Upplýsingatækni/Að nota iVisit

Hvað er iVisit?

breyta

iVisit er hugbúnaður sem gerir þér kleift að spjalla í mynd eða texta við einn eða fleiri í senn og deila skrám og vefsíðum á meðan á spjallinu stendur. Sjá: http://www.ivisit.com/

Nauðsynlegur búnaður fyrir niðurhal og notkun

breyta

• PC með Windows® 2000, XP, Vista, eða 7

• Breiðbands internet tenging (ADSL, t.d.)

• Vefmyndavél, hátalarar og hljóðnemi eða heyrnatól fyrir fjarfundi

• Að lágmarki 1GHz Intel eða AMD búnaður og mælt er með 512MB RAM

Nýskráning

breyta

• Eftir að hafa hlaðið forritið niður og vistað tákn á skjáborði þarf að gera eftirfarandi:

• Smelltu á iVisit táknið og svo á "Create new account?" takkann til að stofna aðgang.

• Smelltu á Enter-lykil og staðfestu tölvupóstfang. Veldu þér síðan iVisit notendanafn. Smelltu á "Create Account" takkann og haltu áfram.

• Því næst færðu tölvupóst frá 'accounts@ivisit.com' með tímabundnu lykilorði sem þú notar til að skrá þig inn á næasta þrep. Þegar þú hefur móttekið þennan tölvupóst smellirðu á "Next".

• ATH: Ef þú fært ekki tölvupóst athugaðu í spam-innhólfinu eða smelltu á "Resend Temporary Password" hnappinn.

• Skráðu notendanafn og tímabundið lykilorð og veldu síðan nýtt lykilorð og staðfestu það. Smelltu á "Set New Password" til að halda áfram.

• Til hamingju! Aðgangur þinn að iVisit er nú orðinn virkur.

Innskráning í iVisit Presenter

breyta

• Þegar þú hefur nýskráð þig og virkjað aðganginn getur þú skráð þig inn og byrjað að nota iVisit Presenter.

Innskráning

breyta

• Smelltu á táknmynd iVisit Presenter. Í innskráningarglugga skrifar þú notendanafn og lykilorð og smellir á "Logon". Til að muna notendanafn, lykilorð eða til að nýta sjálfvirka skráningu geturðu beðið um aðstoð í "Options".

Skráðu notendur og hringdu í þá

breyta

• Til að nota vídeóspjall eða samnýtingarbúnað verður þú að bæta við tengiliðum í vistfangalista og hringja í þá.

Bættu við tengiliðum í vistfangalista

breyta

• Skráðu notendanafn tengiliðs sem þú vilt bæta við og smelltu á "+" takkann. Athugaðu að vegna sumir notendur krefjast þess að þú vitir fjögurra stafa öryggisnúmer þeirra til að bæta þeim við á listann. Ef það er tilvikið þá bætirðu þeim á listann með því að skrá "username.####".

Hringdu í tengilið

breyta

• Ef þú hefur bætt tengiliðum á listann og þeir eru tengdir iVisit sést grænn depill við notendanafn þeirra. Smelltu á notendanafnið og haltu áfram.

• Þegar þú hefur smellt á notendanafnið hefurðu þann möguleika að hringja, senda skilaboð eða eyða þeim úr skránni. Smelltu á "Call" og haltu áfram.

• Ef tengiliðurinn samþykkir símtalið ertu sjálfkrafa tengd/ur og getur hafið vídeóspjall og notað samnýtingarbúnað.

Hringingar

breyta

• Hljóð berst á milli með því að þrýsta á "Push to Talk" takkann og tala í hljóðnemann. Þú getur einnig smellt á takkann með <ctrl> takkanum.

• Til að stilla hljóðstyrk, smelltu á "Volume" takkann.

• Notaðu bendilinn til að stilla hljóðið á hljóðstikunni.

Að tengjast fleiri en einum á fundi

breyta

• Þú getur tengst fundarsvæði þar sem fleiri en tveir geta rætt saman. Þú getur farið tvær leiðir að því og verða þær útlistaðar hér að neðan.

