um árangur nemenda nema þegar Hot Potatoes er tengt gagnagrunni t.d. Hotpotatoes.net.
JCross
breytaÍ JCross er hægt að búa til krossgátur.
Ef þú vilt þýða hjálpartexta og fyrirmæli með verkefninu velur þú „Option“ og „Configure output“. Það er ekki nauðsynlegt, en æskilegt að þýða texta. Í reitinn „Title“ er skrifað nafn eða titill krossgátunnar. Það þarf ekki að hafa áhyggjur af því hvernig orðin skiptast á milli línanna. Titillinn birtist rétt á vefsíðunni. Hægt er að setja inn krossgátuna á tvo vegu, annars vegar með því að slá inn einn staf í hvern reit eða hins vegar með því að láta forritið sjálft gera krossgátuna. Ef hið síðarnefnda er valið þá þarf að velja „Manage Grid“ og „Automatic Grid-Maker“. Þá færðu upp glugga þar sem þú ert beðinn um að slá inn orðin sem eiga að mynda krossgátuna, eitt orð í hverja línu. „Maximum grid size“ getur þú breytt eftir því hvað lengsta orðið er margir stafir. Því næst velur þú „Make the grid“ til þess að láta forritið gera krossgátuna. Til þess að gera vísbendingar fyrir hvert orð í krossgátunni velur þú „Add Clues“. Smellt er á það orð sem skrifa á vísbendingu fyrir og vísbendingin skrifuð. Til að staðfesta innslátt hverrar vísbendingar er valið „OK“. Skrifa þarf vísbendingar fyrir öll orðin, bæði þau sem eru lárétt og einnig þau sem eru lóðrétt. Þegar allar vísbendingar hafa verið slegnar inn er ýtt á „OK“ hnappinn neðst fyrir miðju.
Til að vista krossgátuna velur þú diskettutáknið „Save“ eða ferð í „File“ og „Save. Krossgátuprófið fær nafnið (.jcw). Til þess að búa til vefsíðu velur þú „File“, „Create Web page“ og „Standard Format“. Þú gefur vefsíðunni nafn (.htm), ágætt að hafa sama nafn og (.jcw) skráin. Þá kemur upp gluggi þar sem þú ert spurður hvort þú viljir „View the exercise in my browser“, „Upload the file to the hotpotatoes.net Website“ eða „Nothing“. Til að skoða prófið í vafranum þínum velur þú fyrsta möguleikann. Þá sérðu hvernig krossgátan mun líta út.
JCloze
breytaÍ JClose er hægt að gera eyðufyllingarverkefni.
Ef þú vilt þýða hjálpartexta og fyrirmæli með verkefninu velur þú „Option“ og „Configure output“. Það er ekki nauðsynlegt, en æskilegt að þýða texta. Í reitinn „Title“ er skrifað heiti verkefnisins. Textinn sem á að vinna með er skrifaður í gluggann fyrir neðan „Title“. Best er að skrifa fyrst inn allan textann. Síðan eru orðin eða orðið sem gera á ósýnileg merkt og smellt á „Gap“. Þá kemur upp gluggi þar sem þú getur skrifað vísbendingu „Clue“ fyrir orðið. Í línurnar fyrir neðan „Alternate correct answers“ getur þú skrifað önnur orð sem eru jafngild orðinu þ.e. samheiti. Þetta getur stundum verið gott en er ekki nauðsynlegt. Þú velur svo „OK“ til að staðfesta. Þú getur eytt eyðu með því að velja „Delete Gap“. Ef þú vilt eyða öllum eyðunum velur þú „Clear Gaps“. Með því að velja „Auto-Gap“ getur þú látið forritið velja sjálft þau orð sem gera á ósýnileg. Með því að velja „Show Words“ er hægt að opna glugga þar sem hægt er að fletta á milli orðanna.
