Hvað er Diigo?

breyta

Diigo er einfalt og þægileg vefforrit ásamt veftóli sem gerir alla meðhöndlun upplýsinga á netinu markvissari. Veftólið sem fylgir forritinu gerir notanda kleift að bókamerkja síður sem hann vill geyma, lita valinn texta til áherslu og bæta við athugasemdum við heila síðu eða valinn texta með svokölluðum „Sticky notes“. Diigo er líka öflugt samskiptatól þar sem notendur geta deilt upplýsingum stofnað hópa og þannig sparað tíma við leit góðra upplýsinga eða unnið saman að sameiginlegu markmiði.

Hvar næ ég í Diigo?

breyta

Skráning í Diigo er án endurgjalds og fer fram á heimasíðu Diigo: http://www.diigo.com. Efst í hægra horninu velur þú „Join Diigo“ og fyllir svo í reitina skv. leiðbeiningum á síðunni. Að lokinni skráningu þarf að staðfesta skráningu með því að svara tölvupósti og síðan ná í veftólið „Diigo Toolbar“.

Nánar um Diigo

breyta

Mörg forrit sem safna saman bókamerkjum eru til en Diigo er frábrugðið þeim að mörgu leyti. Einfaldleiki og möguleikinn á myndun hópa breytir þessarri grunnhugmynd í öflugt tól til gagnaöflunar.

Bókamerki

breyta

Grunnvirkni Diigo er safn bókamerkja. Með að velja „Bookmark“ í veftólinu er hægt að bókamerkja vefsíðu sem skoðuð er. Þegar síða er vistuð er einnig hægt að skrá inn leitarorð sem eiga að vera tengd henni, deila henni með ákveðnum hóp, skrifa nánari útskýringar á merkingunni og gefa upp hvort bókamerkið eigi að vera sýnilegt öllum eða ekki.

Áherslur

breyta

Þegar um mikinn texta er að ræða er mikilvægt að gera sér grein fyrir aðalatriðunum. Diigo styður þetta og hægt er að velja á milli fjögurra lita fyrir áhersluna. Ef valið er „Highlight“ í veftólinu breytist músarbendillinn í merkipenna, sá texti sem er svertur með merkipennanum fær síðan áhersluna. Sé síðan heimsótt aftur síðar birtast áherslurnar á henni sjálfkrafa ef veftólið er virkt.

Minnisatriði

breyta

Þegar hægrismellt er á einhvern stað vefsíðu birtist valmöguleikinn „Add a floating sticky note“ Þetta virkar eins og litlir Post-It miðar sem notandi getur hripað einhver stutt atriði á og valið síðan hvort að allir notendur Diigo sjái miðann, bara hann sjálfur eða einhver ákveðinn hópur. Ef aðrir notendur geta séð miðann hafa þeir einnig möguleika á að svara eða bæta við hann.

Með „Send“ valmöguleikanum má senda vefsíðu til Diigo vina, á eitthvað netfang eða birta það á vinsælum samskiptavefjum s.s. Facebook eða Twitter. Snapshot Þegar síða er bókmerkt með Diigo gefst einnig valmöguleiki á haka í „Snapshot“. Þetta gerir það að verkum að Diigo tekur afrit af síðunni og geymir hana síðan sem vefsíðu, doc eða pdf skjal á heimasvæðini notandans.

Unread

breyta

Ef notandi hefur ekki tíma til að lesa efni síðu er lítið mál að setja hana í geymslu með „Read later“ hnappnum. Þar geymir Diigo svo allar upplýsingar undir „Unread“ þangað til notandi hefur síðan tök á því að skoða það efni sem stóð til.

Hópar

breyta

Diigo styður hópamyndun og allar upplýsingar sem safnað er af internetinu getur notandi deilt með öðrum í sama hóp. Þetta býður uppá mikla möguleika í samstarfi hvort sem er í vinnu eða námi.

Vefviðmót

breyta

Allar upplýsingar sem safnað er saman er síðan hægt að skoða í notendaviðmóti Diigo. Undir „My Library“ má sjá öll bókamerki og leita að ákveðnum texta á þeim síðum sem safnað hefur verið saman. Þar er einnig hægt að flokka bókamerki í lista eftir efni og innihaldi. „My Network“ sýnir virkni vina sem einnig eru notendur á Diigo. Í „My Groups“ er hægt að búa til hópa, ganga í hóp og skoða aðra hópa. „Community“ birtir síðan mest lesnu bókamerki notenda og sýnir umræður í kringum þau.

Kynningarmyndband

breyta

Hér má finna kynningarmyndband um Diigo: http://www.diigo.com/learn_more

Að nota Diigo við kennslu

breyta

Diigo getur vel nýst kennurum sem vilja draga saman ítarlegar upplýsingar um sama efni og deila með öðrum kennurum eða nemendum. Í kennslu væri þetta tól t.d. mjög hentugt til að miðla ítarefni til nemenda þar sem síðurnar væru þegar með áherslum og athugasemdum frá kennara. Nemendur geta síðan bætt við athugasemdum og skapað áhugaverðar umræður.


--Hlynur Bjarki Karlsson 8. febrúar 2010 kl. 19:56 (UTC)