• Athugaðu að með því að nota svæði fyrir marga þarf að greiða fyrir margnotendaaðgang. Smelltu hér til að fá nánari upplýsingar um hann: http://www.ivisit.com/products

• Til að tengjast fundarsvæði smellirðu á notendanafn þess sem sér um það svæði sem þú vilt tengjast. Ef viðkomandi er ekki á listanum þínum verður þú að bæta honum við.

• Veldu "Join Room" úr listanum.

• Ath: Ef þú sérð ekki "Join Room" valmöguleikann þá hefur viðkomandi tengiliður ekki borgað fyrir margnotendaaðgang og getur því ekki séð um þess konar svæði.

• Eftir að hafa tengst svæði getur þú átt video spjall við alla virka þátttakendur.

Tenging við fundarsvæði í gegnum "Places"

breyta

• Einnig er hægt að tengjast við fundarsvæði notenda með því að fara í vistfangalista og smella á "Places" takkann.

• Skráðu svæði þess sem þú vilt tengjast með því að skrifa "home.<username>.####". Athugaðu að þú verður að vita fjögurra stafa öryggisnúmer viðkomandi til að tengjast svæði hans.

• Fundarvæði viðkomandi birtist í viðfangalistanum. Smelltu á svæðið til að opna það.

• Í næsta glugga skalt þú smella á "Chat Room" og svo á "Join this room" til að tengjast svæðinu.

• Eftir að hafa tengst fundarsvæði getur þú spjallað við alla virka þátttakendur.

Samnýtingabúnaður

breyta

• Á meðan þú ert tengd/ur í mynd getur þú deilt þeim skjölum og gluggum sem eru opin hjá þér.

Deildu kynningu, skjölum eða töflum

breyta

• Þegar þú ert tengd/ur í mynd getur þú deild Office skjölum, svo sem PowerPoint glærum, Word skjölum eða Excel töflum og útreikningum.

• Smelltu á "Sharing Tools" takkann og veldu "Presentation".

• Veldu það skjal sem þú vilt deila í spjallglugganum.

• Office skjöl eru t.d. Word skjöl (.doc, .docx), Excel töflureiknir (.xls, .xlsx) og PowerPoint glærur (.ppt, .pptx).

• Smelltu á "Open" og haltu áfram.

• Skjalið sem þú velur opnast í nýjum glugga og er sýnilegt öllum þátttakendum á spjallsvæðinu. Til að loka skjalinu þarftu aðeins að loka glugganum.

Forrit til að deila

breyta

• Þú getur deilt hvers kyns forriti svo sem Adobe Photoshop, Microsoft Excel eða Mozilla Firefox á meðan þú ert í tengd/ur við vídeospjallið.

• Smelltu á "Sharing Tools" takkann og veldu "Application".

• Veldu það forrit úr glugganum sem þú vilt deila. Ef þú sérð það forrit sem þú leitar að vertu viss um að það sé ræst á tölvunni þinni.

• Smelltu á "OK" og haltu áfram.

• Forritið sem þú hefur valið opnast í nýjum glugga og er sýnilegt öllum þeim þátttakendum sem eru tengdir. Til að loka forriti er nóg að loka glugganum.

Að deila skjáborði

breyta

• Þegar þú ert tengd/ur við vídeóspjall geturðu deilt öllu skjáborðinu þínu.

• Smelltu á "Sharing Tools" takkann og veldu "Desktop".

• Skjáborðið þitt opnast í nýjum glugga og verður sýnilegt öllum þeim þátttakendum sem eru tengdir. Þeir sjá þá líka öll skjöl og forrit sem þú opnar á meðan þú deilir skjáborðinu.

• Til að loka fyrir samnýtinguna nægir að loka skjáborðsglugganum.

Sameiginleg netnotkun

breyta

• Þegar þú ert tengd/ur við vídeóspjall geturðu deilt netvafrara með öðrum þátttakendum.

• Smelltu á "Sharing Tools" takkann og veldu "Co-Browse".

• Netvafri opnast og verður sýnilegur öllum þátttakendum. Þeir sjá einnig allar þær vefsíður sem þú opnar.

