Upplýsingatækni/Að nota imovie
Hvað er imovie og til hvers er það notað?
breytaImovie er forrit sem er í apple tölvum, forritið er notað til að klippa myndbönd eða búa til myndbönd úr annað hvort myndbandsbútum eða myndum. Mjög auðvelt í notkun og skemmtilegt.
Hvað þarf til að geta byrjað?
breytaLeiðbeiningar, myndbönd og eða myndir.
- Tekið beint af myndavél eða videovél
Það fyrsta sem þarf að gera er að tengja mynda- eða videovélina með snúru með usb-tengi við apple-tölvuna, því næst opna imovie og ýta á import from camera. Þá kemur upp gluggi með innihaldi vélarinnar, veljið það sem þið viljið nota til að búa til myndbandið og ýtið á import selected.
Búa til nýtt verkefni
breyta- Velja File og new project.
- Velja þarf nafn á verkefnið
- Hægt að velja þema t.d hvort verið sé að búa til myndband eins og myndaalbúm, grínbók, fréttaþátt o.s.frv.
- Þegar þetta er komið þarf að velja create.
- Vinstra megin niðri er dálkur sem heitir Event library þar eiga myndböndin sem búið er að hlaða inn í tölvuna að birtast.
Klippa
breytaVeljið þá myndbandsbúta sem þið viljið setja í myndbandið með því að setja músina þar sem þið viljið að myndbandið byrji og dragið músina yfir allt það efni sem á að vera í myndbandinu. Haldið svo inni vinstri takka músarinnar og dragið upp í gluggann sem heitir Project- (sjá mynd hér fyrir ofan) þetta er gert þar til allir myndbandsbútarnir eru komnir í efri gluggann og verkefnið tilbúið eins og það á að vera. Þá er hægt að bæta inn texta í myndbandið og er það gert með því að smella á T – takkann sem er fyrir miðju hægra megin. En á þessum sama stað eru einnig takkar sem hægt er að velja músik (mynd af nótu), setja inn myndir (mynd af myndavél), setja inn skemmtilegar skiptingar á milli myndbrota (mynd af umslagi) og mynd af hnetti. Þar er hægt að velja sér bakgrunn þar sem það á við. Þegar þessir takkar eru notaðir þarf að velja þá og það sem á að nota, halda inni vinstri músartakkanum og draga það þangað sem það á að vera á í myndbandinu í efri glugganum.
Loka hönd lögð á verkið
breytaEf hljóðið í myndbandinu á að hverfa og setja á inn lag í staðin þá þarf músin að vera á einhverju myndbrotanna í efsta glugga og velja cmd+A til að velja allt og ýta svo tvisvar á vinstri takkann á músinni. Velja audio og þar er hægt að lækka niður hljóðið í myndbandinu og setja á mute. Einnig er hægt að gera eins með lagið sem á að spilast undir myndbandinu og setja inn fade in og fade out. Þá byrjar lagið og endar með því að fjara út.
Myndbandið tilbúið
breytaÞegar allt er komið eins og það á að vera þarf að velja share og export movie – velja nafn á verkið ef það á að vera annað en gert var í byrjun, gott er að velja large og ýta svo á Export, þá er myndbandið tilbúið og hægt að setja það á netið eða senda það áfram.
Gangi þér vel