Upplýsingatækni/Google Dagatal
Hvað er Google Calendar?
breytaGoogle Calendar er hagnýtt forrit fyrir fólk sem vill skipuleggja tímann sinn og gleyma ekki atburðum sem eru á döfinni. Google Calendar er dagatalsforrit sem er algjörlega frítt sem þú notar í gegnum netið. Notkunarmöguleikar Google Calendar eru margir og má meðal annars tengja Google Calender við farsíma og aukast þá möguleikarnir gríðarlega.
Hvað býður Google Calendar uppá?
breytaGoogle Calendar býður upp á marga möguleika við skipulagninu viðburða. Meðal möguleika eru: 1. Hægt er að deila dagskránni sinni með öðrum. 2. Hægt er að fá dagskránna sína beint í farsímann. 3. Hægt er að senda boð og tilkynninga. 4. Það er hægt að tengjast Google Calendar hvar sem er og hvenær sem er. 5. Hægt að nota Google Calendar án netsambands.
Hvernig nálgast þú Google Calendar?
breytaTil að fá aðgang að Google Calendar að þá þarf maður að hafa Gmail (tölvupóst) aðgang sem er líka frítt. Til að fá Gmail aðgang að þá skráir maður sig á Gmail.com og velur “ Create an account ”. Síðan fylgir maður skrefunum í skráningarferlinu og þá fær maður tölvupóstfang með endinguna gmail.com. Þegar maður skráir sig síðan inn á Gmail að þá á að birtast valmöguleikar á hausnum á forsíðunni . Einn af þessum valmöguleikum er “Calendar” og á maður að smella á hann og þá á maður að komast inn í Google Calendar forritið.
Að nota Google Calendar.
breytaGoogle Calendar er í raun mjög einfalt forrit og mjög einfalt að skilja. Þegar komið er á forsíðumyndina að þá birtist dagatal frá sunnudags – laugardags. Hægt er að breyta uppsetningunni á hversu margir dagar sjást á forsíðunni með því að smella á flipana sem eru hægra megin fyrir ofan dagatalið. Fliparnir Day, Week , Month , 4 Days og Agenda gefa notendanum valmöguleikann á því að skoða dagatalið sitt sem einn dag eða allt uppað mánuð í einu.
Þegar skrá á viðburð eru tveir möguleikar í boði. Báðir þessir möguleikar má nálgast vinstra megin á skjánum undir merki Google Calendar, efst uppi. Fyrsti möguleikinn er “Quick Add” möguleikinn sem gerir notandanum kleift að búa til viðburð á dagatalinu á sem fljótlegastan hátt. Með því að nota “Quick Add” verða upplýsingar um viðburðinn hins vegar ekki eins ítarlegar eins og að nota “Create Event” hnappinn. “Create Event” er ítarleg útlistun á viðburðinum sem á að skrásetja í dagartalið. Þegar smellt er á happinn að þá birtist gluggi sem býður notandanum að skrásetja hvaða atburður þetta er, hvenær hann á að gerast og hvar. Síðan býður forritið uppá að Google Calendar sendi áminningar í tölvupósti eða með svokölluðum “Pop-up” glugga. Þegar búið er að fylla í reitanina í “Create Event” glugganum að þá á að vista og þá flytjast upplýsingarnar beint í dagartal notandans. Einfalt og þægilegt.
Fyrir neðan þessa tvo fyrrnefndu valmöguleika er einnig hnappur sem nefnist “Tasks”. Með því að smella á hann birstist hægra megin á skjánum gluggi og í þessum glugga er hægt að skrásetja verkefnalista. Þegar búið er að klára eitthvað ákveðið verkefni á listanum að þá er hægt að haka í boxið sem er fyrir framan verkefnið svo að notandinn viti að hann er búinn með þetta ákveðna verkefni.
Síðan í “My calendar” er í boði að breyta stillingum í “Settings” eða breyta lit á viðburðum . Í “Other calendars” er hægt að setja inn dagatal hjá öðrum með því að skrifa tölvupóstfangið hjá viðkomandi og ýta á “Add”. Þá sendir Google Calendar viðkomandi tölvupóst og segir að notandinn er að óska eftir aðgang að dagskránni hans og þarf hann að samþykkja beiðnina til þess að þetta heppnist.
Til þess að nota Google Calendar í farsíma þarf að fara í hnappinn “Settings” sem er efst í hægra horninu. Eftir að hafa valið það að þá velur maður “Mobile Setup” og setur síðan farsímaupplýsingar inn þar. Eftir það á maður að fá sendan staðfestingarkóða í símann sinn sem maður slær inn í kassann “Verification code” og velur síðan “Finish setup”.
Að lokum er hægt að leita eftir atburði og það er gert í leitarkassanum fyrir ofan dagartalið og síðan er smellt á “Search my calendar”.
Hjálp við Google Calendar.
breytaEf fyrrgreindar leibeiningar um notkun Google Calendar nægja ekki til þess að læra inn á forritið er annar möguleiki í stöðunni og þar er að horfa á kynningarmyndband hvernig Google Calendar virkar. Slóðin á því er Youtube.com
Hvernig er hægt að nýta möguleika Google Calendar í kennslu og námi
breytaLykillinn að árangursríku námi er að vera skipulagður og nýta tímann sinn sem best. Google Calendar býður nemendum upp á möguleika að skipuleggja tímann sinn með forriti sem er einfalt og þægilegt í notkun. Í Google Calendar getur nemandinn skráð stundaskránna sína inn ásamt skráningu á ýmsum atburðum og verkefnum í kringum námið. Með Google Calender verður auðveldara að gleyma ekki að skila verkefnum á réttum tíma þar sem forritið minnir þig stöðugt á það.
Með því að tengja saman Google Calendar hjá nemanda og Google Calendar hjá t.d. námkeiði að þá er hægt að fá stundaskrá námskeiðisins á stundaskrá nemandans ásamt því að fá tilkynningar frá námskeiðshaldaranum. Þetta getur nýst að einhverju leiti svipað og kerfið MySchool sem notað er í Háskóla Reykjavíkur og Uglan sem notuð er í Háskóla Íslands, en þó með takmarkaðir hætti.