Upplýsingatækni/Að nota google drive

Að nota Google drive

Hvað er google drive?
Google drive er staður þar sem er hægt að búa til og breyta skjölum einn eða með fleirum. Google drive býður upp á að búa til texta, töflur og glærusýningar. Google drive er ókeypis og heldur utan um allar skrárnar þínar á netinu. Hægt er að nálgast þessar skrár hvar og hvenær sem er svo lengi sem þú skráir þig inná google aðgang þinn.

Hvenær nýtist google drive?
Google docs nýtist vel þegar á að vinna í skjali sem gæti verið stöðugt að breytast. Margir geta haft aðgang að sama skjalinu og breytt og bætt að vild. Ef það er ekki vilji fyrir því að aðrir geti breytt skjalinu þá er hægt að loka fyrir það.

Hvernig bý ég til nýtt skjal í google drive?
Byrjað er á því að skrá sig inn eða búa til nýjan google aðgang. Því næst er hægt að fara inn á drive.google.com og á vinstri hönd færðu uppgefið það sem er hægt að framkvæma. Til þess að búa til nýtt skjal þá veluru hnappinn NEW og færð enn fleiri valmöguleika. Þá er hægt að velja Google Docs ef þú hefur áhuga á því að skrifa texta og setja inn myndir. Google sheets ef þú hefur áhuga á því að búa til töflur eða Google Slides ef þú hefur vilt búa til glærusýningu.

Sama hvað er valið er alltaf möguleiki að velja að deila með öðrum. Þá er hnappurinn Share uppi í hægra horninu nýttur. Þá getur þú þá skráð netfang þeirra sem þú vilt deila skjalinu þínu með eða smellt á Get shareable link til þess að fá hlekk sem hægt er að deila með þeim sem þú vilt að geti séð eða breytt skjalinu þínu.