• Til að loka á samnýtingu vafra þarf einungis að loka glugganum.

Upptaka

breyta

• Þegar þú ert í vídeospjalli eða á fundi geturðu tekið upp og vistað myndband, hljóð, spjalltexta, skjáborð sem þú hefur deilt, kynningu sem þú hefur sýnt eða skjöl sem þú hefur fært inn.

• Til að taka upp og vista, smelltu á rauða punktinn í aðalglugganum til að skoða valmöguleika upptöku og athugað síðan takkann "Others may record me". Allir þátttakendur sem eru samþykkir því að láta taka upp og vista mynd, hljóð og skjöl verða að velja þennan möguleika.

• Þú hefur þann möguleika að taka upp og vista þitt innlegg ('Record Self' í aðalglugganum) eða að taka upp og vista upplýsingar frá öllum þátttakendum sem hafa veitt leyfi ('Record Connections').

Að hefja upptöku

breyta

• Smelltu á rauða punktinn undir "Recording" valmöguleikanum til að hefja upptöku. Punkturinn breytist í svartan ferning (stopp-takka) á meðan á upptöku stendur.

• Þegar aðrir reyna að taka upp þitt innlegg opnast gluggi sem biður um samþykki þitt.

Að gera hlé á upptöku

breyta

• Smelltu á [ II ] takkann til að gera hlé á upptöku. Smelltu aftur á sama takka til að halda áfram að taka upp.

Að stöðva upptöku

breyta

• Smelltu á svarta ferninginn til að stöðva upptöku. Við það opnast "Save As" gluggi til að vista upptökuna og biður þig um að skrá heiti á IVB skránna og skrá hvar á að vista hana. Sjálfkrafa kemur upp staðsetningin "Recording.IVB". Þú verður að nota .IVB eftirnafn fyrir þess konar skrá.

Að spila upptöku

breyta

• Þú getur tvísmellt á "Recording.IVB" skránna og hún hleðst þá inn á iVisit og spilun hefst.

• Veldu "File/Playback Recording" úr upphafsvalmynd og veldu síðan skjalið úr glugganum sem opnast.

Að breyta upptöku í QuickTime myndband

breyta

• Með iVisit Premium (Plus) aðgangi getur þú breytt .IVB upptökum í QuickTime myndbönd í endurspilun.

• Í upphafsglugganum á upptökuvalmyndinni er hægt að smella á "wrench/spanner" táknmynd til að sjá möguleika. Veldu "Save as QuickTime Movie" og spilaðu aftur .IVB upptökuna. Þegar hún hefur spilast sérðu "Recording.MOV" í sömu möppu og upprunalega upptakan var.

• ATH: Þegar þú breytir upptöku í QuickTime myndband breytast öll mynd- og hljóðstreymi. Ef þátttakendur eru margir verður útkoman ónákvæm samsetning af hljóð- og myndstreymi þeirra, spjalltexta, skjámyndum, skjölum og öðru sem þeir hafa deilt og hefur EKKI verið umbreytt.

Notkun iVisit í skólastarfi

breyta

Notkun iVisit-forritisins í skólastarfi býður upp á margs konar möguleika. Sem dæmi má nefna þá hentar þetta forrit sérlega vel í í fjarkennslu. Þá geta nemendur og kennari tekið upp innlegg og samræður ásamt því að deila skjölum og hvers konar hugmyndum. Sömuleiðis gæti þetta verið góð leið fyrir samvinnunám ef nemendur eiga ekki gott með að koma saman. Auk þess væri hægt að nýta iVisit í myndbandagerð þó svo að klippimöguleikar séu ekki fyrir hendi. Framsetning efnisins þyrfti þá að vera vel skipulögð fyrirfram ef ætti að nota forritið í slíkum tilgangi. Forritið mætti einnig nota í tungumálakennslu til að þjálfa nemendur að tala saman og skiptir þá ekki máli hvort þeir eru á sama svæði, búa langt í burtu hver frá öðrum eða jafnvel í ólíkum löndum.

Skráð af Ragnheiði Kristinsdóttur / ragnhekr@ru.is