Upplýsingatækni/Google Apps
Almennt
breytaGoogle Apps er ókeypis hugbúnaður frá Google sem er samskipta- og samvinnusetur fyrir fyrirtæki og stofnanir. Hægt er að kaupa útgáfur sem tryggja betri uppitíma og fleiri möguleika, en hér verður farið yfir þá þætti í Google Apps sem eru ókeypis. Þegar Google apps er valið, er hægt að velja um tvo möguleika. Annars vegar um Google Apps for Business og hins vegar Google Apps for Education.
Hér verður farið yfir þá þætti sem boðið er upp á í Google Apps for Education.
Helstu kostir við Google Apps
• Enginn kostnaður fyrir nemendur.
• Auðvelt að setja það upp á allar vélar.
• Töluverð reynsla af Google Apps í skólaumverfinu. Nánari upplýsingar annarra notenda má finna á [1]
• Örugg varðveisla á persónulegum upplýsingum.
• Öryggismál á sama stigi og á Google.
• Nemendur kynnast öllum nýjungum í upplýsingatækni strax.
• Auðvelt að vinna saman að verkefnum óháð staðsetningu og tíma.
Samskiptin
Hægt er að setja upp tölvupóstfang (Gmail) og deila dagatali (Google Calendar) sínu með öðrum notendum í Google Apps auk þess að nota Google Talk (Instant messaging) til að auka á samskiptin í hópnum.
Samvinnan
Samvinnugrunnur, allar uppfærslur á rauntíma, hægt að deila hvers kyns skjölum sín á milli (Google Docs) kynningum (Google Video), vefsíðum (Google Sites) og koma þannig í veg fyrir að fylgiskjöl séu send í tölvupósti á milli nemenda/vinnuhópa. Notendur geta boðið kennurum eða nýjum notendahópum inn á samvinnusvæðið sitt.
Google Dock býður m.a. upp á :
• Deilingu skjala með öðrum notendum (stjórnað af höfundi, líka með skrifvörn).
• Rauntíma hópavinnslu í skjölum.
• Geymslu skjala í skrársöfnum sem staðsett eru á síðunni.
• Leit í skjölum
• Niðurhal á skjölum svo hægt sé að skoða þau í Word (.doc), Excel (.xls), PowerPoint (.ppt), Acrobat Reader (.pdf) o.s.fr.
• Upphali á skjölum svo sem Word (.doc), Excel (.xls), PowerPoint (.ppt, .pps), Acrobat Reader (.pdf) o.s.fr.
• Örugg net samskipti (HTTPS) milli notanda og Google.
Gagnamagn
breytaHver notandi getur sett inn eftirfarandi magnagagn (miðað við ókeypis notkun)
• Tölvupóstur - 7GB rými
• Docs - Hvert skjal má mest vera 500K
• Spreadsheets - Geta verið 256 dálkar, 200,000 sellur eða 100 sheets, engar takmarkanir á fjölda raða
• Kynningar - Skjöl í ppt. og pps. formats mega vera mest 10 MB eða 200 glærur - skjöl sem eru hlaðin inn af vefnum geta verið 2MB og tölvupóstar upp að 500K
• PDF skjöl - Hægt að setja inn skjöl upp að 10 MB frá tölvunni og 2 MB frá vefnum í Docs lista, og allt að 100 PDF skjöl.
Fyrstu skrefin
breytaTil að setja upp Google Apps hjá sér þarf að: 1. Að skrá inn Domain. Ef notandinn á ekki domain eða getur notað domain sem er til fyrir , er hægt að kaupa það í gegnum skráningarglugann. Þar er tekið fram að Google Apps sé frítt, en domain kosti 10 dollara á ári. Skólar geta notað þau domain sem þeir eiga til.
Ávinningur fyrir skólasamfélagið
breytaGoogle Apps er frábær lausn til hópavinnustarfs, og leysir mikið af þeim samskiptavandamálum sem nemendur þurfa að kljást við þegar kemur að hópavinnu og samskiptum í skólasamfélaginu. Þótt að hópavinnukerfi á borð við MySchool séu í flestum stærri menntastofnunum, þá er Google Apps tól sem er tilvalið fyrir minni skóla og skólasamfélög þar sem ekki er til mikið fjármagn í upplýsingatæknimál.