Upplýsingatækni/Að nota ZOHO Creator

Inngangur breyta

Skjal þetta er kennsluefni fyrir notkun á vefhugbúnaðinum ZOHO Creator. Kennsluefnið miðast við byrjendur sem hafa nokkra kunnáttu í ensku. Fjallað er um vefhugbúnaðinn, notkunarmöguleika og kosti og síðan er farið yfir helstu aðgerðir og eiginleika. Markmiðið með kennsluefninu er að notandi geti sett upp og notað vefforrit í ZOHO Creator.

Um ZOHO Creator breyta

ZOHO Creator er vefhugbúnaður fyrir vafrara í formi vefþjónustu þar sem hægt er að búa til gagnagrunnsdrifið vefforrit (Web application). Hægt er að nálgast ZOHO Creator frá heimsíðu ZOHO eða beint af slóð ZOHO Creator.

Notkunarmöguleikar og kostir breyta

Einn kostur við notkun á ZOHO Creator er að notendur geta kynnst því að setja upp einfalt vefforrit og hvernig hægt er að vinna með og safna gögnum í gagnagrunn án mikillar þekkingar. Notendur kynnast gagnatögum, sem þekkt eru í gagnagrunnskerfum, eins og tölum, strengjum og dagsetningum ásamt því að kynnast tilheyrandi virknihlutum í gluggakerfum vefsíðna og eiginleikum þeirra.

Fyrir kennara breyta

ZOHO Creator er tilvalinn vefhugbúnaður fyrir kennara til að kynna fyrir nemendum uppsetningu á flötum gagnagrunnum og meðferð og söfnun gagna. Hægt er að láta nemendur setja upp vefforrit sem halda utan um gögn er snúa að náminu og sem dæmi má nefna minnislista, verkefnalista, bókarlista, gagnasöfnun fyrir vettvangskannanir og fleira. Þannig geta nemendur lært meðferð gagna og framsetningu þeirra sem getur hjálpað til við að efla tölvulæsi.

ZOHO Creator er einnig gott dæmi um þá nýju tegund vefhugbúnaðar sem komið hefur fram á undanförnum árum og kenndur er við Ajax forritunartækni og Web 2.0 hugtakið.

Framsetning og eðli hugbúnaðarins styður vel við byrjendur þannig að á mjög stuttum tíma geta þeir sett upp og komið í notkun gagnadrifnu vefforriti. Eftir því sem kunnáttan eykst þá geta notendur bætt verulega við virkni sinna forrita með eigin viðbótum.

Dæmi um vefforit sem hægt er að búa til breyta

Það má segja að engar takmarkanir séu á tegundum vefforrita sem hægt er að búa til í ZOHO Creator og byggist það eingöngu á ímyndunarafli og kunnáttu notenda og því notagildi sem vefforritinu er ætlað. Sérstaklega er ZOHO Creator hentugur til að setja upp gagnadrifin vefforrit sem eru umgjörð utan um upplýsingar af ýmsu tagi.

Hér eru nokkur dæmi um gagnadrifin vefforrit sem einfalt og fljótlegt er að búa til:

  • Símaskrá
  • Tengiliðalisti
  • Vefsíðuskrá
  • Tölvupóstfangaskrá
  • Heimilisbókhald
  • Minnislisti
  • Verkefnalisti
  • DVD skrá
  • Gestalisti fyrir samkvæmi
  • Eignalisti
  • Ljósmyndasafn
  • Videó klippu safn

Hýsing gagna og sýnileiki breyta

Öll gögn sem tilheyra ZOHO Creator eru geymd á vefþjónum fyrirtækisins en einnig getur notandinn notað hugbúnaðinn þó að hann sé ótengdur (offline). Gögnin eru líklega eins örugg og hver önnur gögn geymd hjá vefþjónustum ýmiskonar en kosturinn við þennan geymslumáta er að hugbúnaðurinn og gögnin eru aðgengileg frá öllum tölvum, sem tengdar eru Internetinu. Notandi getur valið hvort þau vefforrit sem hann býr til eru sýnileg öllum eða eru eingöngu til einkanota.

Áður en lengra er haldið breyta

ZOHO Creator er ókeypis fyrir allt að 10 vefforit (Personal Free Edition) sem ætti að vera nóg fyrir flesta notendur. Til að nota ZOHO Creator þarf vafrara og tengingu við Internetið. Við gerð kennsluefnisins var notast við Internet Explorer 7 og Firefox 3.0.5 vafrara.

Innskráning nýrra notanda breyta

Kennslumyndband breyta

Innskráning notanda

Til að geta notað ZOHO Creator þarf notandinn að byrja á því skrá sig inn sem notanda. Skráningin er fljótvirk og tekur u.þ.b. mínútu og er hægt að skrá sig beint inn í kerfið frá aðalsíðu ZOHO eða velja "Sign Up" til að skrá inn nýjan notanda. Eftir að notandi hefur skráð sig inn þá getur hann valið að vinna með fjórtán mismunandi tegundir af vefhugbúnaði undir sama notandanafni. Í okkar tilfelli þá veljum við ZOHO Creator.

