Upplýsingatækni/Facebook groups
Facebook groups
Það getur komið vel að notum að útbúa hóp eða grúppu á facebook, bæði fyrir kennara, nemendur eða foreldra yngri nemenda. Inn á grúppunni er hægt að setja skoðannakannanir, myndir og fyrirspurnir, sem gæti komið vel að notum. Hópurinn býður upp á tvær öryggisstillingar, að opinn fyrir almenning eða lokaður fyrir almenning. Ef hópurinn er opinn fyrir almenning þá getur hver sem er sótt um aðgang í hópinn en ef hópurinn er lokaður og þá þurfa aðrir meðlimir hópsins að bjóða þér til þáttöku. Sá sem býr til hópinn verður sjálfkrafa „admin“ eða stjórnandi, en sá getur gert aðra meðlimi sem stjórnendur. Stjórnendur hafa aðgang sem aðrir meðlimir hafa ekki og getað boðið nýjum meðlimum að vera með, þurfa samþykkja nýja meðlimi sem hafa fengið boð í hópinn og geta hent út meðlimum.
Að búa til facebook hóp í tölvu.
Fyrsta skrefið er að skrá sig inn á facebook. Vinstra megin á síðunni eru síðan valmöguleikar, þar undir „explore“ smellir maður á tengil sem kallast „groups“. Þá birtist yfirlit á skjáinn yfir alla þá hópa sem notandinn er skráður í, efst uppi í horninu til hægri er svo grænn hnappur sem heitir „Create Group“, eftir að það hefur verið smellt á hann kemur upp skjámynd sem biður notanda um að nefna hópinn, adda meðlimum og velja hvort hópurinn á að vera opinn eða lokaður, svo er smellt á „Create“ og hópurinn er tilbúinn.