Upplýsingatækni/Google Wave
Hvað er Google Bylgja?
breytaGoogle Bylgja (e. Google Wave) er vefforrit frá Google. Tilgangur þess er að gera hverskyns samskipti eða samvinnu einstaklinga eða hópa yfir internetið sem þægilegust, hvort sem um ræðir rauntímasamskipti eða skilaboðaskjóður.
Upprunalega hafði Google hugsað sér að Bylgjan yrði eðlileg þróun af hinum sígildu tölvupósti (e. email) sem myndi taka alfarið við af þegar fram liðu stundir, en notkun á Bylgjunni varð ekki jafn mikil og í fyrstu hafði verið búist við - auk þess sem tryggð netnotenda við tölvupóstinn var og er enn í dag nær órjúfanleg.
Hvað get ég gert með Google Bylgju?
breytaÞrátt fyrir að hafa ekki haslað sér þess vallar sem Google sóttist upprunalega eftir þykir Google Bylgja vera prýðis vettvangur fyrir hverskyns hópsamskipti, hvort sem um ræðir spjall, leiki, álitsgjöf, blogg, skráaskipti eða kennslu.
Skráning á Google Bylgju
breytaTil þess að fá aðgang að Google Bylgju þarf viðkomandi að hafa svokallað vegabréf frá Google í formi tölvupóstfangs. Slíkt má nálgast á skráninarsíðu Google [1]. Þegar notandanafn og lykilorð liggja fyrir hendi er rétt að heimsækja heimasíðu Google Bylgju [2] og slá upplýsingar um notandanafn og lykilorð inn í viðeigandi reiti og smella því næst á hnappinn "Sign in". Haka má við valkostinn "Stay signed in" ef óskað er, en þá þarf ekki að slá fyrrgreindar upplýsingar inn aftur í þeirri tölvu sem notuð er þar til notandi skráir sig handvirkt úr næst.
Framsetning Google Bylgju vefsíðunnar
breytaSjá má þegar vefsíða Google Bylgju hefur verið opnuð að henni er skipt í 4 hluta.
- Efst til vinstri er stjórnborð og sía á því hvaða Bylgjur eru birtar. Nægir hér að vita að valkosturinn 'All' mun birta allar Bylgjur sem við koma notandanum.
- Neðst til vinstri er kunningjalisti yfir aðra Google Bylgju notendur sem notandinn er eða hefur verið í samskiptum við frá fyrri tíð. Hægt er að smella á þessa notendur einn af öðrum og kemur þá hverju sinni upp gluggi með upplýsingum um þann notanda ásamt möguleika á því að stofna til nýrrar Bylgju með honum (e. "New Wave") eða að einungis séu birtar þær Bylgjur sem notandinn hefur verið uppvís að undanförnu (e. "Recent Waves"). Til að bæta notendum við á lista er unnt á smella á plús-hnappinn neðst á honum, slá inn tölvupóstfang hans í viðeigandi reit sem þá birtist og smella að lokum á "Submit".
- Fyrir miðju er listi yfir þær Bylgjur sem notandinn er á einhvern hátt þáttur af, eða Bylgjulisti, ásamt hnappi (e. "New Wave") til þess að skapa nýja (tóma) Bylgju. Sú Bylgja sem lesa eða skrifa skal í hverju sinni er valin úr þessum lista. Bylgjulistann má fjarlægja tímabundið með því að smella á "-" reitinn í efra hægra horni hans. Til þess að fá hann aftur er nóg að smella á "All" eða "Inbox" valkostina í stjórnborðinu efst til vinstri.
- Hægra megin birtast svo sjálfar Bylgjurnar. Sé engin Bylgja valin eru þess í stað birtist valkostir um sex snið til þess að skapa snögglega algengt Bylgjuefni, svo sem spjall, verkefnalista, heilabrot, fund eða ritverk. Sé smellt á einhvern þessara hnappa er ný bylgja sköpuð með því sniði sem valin er, með notandann sem höfund hennar, og birt í stað valkostanna sex. Nýju bylgjunni má svo loka með því að smella á X reitinn í efra hægra hennar og birtast þá valkostirnir sex á nýjan leik.
Hvernig fer ég að því að ..
breytaBúa til Bylgju
breytaÞað eru þrjár leiðir til þess að búa til nýja Bylgju. Sú einfaldasta er að smella einfaldlega á hnappinn "New Wave" sem er efst á Bylgjulistanum. Einnig er hægt að nota valkostina sex sem birtast á hægri hluta síðunnar þegar engin Bylgja er opin til að kalla fram Bylgju með sérstöku sniði. Þá má einnig búa til Bylgju sem inniheldur bæði notandann og annan notanda með því að smella fyrst á kunningja af kunningjalistanum og velja "New Wave" í glugganum sem birtist. Allar þrjár aðferðirnar búa til Bylgju og birta hana í hægri hluta vefsíðunnar.
Bæta notendum við Bylgju
breytaTil að bæta notendum af notendalista við Bylgju sem hefur verið valin eða búin til er nóg að smella á plús-hnappinn efst í glugga Bylgjunnar. Birtist þá gluggi með lista af þeim notendum sem unnt er að bæta við Bylgjuna og er nóg að tvísmella á hvern þann sem talinn er eiga erindi í efni Bylgjunnar. Ekki er hægt að fjarlægja notanda úr Bylgju eftir að honum hefur verið bætt við.
Skrifa í Bylgju
breytaSé Bylgja ekki virk, það er hún birtist ekki á hægri hluta vefsíðunnar þarf annaðhvort að búa hana til eða velja hana úr Bylgjulistanum. Eftir að Bylgja hefur verið valin/búin til er nóg að tvísmella einhversstaðar á efni hennar og velja annaðhvort að breyta henni (e. "Edit") eða svara efni sem þegar er til staðar (e. "Reply"). Gráskyggður reitur er jafnan til staðar neðst á Bylgjunni sem býður upp á að svara efni sem þegar er til staðar (e. "Click here to reply").
Þá er hægt að skrifa allt það sem notanda dettur í hug í efni þessarar bylgju og smella á viðeigandi hnapp þegar skriftum er lokið (e. "Done"). Skrif notanda birtast öðrum notendum sem eru með opinn glugga í rauntíma, eða bíður þeirra við næstu innskráningu.
Myndbönd
breytaMörg myndbönd eru aðgengileg á netinu til þess að tileinka sér kosti Google Bylgju enn frekar:
What is Google Wave? [3]
Getting Started with Google Wave [4]
Meet Google Wave [5]
Waving in Groups [6]