Upplýsingatækni/Fonebook
Fonebook er lítið og auðvelt forrit til að samstilla vini þína á Facebook í tengiliði í Microsoft Outlook. Ná má í hugbúnaðinn ókeypis hér - Heimasíða Fonebook.
Sagan
breytaHugmynd Fonebook kom frá manni að nafni Jason Landridge sem skrifaði bloggfærslu um þessa hugmynd á blogginu sínu árið 2007. Maður að nafni Ross Dargan ákvað svo að þróa hugmyndina.
Hvað er Fonebook ?
breytaFonebook er lítið forrit sem tengir sig við Facebook prófílinn þinn og niðurhalar öllum upplýsingum um vini þína. Fonebook reynir svo að finna hvort einhverjir af vinum þínum eru einnig sem tengiliður í Microsoft Outlook og samstillir svo prófílinn við tengiliðinn í Outlook. Tengiliðurinn í Outlook inniheldur þá mynd af hverjum og einum ásamt fleiri upplýsingum sem forritið niðurhalar af hverjum og einum prófíl á Facebook.
Að nota Fonebook
breytaFonebook er gríðarlega einfalt í notkun. Þegar uppsetningu er lokið reynir forritið að finna alla þína tengiliði í Outlook og tengja þá við Facebook vini þína. Fonebook uppfærir mynd, afmælisdag ásamt öðrum upplýsingum sem aðilinn hefur sett inn á Facebook prófílinn sinn. Svo ef forritið náði ekki að tengja alla vini þína sem voru líka tengiliðir í Outlook getur þú gert það sjálfkrafa. Einnig getur þú stillt hversu oft forritið á að uppfæra upplýsingarnar.
Farsíminn
breytaMargir farsímar í dag eru með stuðning við Microsoft Outlook sem gerir mörgum kleift að samstilla símann sinn við tölvupóstinn sinn, dagatalið og tengiliðina. Símar frá Nokia og símar sem styðjast við Windows Mobile koma til með að geta notað forritið til fullnustu þar sem auðvelt er að samstilla símann og tölvuna. Hver tengiliður ætti þá að vera kominn með mynd af sér inn í símann þinn og þegar einn af þeim hringir kemur mynd af aðilanum sem hann setti sjálfur á Facebook prófílinn sinn.