Nýr notandi að GMAIL

breyta

Gmail er tölvupóstshugbúnaður frá Google sem er gjaldfrjáls og öllum opinn. Byrja þarf á að stofna netfang með því að fara inn á www.gmail.com[1] og velja Nýr reikningur . Nýr notandi velur netfang sitt sjálfur. Algeng íslensk nöfn geta verið upptekin, en þá er um að gera að nota hugmyndaflugið. Velja þarf lykilorð. Ef þú notar oft sömu tölvuna er mjög þægilegt að haka við “Stay signed in” og þá þarf ekki að slá inn notendanafn og lykilorð í hvert sinn sem farið er inn á tölvupóstinn.

Stillingar

breyta

Efst í vinstra horni opnunarsíðunnar er hægt að fara inn á stillingar og velja þá birtingarmynd sem þú villt hafa á tölvupóstinum.

Reikningur: Hér setur þú inn upplýsingar um þig. Hægt að setja inn mynd sem birtist þegar þú sendir tölvupóst. En hægt að velja að hún birtist bara þeim sem þú ert í miklum samskiptum við.

Flokkar: Hér er hægt að stilla inn flokka fyrir tölvupóstinn. Til dæmis hægt að setja inn allann póst sem kemur frá skólafélögum, samstarfsfólki, vinahópum, ferðaskrifstofum eða núinu sjálfkrafa inn í sérstaka flokka.

Spjalla: Gmail er meira en samskipti með tölvupósti. Hægt er að spjalla við tengiliði og eins er nýtt að hægt er að vera með tal- og myndspjall ekkert ósvipað SKYPE. Auðvelt að setja það upp. Eina sem þú þarft er vefmyndavél.

Tilraunir: Hér hefur Google sett inn ýmiskonar valmöguleika fyrir gmailið sem enn eru á þróunarstigi. Nýtt núna er til dæmis þýðinga á tölvupósti. Getur þú þá stillt þannig að ef þú færð tölvupóst á erlendu tungumáli þá þýðir þýðingarforritið Google translator tölvupóstinn þinn yfir á íslensku. Þetta er enn í þróun þannig að þýðingarnar eru kannski ekki alltaf fullkomnar en vel hægt að notast við þær og geta flýtt mikið fyrir.

Þemu: Hér stillir þú bakgrunninn á tölvupóstinum.

Tengiliðir

breyta

Gmailið geymir alla tengiliðina sem þú hefur fengið póst frá eða sent á. Þú getur búið til hópa, sem er þægilegt þegar senda þarf hóp-póst. Sjálfkrafa flokkar eru t.d. vinir, fjölskylda og vinnufélagar. Hægt er að stilla tengiliði þannig að þeir birtist í spjalllista þegar þeir eru með Gmailið opið. Fyrir hvern tengilið getur þú sett viðbótarupplýsingar eins og símanúmer, heimilisfang, vefsvæði, afmæli og gælunafn.


Leitarmöguleikar

breyta

Gmailið býr yfir öflugum leitarmöguleikum. Hugbúnaðurinn geymir allann tölvupóst og hefur þú nánast ótakmarkað rými. Ekki þarf því oft að eyða út eldri tölvupósti. Þetta gerir það að verkum að þú getur leitað í eldri pósti, bæði sendum og þeim sem þú hefur móttekið, eftir sendanda, innihaldi o.s.frv.


Verkefnalisti

breyta

Gmailið getur haldið utan um verkefni. Verkefnalistann er til dæmis hægt að raða eftir skiladegi, prenta út, senda með tölvupósti.


Notkunarmöguleikar í námi og kennslu

breyta

Notkunarmöguleikarnir eru fjölmargir.

  • Hægt er að stofna tengiliðahóp nemenda, sett inn verkefni með hóptölvupósti, leyft nemendum að spjalla um verkefnin.
  • Hægt að senda sjálfvirka áminningu um verkefni til allra í hópnum.
  • Hægt að nýta tal- og myndspjallið fyrir nemendur sem ekki komast í kennslustund t.d vegna veikinda eða fötlunar.

Margir viðbótarmöguleikar eru í þróun og hægt að fylgjast með því og prufa sig áfram með því að fara inn í valhnappinn “Tilraunir”.