Til að vista verkefnið velur þú diskettutáknið „Save“ eða ferð í „File“ og „Save“. Eyðufyllingarverkefnið fær nafnið (.jcl). Til þess að búa til vefsíðu velur þú „File“, „Create Web page“ og „Standard Format“. Þú gefur vefsíðunni nafn (.htm), ágætt að hafa sama nafn og (.jcl) skráin. Þá kemur upp gluggi þar sem þú ert spurður hvort þú viljir „View the exercise in my browser“, „Upload the file to the hotpotatoes.net Website“ eða „Nothing“. Til að skoða verkefnið í vafranum þínum velur þú fyrsta möguleikann. Þá sérðu hvernig verkefnið mun líta út.
JMatch
breytaÍ JMatch er hægt að búa til pörunarverkefni.
Ef þú vilt þýða hjálpartexta og fyrirmæli með verkefninu velur þú „Option“ og „Configure output“. Það er ekki nauðsynlegt, en æskilegt að þýða texta. Í reitinn „Title“ er skrifað nafn pörunarverkefnisins. Í reitina“Left ordered items“ og right jumbled itmens“ eru skrifuð orðin sem á að para saman og í sömu línu.
Til að vista verkefnið velur þú diskettutáknið „Save“ eða ferð í „File“ og „Save“. Pörunarverkefnið fær nafnið (.jmt). Til þess að búa til vefsíðu velur þú „File“, „Create Web page“ og „Standard Format“. Þú gefur vefsíðunni nafn (.htm), ágætt að hafa sama nafn og (.jmt) skráin. Þá kemur upp gluggi þar sem þú ert spurður hvort þú viljir „View the exercise in my browser“, „Upload the file to the hotpotatoes.net Website“ eða „Nothing“. Til að skoða verkefnið í vafranum þínum velur þú fyrsta möguleikann. Þá sérðu hvernig verkefnið mun líta út.
JMix
breytaÍ JMix er orðaröð ruglað og nemandi þarf að raða orðunum saman í rétta setningu.
Ef þú vilt þýða hjálpartexta og fyrirmæli með verkefninu velur þú „Option“ og „Configure output“. Það er ekki nauðsynlegt, en æskilegt að þýða texta. Í reitinn „Title“ er skrifað heiti verkefnisins.Í „Main sentence“ eru orðin sem eiga að mynda setninguna skrifuð, eitt og eitt í hverja línu. Í Alternate sentences eru setningar sem orðin mynda skrifaðar.
Til að vista verkefnið velur þú diskettutáknið „Save“ eða ferð í „File“ og „Save“. Orðaverkefnið fær nafnið (.jmx). Til þess að búa til vefsíðu velur þú „File“, „Create Web page“ og „Standard Format“. Þú gefur vefsíðunni nafn (.htm), ágætt að hafa sama nafn og (.jmx) skráin. Þá kemur upp gluggi þar sem þú ert spurður hvort þú viljir „View the exercise in my browser“, „Upload the file to the hotpotatoes.net Website“ eða „Nothing“. Til að skoða verkefnið í vafranum þínum velur þú fyrsta möguleikann. Þá sérðu hvernig verkefnið mun líta út.
The Masher
breytaMeð The Masher er hægt að sameina verkefni úr áður nefndum möguleikum í eina heild.
The Masher er verkfæri þar sem þú getur haldið utan um margar tegundir af verkefnum á einum stað. Ímyndum okkur að þú hafir nokkur verkefni sem öll eru unnin í Hot Potatoes. Þú vilt búa til HTML skrá fyrir öll verkefnin með sama útliti og þú vilt tvinna verkefnin saman þannig að eitt verkefni taki við af öðru. The Masher gerir þetta fyrir þig á auðveldan hátt. Það sem Masher gerir er að þýða saman mörg verkefni í eitt þannig að þegar nemandinn hefur lokið einu verkefni þá er URL fyrir næsta verkefni tilbúið og nemandinn getur haldið áfram við næsta verkefni og svo koll af kolli. Masher er hannað til þess að hjálpa þér að stjórna þessu.