Upplýsingatækni/Að nota Zotero

Hvað er Zotero?

 Zotero er Tól til að einfalda manni að halda utan um heimildir sem maður finnur á netinu, þegar unnið er að heimildarskrá

Hvernig setur maður Zotero upp?

 Þægilegast þegar notast er við Zotero er að ná bæði í forritið í tölvuna og líka bæta því við sem viðbót í þann vafra sem þú hyggst afla þér heimilda á.  Hægt er að hlaða niður Zotero á https://www.zotero.org/download/  .  Þegar það er komið þá birtist takki uppi hægra megin í vafranum(Chroome).  Þá einfaldlega ferðu inná þá síðu sem þú ert að vísa í og ýtir á takkann og þá er það vistað í tölvunni þinni.  Flestir textaritlar eru með stuðning við zotero og því er mjög einfalt að nota það.

Þetta er frábært tól þegar þú ert að vinna með stærri ritgerðir. Að geta ýtt á einn takka og öll heimildaskráin þín birtist er eitthvað sem allir ættu að geta nýtt sér.