Upplýsingatækni/Google wave
Hvað er Google Wave?
Google Wave er glænýtt forrit sem hægt er að nýta til samskipta við aðra og samvinnu. Forritið er hægt að nýta bæði félagslega og faglega, hvort sem það er vinna eða skóli. Á Google Wave er hægt að vinna verkefni saman í einu skjali, skipuleggja ferðalag eða einfaldlega miðla skemmtilegum upplýsingum á milli margra einstaklinga í einu, sama hvar maður er staddur í heiminum.
Munurinn á e-mail og bylgju (wave) er að í e-maili fá allir afrit af skjalinu en í bylgju ertu með geymt samtal eða skjal sem allir geta unnið í, hvort sem er á sama tíma eða ekki. Ef þú skráir þig út og svo inn aftur einhverju seinna poppar upp allt það sem hefur verið gert í skjalinu á meðan þú varst í burtu þannig þú getir skoðað það.
Í Google Wave er einungis EITT skjal og ALLIR geta lagt sitt fram í þetta eina skjal.
Frábært og mikil breyting frá e-maili!
Hvað þarftu að gera til að fá Google Wave?
Þú þarft að vera með Gmail. Ef þú ert ekki með Gmail er hægt að stofna hann inn á þessari síðu:
http://www.google.com/accounts
Þú þarft síðan að fá boð (invite) frá einhverjum sem á boð inni frá Google Wave til að bjóða þér að verða meðlimur. Það er sent til þín í tölvupósti.
Þú samþykkir það og þá geturu byrjað.
Hvernig virkar Google Wave?
Gott er að horfa á þetta kynningarmyndband.
Þetta er tæplega 8 mínútna langt myndband sem fer yfir það helsta um Google Wave:
http://www.youtube.com/watch?v=p6pgxLaDdQw&NR=1
Að bæta við tengiliðum (Add a contact)
Þú ferð inn á Google Wave reikninginn þinn, niður í vinstra hornið þar sem stendur CONTACTS, ýtir á + merkið og skrifar niður Gmail þess sem þú vilt bæta við tengiliði þína. Þegar þú hefur fundið hann ýtir þú á hnappinn sem kemur neðst í leitarhólfinu og viðurkennir þannig nýjasta tengiliðinn þinn á Google Wave.
Að byrja nýja bylgju (Start a new wave)
Þú ferð efst upp í vinstra hornið, finnur lítinn takka sem stendur á NEW WAVE, ýtir á hann og þá poppar upp nýr gluggi hægra megin á skjánum. Efst upp í glugganum hægra megin getur þú svo bætt við tengiliðum sem þú vilt að séu með í samtalinu eða verkefninu. Þú ýtir á þá tengiliði sem við á og þá eru þeir orðnir hluti af samtalinu eða verkefninu. Hægra megin á skjánum sérðu svo allt samtalið, bæði á meðan þú ert beinlínutengdur eða þegar þú tengir þig aftur inn eftir að hafa verið fjarverandi.
Hvert getur maður leitað ef í vandræðum?
Það er hægt að finna leiðbeiningar í sambandi við nánast allt varðandi Google Wave á:
Þegar þú kemur inn á Youtube síðuna, sérðu efst reit sem stendur á SEARCH. Þú ýtir á tóma reitinn við hliðina á því þar sem stendur search og skrifar inn það sem þú átt í vandræðum með. T.d:
Google Wave – Add a contact og ýtir svo á enter
eða:
Google Wave - google wave how to invite
Bara muna að skrifa alltaf Google Wave á undan, sem og að skrifa allt á ensku.
Notkunarmöguleikar í námi og kennslu
Google Wave er frábært forrit fyrir nemendur til að vinna verkefni saman í gegnum tölvuna. Þetta forrit er að vissu leyti bylting í því. Það hefur verið hægt að nota MSN, Skype og fleiri samskiptaforrit á netinu til þess að vinna verkefni en Google Wave sameinar helstu kosti þessara forrita til að vinna verkefni saman. Það er bæði hægt að vera á sama tíma allir saman að vinna, en einnig er hægt að vinna í sitthvoru lagi á sitthvorum tímanum því það geta allir séð í skjalinu hver breytti því og hvernig.
Kennari getur einnig nýtt sér þetta forrit við kennslu, t.d með því að tvinna saman verkefnavinnu í tíma og það að nota Google Wave til þess. Einnig getur kennari búið til hóp á Google Wave, sent á nemendur sína verkefni eða umræðu og fylgst með verkefnavinnunni sjálfri eða umræðunni í gegnum Google Wave skjalið.
Það væri einnig hægt að hafa viðtalstíma kennara inn á Google Wave, sem sagt kennari er við á einhverjum ákveðnum tíma dags á Google Wave þar sem nemendur geta rætt við hann.
--157.157.195.6 13. desember 2009 kl. 14:14 (UTC)Sandra Ósk Jóhannsdóttir - 13.12.2009