Upplýsingatækni/Að nota gegnir.is

GEGNIR

Einfaldasta leiðin til að fara inn í Gegni er að slá inn gegnir.is

Gegnir er bókasafnskerfi sem inniheldur skrá yfir allt sem íslensk bókasöfn hafa að geyma. Með því nota þetta kerfi er hægt að finna efni, hvaða bókasöfn eiga það og hvort það sé inni. Auk þess er yfirleitt hægt að nálgast stutt yfirlit yfir hvað efnið inniheldur. Hægt er að skrá sig inn í kerfið og eiga þá möguleika á að taka frá efni, á hvaða bókasafni sem er og framlengja lánstímum.

Þegar gegnir.is er slegið inn kemur upp síða sem býður upp á að slá inn leitarorð. Það er mjög einfalt að stimpla inn hvað sem í hugann kemur eða verið er að leita að. Það getur verið nafn á bók, höfundi, ártali eða jafnvel bara efni sem verið er að leita að og finnur þá kerfið sjálft ýmsa möguleika að heimildum. Þegar smellt er á „ítarleg leit“ efst á síðunni er hægt að njörva leitina betur niður. Þá er hægt að skrá inn nánara efni, ártöl o.s.frv. og finna þá nákvæmara efni. „Skipanaleit“ er einnig flokkur sem hægt er að finna efst á síðunni. Ef smellt er á þá leit er einfaldur leikur að stimpla inn orð sem tengist því efni sem verið er að leita að. Kemur þá upp það efni sem í boði er, hvort sem það er rafrænt, bækur, greinar, ritgerðir, mynddiska o.s.frv. „Fyrri leitir“ er einnig flibbi sem er að finna efst á síðunni og geymir sú síða öll þau leitarorð sem notast hefur verið við eftir að einstaklingur hefur skráð sig inn á Gegni.

Þessi leitarvefur er ótrúlega þægilegur og nánast jafn nauðsynlegur og google þegar kemur að því að leita sér upplýsinga. Þá sérstaklega heimilda þegar verið er að skoða sérstaklega tiltekið efni. Á síðunni er að finna margar leiðbeiningar þegar kemur að hverjum flokki og því yfirleitt ekki flókið að krafsa sig í gegnum þetta bókasafnskerfi.