Upplýsingatækni/Að notalast KeyBlaze Typing Tutor
Hugbúnaðurinn sóttur
breytaHugbúnaðinn er hægt að nálgast á slóðinni www.nchsoftware.com/typingtutor/index.html Þegar komið er inn á þessa slóð er hægt að hala niður hugbúnaðinum án nokkurs kostnaðar og gengur það mjög fljótt fyrir sig, eða innan við mínútu. Eftir það birtist táknmynd af „KeyBlaze Typing Tutor“ á tölvuskjánum.
Þegar smellt er með músinni á táknmyndina er notandinn kominn í forritið og koma þá upp valmöguleikarnir „Basics, Lesson, Practice, Test, Stop, Reports, Options og Suite“.
Góð ráð fyrir byrjendur
breytaFyrir þá sem eru byrjendur er nauðsynlegt að ýta fyrst á „Basics“ til að lesa yfir grunnatriði í ritvinnslu. Hendurnar eru lagðar á lyklaborðið þannig að hver og einn fingur lendi á sínum heimatakka. Fingurnir eiga að vera kúptir og afslappaðir þannig að hægt sé að hreyfa þá fimlega um lyklaborðið.
Þýðing á nöfnum fingranna af ensku yfir á íslensku
breytaÞar sem hugbúnaðurinn er á ensku er gott að hafa eftirfarandi þýðingu við hendina en þar er búið að þýða nöfn fingranna yfir á íslensku. Sem dæmi á litli fingur vinstri handar að hvíla á A–takkanum á lyklaborðinu.
A Left pinky = Vinstri litli fingur.
S Left ring finger = Vinstri baugfingur.
D Left middle finger = Vinstri langatöng.
F Left index finger = Vinstri vísifingur.
J Right index finger = Hægri vísifingur.
K Right middle finger = Hægri langatöng.
L Right ring finger = Hægri baugfingur.
Æ Right pinky = Hægri litli fingur.
Space = Bilslá.
Left and right thumb = Vinstri og hægri þumalfingur.
Farið af stað í æfingarnar
breytaÞegar ýtt er á „Lesson“ er hægt að velja um 13 tegundir æfinga. Þær flokkast eftir því hvaða fingur á að æfa og/eða hvaða svæði á lyklaborðinu á að æfa. Ýtt er á númer æfingar sem á að æfa en við það birtist texti undir „description“ sem skýrir hvaða fingur er æfður. Undir „preview“ er svo sýnishorn af því hvernig viðkomandi æfing er. Eftir að ýtt er á „Start Lesson“ byrjar æfingin. Ef sleginn er inn vitlaus stafur lýsist orðið upp og tölvan gefur frá sér hljóð ef maður hefur hakað við af fá hljóðið undir „Options“. Hægt er að stroka vitleysuna út til að leiðrétta. Að æfingunni lokinni er gefinn upp árangur, það er tímalengd, villufjöldi og fleira.
Athugið að alltaf er hægt að ýta á Esc-takkann á lyklaborðinu eða „Stop“ valmöguleikann til að hætta í ákveðinni æfingu. Ef farið er í „Practice“ er hægt að velja um nokkrar tegundir æfinga eins og erfið orð, ljóð, tölustafi og fleira. Valmöguleikinn „Test“ kemur með nokkurs konar próf þar sem vélrita á textann sem birtist.
Stillingar
breytaAð lokum gefur „Options“ - valmöguleikinn tækifæri á ýmsum stillingaratriðum. Undir „Options“ er til dæmis hægt að haka við ýmsar stillingar sem tengjast litum og hljóðum þegar æfingarnar eru framkvæmdar. En undir „Font Size“er hægt að velja hversu stór textinn á að vera sem verið er að vélrita. Hægt er að stækka letrið með örinni sem bendir upp en minnka letrið með örinni sem snýr niður.
Gangi þér vel.