Upplýsingatækni/Að nota last fm

Last.fm

breyta

Last.fm er tónlistarsíða. Síðan notar forrit sem kallast „audioscrobbler“ og býr til síðu fyrir hvern notanda með hans tónlistarsmekk og þeim lögum sem hann hlustar á. Aðgangur er ókeypis en hægt er að borga 3$ á mánuði fyrir auka fítusa. Það sem notendur eru að borga fyrir eru engar auglýsingar, möguleikinn á að gera séð hverjir skoða sína síðu, forgangur að Last.fm netþjóninum og möguleikinn á að hlusta á Last.fm útvarpið utan Bretlands, Bandaríkjanna og Þýskalands. Auðvelt er að búa til aðgang að Last.fm. Eina sem þarf að gera er að ýta á „Start your profile“ og setja inn upplýsingar um notendanafn og tölvupóst.

Notkun

breyta

Notendur geta búið til síðu á nokkra vegu: með því að hlusta á þeirra eigin tónlist í tölvunni eða í ipod með „audioscrobbler“ innstungu, með því að hlusta á Last.fm útvarpið á internetinu eða með innbyggðum „flash player“. Öll lög sem eru spiluð eru sett inn í skrá þar sem uppáhalds tónlistarmenn og þeir sem síðan mælir með fyrir þig eru reiknaðir út. Þetta er kallað „scrobbling. Last.fm býr sjálfkrafa til síðu fyrir hvern notanda sem inniheldur helstu upplýsingar eins og notendanafn, skráningardagsetningu og fjölda laga sem eru í spilum. Þetta getur verið sérhannað með auka upplísingum eða myndum ef þess er óskað en upprunalegu síðunni er ekki hægt að breyta. Einnig er spjallborð fyrir almenningsskilaboð. Síður eru sýnilegar öllum með lista af uppáhalds tónlistarmönnum og lögum og þeim 10 lögum sem nýlegast voru spiluð. Hver síða er með „Taste-o-Meter“ sem leggur mat á hversu samrýmanlegur tónlistarsmekkurinn er. Hver síða er einnig með vinalista, hópa og uppákomur. Hægt er að hafa sérsniðinn lagalista á síðunni og lista með uppáhaldsplötum notanda en það er valkvætt.

Nýjasta þjónuastan á Last.fm er síða með persónulegum ráðleggingum, sem kallast „The Dashboard“. Þetta er aðeins sýnilegt notandanum og setur frá tillögur á nýrri tónlist, viðburðum og öðru fólki með svipaðan tónlistarsmekk, allt eftir því sem notandinn hefur dálæti af. Ráðleggingar eru reiknaðar út með algrími svo að notendur geta heyrt sýnishorn af tónlistarmönnum sem eru ekki listaðir á þeirra síðu en eru svipaðir og þeirra tónlistarsmekkur bendir til. Einnig mælir síðan með tónlist beint til notanda sem fólk á vinalistanum hans eða í hópum sem hann tilheyrir mælir með.

Notendur geta búið til hópa með örðum notendum sem þeir deila sama áhuga með. Hópar geta verið tengdir við tónlistarmenn eða lönd. Allir notendur geta búið til hóp og hópar eru opnir öllum en hópstjóri þarf að samþykkja aðgang meðlima. Hópasíður eru settar upp alveg eins og síður notenda.