Upplýsingatækni/Art of Illusion
Uppsetning
breytaVið gerum ráð fyrir að þú hafir sótt Art of Illusion á http://www.schoolforge.net/education-software og sért að setja forritið upp í fyrsta sinn. Mikilvægt er að þú sért með nýjustu útgáfu af Java rétt uppsettu. Ef þú ert ekki viss þá er vísað til heimasíðunar varðandi frekari leiðbeiningar. Þegar þú kveikir á AoI, færð þú uppá skjáinn aðal skjámyndina. Efst í glugganum er birtist þér tækjastikan þar sem þú getur ákvarðað útlit og séð hvað skipanir eru í boði. Ef það er eitthvað þarna sem þú skilur ekki, ekki hafa áhyggjur, þetta kemur allt með tímanum. Til vinstri sérðu hnappa með táknum. Þetta er aðal teiknistikan/aðgerðastikan.
Leiðbeiningar
breytaSkjárinn er fjórskiptur. Þ.e. þú séð viðfangsefnið þitt frá fjórum sjónarhornum. Front, Left, Top og Camera1. Fyrir hverja sýn sem notandinn velur er hægt að stilla myndavélina eða ákveða sjónarhorn (framan, vinstri, ofan, osfrv), og aðdrátt (zoom, sjálfgefið 100). Þessum sjónarhornum er hægt að breyta með því að nota tvær aðgerðir fyrir hreyfingu og snúning (flýtilyklar á mús eru einnig í boði). Ef tvísmellt er á hlut býðs þér að breyta valmynd. Áður en hafist er handa þarft þú þarft að vita um eitt í viðbót þ.e. hnit. Staða og stærð hluta er ákvörðuð út frá hnitakerfi með þremur ásum, sem heita X, Y og Z. X ás bendir til hægri. Y ás bendir upp og Z ás bendir inní skjáinn eða frá nefinu á þér þegar þú horfir á skjáinn.
Það er almennt góð regla að hefja þrívíddarhönnun með því að rissa fyrstu skissu á pappír, til að fá einhverja hugmynd um stærð og lögun, nema þú sért ekki flinkur að teikna á blað og treystir þér til að byrja strax að vinna með forritið. Setjum nú upp töflu í modeler:
velja Scene -> Grids úr valmyndinni setja Grid Línubil (spacing) á 0,5 setja Snap-to Subdivisions í 10
hakaðu við “show grid and snap to grid”
Smelltu á OK
Þetta gerir okkur kleift að draga auðveldlega til hluti með nákvæmri hreyfingu eftir ásunum. Þú getur stillt þessar breytur hvenær sem er til móts við þarfir þínar fyrir nákvæmarari eða grófari hreyfingu. Nú skulum byrja að teikna. Teiknið nú kassa sem er 1,5 á breidd og 0,1 á hæð. velja hnappinn 'resize object tool' og breytið stærð kassans þannig að hann verði 1,5 x 1,5. Veljið nú hnappinn 'Move object' og færið kassann svo hann sé í miðjunni. Núna skaltu æfa þig að hreyfa og teikna kassa og kúlur þar til að þú skilur grunnatriðin í teikninunni annarsvegar og áttar þig á tilgangi sjónarhornanna fjögurra. Prófaðu líka að teikna í öllum sjónarhornunm og sjáðu hvaða áhrif það hefur á teikninguna.
Flóknari form en td. kassinn sem við vorum að vinna með áðan er til sveigð lína. Hugsum okkur að við ætlum að teikna ljósaperu. Þá þurfum við að nota hnappinn “create approximated curve”. Þessi lína verður síðan látin snúast um Y-ásinn til þess að mynda peruna. Til að tína okkur ekki í nákvæmni þá gerum við þetta með nálgun. Veljið Scene-> One View í valmyndinni. Þú getur síðan stillt á zoom og stækkað myndina (td. 200 prósent). Nú búum við til línuferill með því að teikna línu í perulaga formi. Gætum að því að við teiknum bara helming perunnar því við ætlum okkur að snúa þessari línu um ásinn. Tvíklikkið þegar þið viljið slíta línuna. Gakktu úr skugga um að form línunnar sé gott miðað við það hvernig peran lítur út í lokin. Tólið “create approximated curve” gefur sér sjálfkrafa miðju á 0,0,0. Þetta er einmitt þar sem við viljum hafa það.
Þetta er þar sem leiðsögnin endar, en Art of Illusion er fært um miklu meira en hér er skrifað s.s. að teikna með línu, velja efnisáferð eða liti á það sem við teiknum og fleira og fleira. Smám saman lærir þú að nota eiginleika forritsins. Gangi þér vel
Art of Illusion sem kennslutæki.
breytaLíklegast er að AoI sé notað í kennslu list- eða tæknigreina. Mjög einfalt og fljótlegt er að teikna kassa, kúlur og fleira í þrívídd. Þá er hægt með einföldum hætti að nota myndavélina og eða lýsingu til þess að sýna hlutverk ljóss og skugga.