Upplýsingatækni/Foxit Reader

Hvað er Foxit Reader?

Foxit Reader er forrit frá Foxit Software Company sem gerir tölvunotendum fært að skoða og prenta PDF (Portable Document Format) skjöl. Fyrirtækið Adobe hannaði þetta form á skjölum með það að leiðarljósi að það myndi einfalda framsetningu á tölvutækum skjölum og væri óháð hugbúnaði, vélbúnaði og stýrikerfum. Skjöl á PDF formi er víða að finna á Internetinu og því er nauðsynlegt fyrir notendur sem þurfa að rýna í slík skjöl að hafa hugbúnað eins og Foxit Reader uppsettan á tölvum sínum.


Hvar geturðu sótt Foxit Reader?

Hægt er að hlaða niður Foxit Reader með því að fara á neðangreindan hlekk en á þessari síðu er einnig boðið upp á að kaupa ýmis önnur PDF tól sem Foxit Software Company framleiðir eins og til dæmis Foxit PDF Creator:

Foxit Reader


Hvernig á að setja upp Foxit Reader?

Í þessum leiðbeiningum er miðað við Foxit Reader fyrir Windows stýrikerfið en það er einnig til fyrir ýmis önnur stýrikerfi svo sem Linux. Eftir að hafa hlaðið niður Foxit Reader er skráin keyrð með því að tvísmella á hana þar sem hún var vistuð.

  • Skjámynd 1: Veljið „Next>“ og þá kemur næsta skjámynd.
  • Skjámynd 2: Ef þú ert sátt(ur) við leyfisskilmálana þá skaltu velja „I agree“.
  • Skjámynd 3: Hér er hægt að velja á milli tveggja kosta við uppsetningu. Í þessum leiðbeiningum hef ég valið að sýna „Custom“ leiðina en hún gefur meiri möguleika á að velja að sleppa ýmsum aukahugbúnaði sem er óþarfur.
  • Skjámynd 4: Að því gefnu að það sé pláss á harða disknum og þú ert sátt(ur) við staðsetninguna á disknum þá skaltu velja „Next >“.
  • Skjámynd 5: Í þessari valmynd eru valin gildi í lagi fyrir flesta og því er í lagi að velja „Next >“.
  • Skjámynd 6: Til þess að hefja raunverulega innsetningu skal velja „install“.
  • Skjámynd 7: Nema að þú viljir fá Foxit Toolbar uppsettan í vafrann þinn þá skaltu fjarlægja þann möguleika áður en þú velur „Next >“.
  • Skjámynd 8: Þegar uppsetningu er lokið er þér boðið uppá að setja upp hlekki til eBay og nema þú viljir það skaltu fjarlægja þann möguleika áður en þú velur „Finish“

Nú ætti Foxit Reader að vera uppsettur á tölvunni.


Algengar aðgerðir í Foxit Reader

Allar algengustu aðgerðirnar í Foxit Reader eru í flýtivalmyndinni (Toolbar) og eru helstar:

  • Opna PDF skjal (Click to open a PDF file)
  • Prenta PDF skjal (Click to print the PDF file or pages from the PDF file)
  • Senda PDF skjal í tölvupósti (Click to attach the PDF file to a new email message)
  • Skoða heila blaðsíðu á skjánum (Click to see an entire page on screen)
  • Láta blaðsíðuna nýta alla breidd skjásins (Click to make the page fill the width of the screen)
  • Skoða skjalið sem texta (Click to view this PDF document as a text file)
  • Velja texta til þess að afrita (Drag or marquee select text for copying and pasting)
  • Afrita valinn hluta skjals sem mynd (Marquee a select a screen area for copying as an image)
  • Leita að texta í skjalinu (Find previous / Find next)


Önnur sambærileg tól

Það eru til fleiri tól sem gera manni kleift að lesa PDF skjöl en þau eru helst:

  • Adobe Reader
  • GSview
  • Xpdf
  • Sumatra PDF
  • PDF-XChange Viewer
  • Skim
  • Adeptol AJAX Document Viewer


Af hverju Foxit Reader?

Adobe Reader hefur verið lang vinsælasta tólið til þess að skoða og prenta PDF skjöl en vinsældir Foxit Reader hafa aukist hratt og örugglega á síðustu misserum. Má því helst þakka að Foxit Reader er mikið minna og léttara forrit en Adobe Reader en einnig má reikna með að tíðir öryggisveikleikar í Adobe Reader síðastliðin ár hafi fengið fólk til þess að skoða önnur tól.

13. desember 2009 kl. 22:53 (UTC)