Upplýsingatækni/Google earth

Hvar finn ég Google Earth?

breyta

Þú finnur Google Earth á vefslóðinni: http://earth.google.com/


Hvað er Google Earth?

breyta

Google Earth er hugbúnaður sem byggir á gervihnattamyndum, kortaupplýsingum og Google leitarvél. Um er að ræða þrívíddarumhverfi (3D), í flestum tilvikum, sem gefur notendum kost á að ferðast um heiminn (með því að sitja alltaf á sama staðnum) og skoða merka staði, jörðina eins og hún lítur raunverulega út, safna upplýsingum og það sem meira er taka þátt í að koma nýrri þekkingu á framfæri. Hægt er að þysja (zoom) gervihnattamyndum inn og út í mismunandi hárri upplausn af hvaða stað sem er í heiminum. Hægt er að fá ókeypis útgáfu af forritinu og það má nálgast í öllum tölvum sem keyra nýjustu Windows stýrikerfin, Linux og Mac OS X.


Hvað býður Google Earth uppá?

breyta

Þegar þú opnar Google Earth í tölvunni þinni birtist þér mynd af jörðinni. Í efra hægra horni loftmyndarinnar eru stjórntakkar sem bjóða upp á að þysja myndina, breyta sjónarhorninu og snúa myndinni. Vinstra megin loftmyndarinnar birtast þrír helstu fliparnir sem þú notast við en þeir eru search, places og layers.

  • Search: Fyrir leitaraðgerðir.
  • Places: Hér birtast staðirnir sem koma út úr leitarniðurstöðum.
  • Layers: Hér er hægt að haka við þær upplýsingar sem þú vilt að birtist á því svæði sem skoðað er.


Aðgerðir með search:

Í flipana Fly to, Find businesses eða Directions skrifar þú þau örnefni af tilteknum stöðum á jörðinni sem þú vilt skoða.


Dæmi um leitaraðgerðir:

Í Fly to skrifar þú niður þann stað sem þú vilt „fljúga til“, t.d. London og þá staðnæmist flug þitt í miðborg Lundúna.

Í Find Businesses getur þú valið t.d. pizza í efri leitargluggann og Reykjavík í neðri leitargluggan og þá færð þú uppgefna fjölmarga pizzastaði í Reykjavík.

Í Directions velur þú þann stað sem þú vilt ferðast frá og til þess staðar sem þú vilt enda á, t.d. þegar þarf að finna ökuleið frá einum stað til annars. Þessi eiginleiki virkar einungis á stærri og þekktari svæðum.


Valmöguleikar layers:


Geographic Web
  • Panoramio birtir litla bláa kassa sem sýna ljósmynd sem er tekin á tilteknum stað.
  • Wikipedia birtir wikipedia merki sem inniheldur fróðleiksmola um tiltekið svæða.
Road
  • Merkir inn vegi með gulum línum og vegnúmer.
3D Buildings
  • Sýnir þrívíddarlíkön af stórum mannvirkjum.
Street View
  • Birtir litla táknmynd af myndavél sem hægt er að tvíklikka á til að stjórna 360° ljósmynd sem tekin er á tilteknum stað.
  • Þessi eiginleiki er til staðar í nokkrum löndum Evrópu, N-Ameríku, Ástralíu og Japan.
Borders and Labels
  • Sýnir landamæri með gulum línum og fylkjamörk með ljósum línum.
Traffic
  • Sýnir umferðaröngþveiti með grænum, gulum eða rauðum punktum allt eftir umferðarþunga.
Weather
  • Birtir skýjahulu yfir jörðinni, rigningarsvæði með grænum lit og hitastig á ýmsum svæðum.
Gallery og Ocean
  • Birtir margar táknmyndir sem innihalda athyglisverðar upplýsingar s.s. Youtube linka, sjávarmyndir og hágæða panoramamyndir.
Places of Interest
  • Sem dæmi má nefna banka, verslanir, veitingastaði, skóla, hótel, flugvelli, sjúkrahús o.fl.
Terrain
  • Sýnir landslag í þrívíddarform.

Aðrir eiginleikar

breyta

Til að velja aðra áhugaverða eiginlega Google Earth þarf að velja táknmyndir á stiku vinstra megin ofan loftmyndar s.k. add - möguleikar.


Add Placemark
  • Merkir með „teiknibólu“ þann stað sem þú vilt að forritið muni eftir, fer í lista undir places.
Add Path
  • Getur teiknað leið og mælt vegalengdir á kortið.
Record a Tour
  • Getur tekið upp það sem þú skoðar á loftmyndinni með hljóði.
Show historical imagery
  • Sýnir gamlar loftmyndir. Þar birtist stika þar sem hægt er að velja mismunandi dagsetningar loftmynda.
Show sunlight across the landscape
  • Hér er hægt að velja um að skoða hringrás dags og nætur og sjá hvernig skuggar varpast yfir landslag.
Explorer
  • Hér er hægt að velja á milli þess að skoða yfirborð jarðar, Mars og tunglsins ásamt stjörnuhimninum.
Show ruler
  • Hér getur þú mælt vegalengdir þvert yfir landslag loftmyndar bæði í beinni eða óbeinni línu.


Google Earth í námi og við kennslu

breyta

Google Earth er einkar áhugavert tæki í viðfangsefnum þar sem nýjastu tækni er beitt við sköpun og miðlun í þágu náms og kennslu. Hægt er að styðjast við Google Earth á öllum skólastigum í tengslum við fjölmargar námsgreinar, einkum á svið raunvísinda, s.s. landafræði, náttúrufræði, líffræði, umhverfisfræði, veðurfræði, skipulagsfræði, jarðfræði svo fátt eitt sé upptalið. Nemendur geta fengið innsýn í viðkomandi námsgrein á lifandi hátt og öðlast um leið betri skilning á viðfangsefninu. Kennarar geta gert kennslu sína áhugaverðari með Google Earth og nýtt hugbúnaðinn til að gera kennsluhættina fjölbreyttari en áður t.a.m. með því að sýna flekamót jarðar með myndum af neðansjávarlandslagi eða sýnt myndir af yfirborði Mars sem hingað til hafa ekki verið eins aðgengilegar og nú.




--157.157.148.150 14. desember 2009 kl. 00:23 (UTC) Nína Hrönn Sigurðardóttir