Hvað er GeoGebra?

breyta

GeoGebra er forrit sem hægt er að hlaða niður frítt á netinu. Það er hægt að nota á öllum helstu stýrikerfum, Windows, Linux og OS X. GeoGebra mjög sniðugt stærðfræðiforrit sem hægt er að nota í stærðfræðinámi og kennslu. Það má nota m.a. í rúmfræði, algebru og stærðfræðigreiningu. Forritið hefur unnið til fjölmargra verðlauna á sviði upplýsingatækni í kennslu. Meiri upplýsingar um það má nálgast hér: GeoGebra.

Hvernig má nálgast GeoGebra?

breyta

Hægt er að hlaða niður forritinu hér: GeoGebra. Á forsíðunni er hægt að velja Webstart eða Download. Þá er forritinu hlaðið niður á tölvuna og hægt að nota það án nettengingar, hvort sem valið er Webstart eða Download. Hægt er að nota hvora leiðina sem er en eini munurinn er sá að Webstart athugar hvort ný útgáfa sé komin af GeoGebra þegar forritið er opnað.

Að nota GeoGebra

breyta

Þegar forritið er opnað í fyrsta skipti er það á ensku. Freyja Hreinsdóttir hefur þýtt forritið á íslensku. Hægt er að nálgast upplýsingar um forritið á íslensku og efni tengt því hér: GeoGebra á Íslandi. Til þess að stilla tungumál forritsins á íslensku er farið í Options-Language-Icelandic. Leiðbeiningar hér miðast við að forritið sé stillt á íslensku. Leiðbeiningar á ensku má nálgast hér: GeoGebra.

Til þess að búa til nýtt verkefni er farið í Skrá-Nýtt eða Skrá-Nýr gluggi. Undir Skrá er einnig hægt að velja Flytja út og vista teikniborðið sem mynd o.fl. Undir valmöguleikanum Skoða er hægt að velja hvað sést á teikniborðinu, t.d. er hægt að sjá töflureikni. Undir valmöguleikanum Valkostir eru ýmsar stillingar varðandi mælieiningar, útlit o.fl.

Í forritinu er hægt að setja inn punkta í hnitakerfi, setja línur á milli þeirra og reikna stærð horna á milli punkta eða lína. Helstu valmöguleikarnir eru á valstiku en hægt er að breyta þeim undir Skoða. Þegar músin er sett yfir hvern valmöguleika kemur upp gluggi með upplýsingum um hvað valmöguleikinn býður upp á. Einnig er þríhyrningur í neðra hægra horni hvers valmöguleika. Ef ýtt er á þríhyrninginn koma upp nokkrar útfærslur á valmöguleikanum sem hægt er að velja á milli.

Hjálp fyrir GeoGebra

breyta

Aðstoð við notkun GeoGebra má nálgast á fyrrgreindum síðum, þ.e. GeoGebra GeoGebra á Íslandi

Einnig má nálgast fjölda myndbanda á YouTube ef slegin eru inn leitarorðin "geogebra tutorial". Það eru leiðbeiningar um hvernig nota má forritið.

Notkun GeoGebra í námi og kennslu

breyta

GeoGebra býður upp á mikla möguleika bæði í námi og kennslu. Forritið má nota í námi í t.d. algebru, rúmfræði og stærðfræðigreiningu. Það má nota á öllum skólastigum. Í grunnskóla er forritið gagnlegt til að kenna nemendum rúmfræði, leyfa þeim að prófa sjálfum og fá tilfinningu fyrir formum í hnitakerfi. Það er hægt að nota áfram í framhaldsskól og háskóla t.d. í algebru og stærðfræðigreiningu.

Forritið getur verið mjög ganglegt til að kenna t.d. hornafræði. Þar er hægt að teikna þríhyrninga og finna sínus, kósínus og tangens. Einnig er hægt að teikna sínu og cósínus föll og útskýra fyrir nemendum hvernig þau virka. Hægt er að nálgast hugmyndir um hvernig nota á forritið í kennslu hér: GeoGebra á Íslandi. Guðfinna Guðjónsdóttir vann lokaverkefni um hvernig nota má GeoGebra í kennslu við Menntavísindasvið Háskóla Íslands sumarið 2009, verkefni hennar má nálgast hér: Námsvefur um GeoGebra.


9.febrúar 2009. Þórunn Guðmundsdóttir. Háskólinn í Reykjavík, Tölvunarfræðideild. Upplýsinga- og samskiptatækni í skólakerfinu.