Upplýsingatækni/Að nota mixcloud Podcast
Hvað er Mixcloud
breytaMixcloud er hljóðskráar forrit á netinu þróað af Nikhil Shah og Nico Perez árið 2008. Mixcloud er hægt að finna inná síðunni www.mixcloud.com og í play store fyrir Android síma og app store fyrir ios síma. Frítt í notkun.
Möguleikinn að nota Mixcloud við kennslu
breytaMixcloud bíður notendum sína að setja inn hljóðskrár á netið, um er að ræða ótakmarkað magn af hljóðskrám fyrir hvern notanda. Nú til dags eru svokölluð Hlaðvörp (e. Podcast) mjög vinsæl og er því um að gera að fá eldri nemendur til þess að búa til hljóðskrár um bækur eða tiltekið námsefni sem þau vilja ræða um eða sem kennari vill að þau ræði um, annaðhvort ein eða tvö saman, þau hlaða hljóðskránni svo inn á mixcloud þar sem fleiri hafa aðgang að þeirra upptökum. Skemmtilegar umræður geta myndast og er þetta sérstaklega skemmtilegt í notkun þegar fleiri en einn ræða saman um tiltekið námsefni eða málefni.
Kennari betur til dæmis útbúið hlaðvarpsskrá þar sem nemendur geta hlaðið inn sínum hljóðskrám.
Að nota
breytaTil þess að nota Mixcloud þarf að hafa aðgang þar inn, smellt er á "sign up" hnappinn efst uppi til hægri og aðgangur búinn til,. Einnig þarf notandi að hafa aðgang að hljóðnema og upptöku tæki, eða tölvu sem hefur hljóðnema og upptökutæki, ef ekki er upptökutæki í tölvunni þá er hægt að hlaða niður upptökutæki meðal annars héðan: https://audio-recorder.en.softonic.com/. Þegar upptakan hefur verið útbúin í mp3, AAC, M4A, OGG formi og er tilbúin til þess að fara inn á netið þá er einfaldlega farið inn á vefsíðu Mixcloud og skráð sig inn. Því næst er smellt á "upload" hnappinn, smellir svo á "Choose File" hnappinn og velur þá skrá sem þú vilt hlaða inn, velur nafn á þáttinn og ýtir loks á "upload" hnappin.
Heimildir
breytawww.mixcloud.com og https://en.wikipedia.org/wiki/Mixcloud