Upplýsingatækni/Að nota msn
Um Windows Live Messenger Hægt er að niðurhala hugbúnaðinum frítt á síðunni http://explore.live.com/windows-live-essentials?os=other. Þegar hugbúnaðurinn er kominn í tölvuna þína getur þú skírt þig ákveðnu MSN nafni, flestir nota sitt eigið nafn. Einnig er hægt að hafa einhverja setningu fyirr aftan nafnið, en hana munu allir þeir sem þú biður um að vera vini þína á msn sjá. Þú ferð svo í Contacts og velur ‘‘Add a contact‘‘ til þess að biðja aðra msn notendur um að vera vinir þínir á msn. Þú sérð svo hvaða vinir þínir eru tengdir því að fyrir framan nafið þeirra er grænn kassi. Þeir sem eru ekki tengdir hafa rauðan kassa fyrir framan sitt nafn. Hver notandi getur svo smellt á notendanafnið sitt og valið hvort þeir séu til taks, uppteknir, ekki við o.s.f. Með því að vera vinir á msn þýðir það að þið getið talað saman og deilt upplýsingum á msn forritinu. Hægt er að stofna hóp inná forritinu þannig að allir þeir sem eru inní hópnum geta talað saman í einu. Einnig er boðið upp á að vista samtölin svo að þau týnist ekki og þá er alltaf hægt að fara til baka í þau og skoða betur ákveðin samtöl ef það þarf. Það er hægt að hringja í MSN vini sína bæði með því að notast við tölvurnar og tala í gegnum þær, og með því að hringa í síma viðkomandi msn notenda ef báðir aðilar eru með þann möguleika stilltan hjá sér. Það er líka hægt að hringja video símtal, þannig geta notendur horft á og heyrt í hvor öðrum á meðan þeir tala saman. Einnig er möguleiki á því að geyma myndir inná forritinu og bloggsíðu.
Dæmi um hvernig nýta megi þennan hugbúnað í námi og kennslu eru eftirfarandi: • Hægt er að stofna tengiliðahóp nemenda, sett inn verkefni með hópsamtölum, leyft nemendum að spjalla um verkefnin. • Hægt að senda áminningu um verkefni og nánari útskýringar ef þarf til allra eða einstaka nemenda í hópnum. • Hægt að nýta tal- og myndspjallið fyrir nemendur sem ekki komast í kennslustund t.d vegna veikinda eða fötlunar.