Hvað er Dia.

breyta

Dia er forrit sem maður getur sótt frítt af http://live.gnome.org/Dia

Dia er notað til að gera flæðirit. Þar er hægt að velja alskyns myndir til að nota í flæðiritinu og þannig hægt að nota það sama hvort maður er bara að gera eitthvað vejulegt flæðirit með kössum, flæðirit fyrir rafrásir eða Cisco flæðirit.

Hvernig á að nota Dia.

breyta

Þegar maður opnar forritið blasir við manni fullt af tökkum á vinstri hliðinni á glugganum og svo autt skjal restin af skjánum. Efstu takkarnir sem hægt er að velja á vinstri hliðinni eru verkfærin sem maður notar. Þarna er verkfæri til að velja hluti sem settir hafa verið inn í flæðiritið, stækka og minka, zooma og breyta texta. Röðin þar fyrir neðan eru takkar til að setja inn texta, kassa, hringi og form með eins mörgum hornum og maður vill (byrjar sem þríhyrningur, en maður getur hægrismelt með músinni og valið add corner. Þetta getur maður endurtekið eins oft og maður vill). Næstu sex takkarnir eru til þessa að tengja hlutina saman með hinum og þessum gerðum af línum. Svo eru seinustu tveir takkarnir til að setja inn mynd og stóran texta.

Fyrir neðan þetta erum við svo með myndir sem er hægt að velja til að setja inn. Ef maður væri tildæmis að gera flæðirit með tölvu væri skemmtilegra að setja mynd af tölvu frekar en kassa í flæðiritið. Til þess að gera það getur maður klikkað á örina fyrir dropdown menu og valið other sheets --> Cisco – Computers. Þar hefur maður mikið úrval af alskyns myndum af tölvum til að setja inn í flæðiritið.

Neðst vinstra megin erum við svo með stillingar fyrir hvernig línurnar eiga að vera á litinn, hversu þykkar þær eiga að vera. Getum einnig valið hvernig endarnir á línunum eiga að vera t.d. bara lína, eða með örvahaus báðumeigin eða kannski bara öðrumegin. Og svo hvort línan eigi að vera heil eða punktalína.

Hvað svo þegar flæðiritið er tilbúið?

breyta

Þegar maður svo er búinn að gera flæðiritið vill maður að sjálfsögðu vista það. Það gerir maður með því að fara í File --> Save As velur þar nafn á skránni og í hvaða möppu á að vista skránna. Það vistar flæðiritið sem nafn_a_skra.DIA. Þetta er samt ekki eina formið. Einnig er hægt að vista flæðiritið t.d. sem jpg, pdf, bmp, png file. Þetta er gert með því að fara í File --> Export. Þetta virkar eins og Save As, nema það er hægt að velja í hvaða formati maður vill vista flæðiritið. Þannig ef maður vill hafa þetta sem pdf skjal þá einfaldlega velur maður bara pdf og ef þetta þarf að vera mynd getur maður valið jpg, bmp eða einn af hinum möguleikonum. Mæli samt alltaf með að gera einnig Save As, því það er eina leiðin til að opna skjalið og breyta því ef þess þarf.

Dia í kennslu.

breyta

Dia er frábært fyrir kennara sem notast við flæðirit þar sem það er mjög einfalt í notkun og hægt er að búa til mjög flott flæðirit fyrir hvað sem er. Einnig er þetta tilvalið fyrir nemendur, þar sem hægt er að gera flæðirit til að útskýra eitthvað í ritgerð, skilaverkefni eða dæmatíma. Og ekki skemmir fyrir að mjög auðvelt er að vista skjalið sem pdf eða á einhverju mynda formati svo sem jpg eða bmp.

--Gunnar Sv Sigurbjörnsson 7. febrúar 2010 kl. 17:23 (UTC)