Hvað er flickr?What is Flickr?

Flickr er netvefur þar sem hægt er að geyma stafrænar myndir og myndbandsupptökur en einnig er hægt að deila þeim með öðrum notendum vefsins. Vefurinn er frír og er góð leið til að varðveita myndir og myndbönd. Þessi vefur ætti að gagnast öllum sem vinna með stafrænar myndir, hvort sem það er heima, í vinnu eða í skóla.


Almennar upplýsingar

Hlaða inn myndum - Upload

Þú getur hlaðið inn myndum úr tölvunni þinni, sent þær í gegnum tölvupóst eða notað símann þinn.

Lagfæringar - Edit

Þú getur lagað rauð augu, „kroppað“ myndina það er að segja minnkað rammann svo að sjálft myndefnið stækki, þú getur líka verið skapandi og notað margskonar letur og aðra eiginleika.

Skipulag - Organize

Þú getur skipulagt myndirnar þínar á ýmsan máta.


Deila með öðrum - Share

Notaðu hópa og friðhelgi til að stjórna því hverjir geta séð myndir og myndbönd.

Kort - Maps

Deildu með öðrum hvar myndirnar þínar og myndböndin voru tekin og sjáðu myndir sem teknar voru nálægt þér.

Búðu til - Make Stuff

Búðu til kort, myndabækur eða dagatöl.

Vertu í sambandi - Keep in Touch

Fáður uppfærðar fréttir frá fjölskyldu og vinum.


Í upphafi:

• Búðu til aðgang - Create your acount

• (Ef þú ert ekki með yahoo netfang þarftu að búa til slíkt, kerfið leiðir þig í gegnum það skref fyrir skref)

• Í skráningu býrðu til notendanafn sem verður þitt auðkenni á síðunni


Hvernig byrja ég?

1. Persónugerðu þína síðu > Personalize your profile

2. Halaðu síðan inn myndunum þínum > Upload your first photos

3. Finndu vini á Flickr > Find your friends on Flickr


1. a) Búðu til táknmynd fyrir þig – (Create your buddy icon). Það getur þú gert með því að finna mynd af þér í tölvunni.

1. b) Búðu til Flickr URL eða heimasíðuslóð - (Couse your custom Flickr URL)

1. c) Persónugerðu síðuna þína – (Personalize your profile) Hér skráir þú þær upplýsingar um þig sem þú vilt, hversu mikið eða lítið er algjörlega þitt val. Það er einnig hægt að bæta upplýsingum inn seinna.

2. a) Hala inn myndum – (Upload your first photos). Hér getur þú sett inn myndirnar þínar. Þú velur þær myndir sem þú vilt setja inn og hleður þeim svo inn. Þú getur valið um hverjir geta séð myndirnar þínar. Þú getur haft þær aðeins fyrir þig ef þú ert að hugsa um síðuna sem örugga hýsingu. Þú getur haft þær sýnilegar vinum eða fjölskyldu en einng er hægt að velja um að hafa myndirnar sýnilegar öllum.

3. a) Finndu vini á Flickr í gegnum yahoo, gmail eða Windows Live Hotmail.


Samantekt

Síðan er góð lausn til að varðveita stafrænar myndir og myndbönd, þú getur einnig víkkað tengslanetið þitt með því kynnast öðru fólki með lík áhugamál og að sjálfsögðu styrkt samband við fjölskyldu og vini. Þessi vefur er einnig nýtanlegur í kennslu.


Á vefinn er hægt að setja inn þær myndir sem nemendur eru að vinna með. Oft eru myndir teknar í skólalífinu eða í vettvangsferðum. Kennari getur einnig notað síður sem þessa til að safna saman myndum um eitthvað ákveðið efni og átt þær í möppu á öruggum stað á netinu, þar sem skjávarpar eru í skólastofum væri hægt að sýna albúmið í heild sinni. Það væri líka hægt að nota þessa síðu í upplýsingatækni.


Inni á síðunni er hægt að búa til kort, dagatöl og fleira en ef prenta á þau þarf að greiða fyrir það. Þessa síðu væri hægt að nota á mjög margvíslegan hátt til dæmis í samþættri kennslu. Hægt væri að blanda saman upplýsingatækni, ensku og fleira. Síðuna væri jafnvel hægt að nota í landafræði, þar sem hver og einn getur sagt frá því hvar hver og ein mynd er tekin. Síðan bíður því upp á marga möguleika.