Upplýsingatækni/Að nota jZip

Notkun á jZip samþjöppunarforritinu breyta

Forritið

jZip er samþjöppunarforrit sem hefur nánast sömu eiginleika og WinZip samþjöppunarforritið. Það sem jZip hefur framyfir WinZip er að það er algjörlega ókeypis og auðvelt í uppsetningu. Forritið getur samþjappað mörgum skrám saman í eina samþjappaða skrá. Forritið getur tekið mjög stóra skrá og sett hana í margar litlar samþjappaðar skrár. jZip er öflugt og áreiðanlegt samþjöppunar forrit. jZip er byggt á þrautreyndu og áreiðanlegu 7-Zip skjala tækninni eftir Igor Pavlov. jZip er með fágað og auðvelt yfirbragð en engu að síður mjög auðvelt í notkun. jZip býr til, opnar og vinnur úr Zip, TAR, GZip og 7-Zip skrám. Opnar og vinnur einnig úr RAR og ISO skrám. jZip virkar hinsvegar ekki fyrir MAC tölvur og LINUX, en það er í vinnslu hjá jZip fyrirtækinu og verður það komið innan skamms.


Ýmsar greinar og umsagnir um jZip forritið
Grein 1.....technascent
Grein 2.....softsea
Grein 3.....freewaregenius
Grein 4.....practicalpc
Grein 5.....fatstrawberry
Grein 6.....listentheworld

Forritið má nálgast HÉR breyta

Þegar komið er inná síðuna skal smella á græna hnappinn sem stendur DOWNLOAD á.


Hvernig skal nota jZip forritið breyta

Þegar þarf að afpakka skrá, er best að hægri smella á skránna og velja þar jZip og þá opnast fleiri möguleikar. Þegar þeir verða sýnilegir skal smella á Extract here, en þá afpakkast skráin á þeim stað sem þú ert með hana á. Einnig geturu valið Extract to, en þá velur þú þér staðsetningu þar sem skráin á að fara á.

Þegar þarf að pakka saman skrá er best að velja þá skrá eða þær skrár sem á að pakka og hægri smella á hana/þær, velja þá jZip og þá opnast fleiri möguleikar. Þegar þeir verða sýnilegir skal smella á add to skrárheitið.zip

Stutt myndbandakennsla hvernig skal nota jZip breyta

Hvernig þægilegast er að nota forritið má sjá HÉR. Ég mæli með að fólk stækki skjáinn, þá sést þetta betur.

Hvernig sett er pökkuð(zippuð) skrá inn í jZip forritið má sjá HÉR. Ég mæli með að fólk stækki skjáinn, þá sést þetta betur.

Notagildi fyrir nemendur og kennara breyta

Kennarar geta samþjappað einni skrá til að minnka plássið sem skráin tekur. Einnig ef kennarar hafa margar skrár saman í möppu og langar til að setja það yfir í eina skrá með því takmarki að minnka pláss á sínum tölvum eða sínu svæði, þá er þessi aðgerð mjög góður kostur fyrir þá. Eða þá bara að þjappa saman öllu sína gamla efni og hafa betri yfirsýn á efnið sem þeir eiga. Nemendur sem skila af sér skilaverkefnum og verkefnið er í mörgum skrám eða erfitt að senda mismunandi skráargerð, þá er mjög gott að samþjappa þeim öllum saman í eina skrá, það auðveldar sendingu til kennara í gegnum tölvu. Kennari getur þá afþjappað skránna þegar hún er komin til sín.