Uppsetning á vefforritum og umhirða breyta

Kennslumyndband breyta

Gera nýtt forrit

Stjórnborð breyta

Í stjórnborði (Home) sem birtist eftir innskráningu getur notandinn séð þau forrit sem hann hefur áður gert auk þess sem hann getur breytt stillingum, fengið notendaleiðbeiningar í hjálp (Help) eða notað annan ZOHO vefhugbúnað.

Helstu aðgerðir mögulegar frá stjórnborði eru:

  • Account Settings. Til að skoða eða breyta upplýsingum um notanda, fá upplýsingar um notkun og notkunarkvóta notanda og bæta við notanda.
  • Switch to. Notandi getur fært sig yfir í anna vefhugbúnað hjá ZOHO.
  • Help. Hjálp til nota hugbúnaðinn.
  • Sign out. Útskráning.
  • My Apps. Sýnir öll vefforrit notanda.
  • Shared Apps. Sýnir vefforrit sem eru sýnileg öðrum.
  • My Profile. Svipmynd notanda.
  • Messages. Notandi getur m.a. sent póst til annarra ZOHO notanda.

Þegar notandi hefur gert eitt eða fleiri vefforrit þá getur hann séð mögulegar aðgerðir, sem hann getur framkvæmt frá stjórnborði, með því að setja músarbendilinn yfir heiti vefforritsins.

Búa til nýtt vefforit breyta

Til að gera nýtt forrit velur notandi "Create New Application" sem er greinilegur tengill ofarlega til hægri á stjórnborði með bláum bakgrunni.

  • Specify Application Name. Vefforritinu er gefið heiti.
  • Specify Form Name. Notandi gefur formi gagna heiti.
  • How to Create. Hér getur notandi ákveðið hvort hann býr til forrit frá byrjun eða hvort hann velur tilbúið sniðmát sem hann getur breytt og aðlagað eftir sínum þörfum. Mjög hentugt er fyrir byrjendur að nota tilbúin sniðmát ef þau samsvara þörfum þeirra. Niðurflettirammi sýnir möguleg sniðmát ásamt gagnasvæðum innan þeirra þegar flett er í gegnum listann. Einnig er hægt sjá fyrirfram (Form Templates > Preview Form) hvernig sniðmátið lítur út.
  • Time Zone for this Application. Notandi getur stillt tímabelti.
  • This application is. Notandi getur valið hvort forritið er sýnilegt (Public) eða eingöngu til einkanota (Private).
  • Create now. Þegar notandi hefur sett inn stillingar ýtir hann á þennan hnapp til að búa til vefforritið og þá birtist honum skjár þar sem hann getur sett inn stillingar fyrir form og bætt við eiginleikum eftir þörfum.

Rithamur og notkunarhamur breyta

Þegar notandi hefur búið til vefforrit í ZOHO Creator getur hann valið á milli þess að vinna í ritham (Edit this application) eða í notkunarham (Access this application). Notandi getur valið þessa möguleika frá stjórnborði eða frá þeim ham sem hann er staddur í hverju sinni með því að smella á tilheyrandi tengla honum sýnilegir efst í valmyndum.

Draga og sleppa breyta

Til að setja gagnasvæði inn á form þá getur notandinn smellt á þá tegund af svæði/gagnatagi sem hann ætlar að bæta við formið og dregið það til og sleppt (Drag and Drop) á þeim stað í forminu sem hann vill að það birtist. Notandi getur einnig séð mögulegar aðgerðir fyrir hvert gagnasvæði á forminu með því að færa músarbendilinn yfir það (Mouse over) og opnast þá valmynd með því að smella á blýant sem þar birtist.

Þessir eiginleikar (Drag and drop, mouse over) eru notaðir í ríkum mæli í ZOHO Creator og þessvegna er gott fyrir byrjendur að átta sig vel á þessari virkni vefhugbúnaðarins.

Form og gagnatög breyta

Vefforrit gerð í ZOHO Creator byggjast upp á gagnasvæðum og hvert gagnasvæði getur haft sína eiginleika og framsetningarmáta. Þegar notandi er í „Forms“ svæði í ritham (Edit this application) sjást gagnasvæðin í skipanavalmynd til vinstri á skjá notanda.

Helstu gagnasvæði og eiginleikar þeirra eru:

  • Single Line. Einnar línu innsláttarsvæði.
  • Multi Line. Innsláttarsvæði fyrir lengri texta.
  • Email. Svæði fyrir tölvupóstföng.
  • Url. Svæði fyrir vefföng.
  • Number. Svæði til að setja inn heilar tölur. Hægt er að láta vefforritið reikna summur fyrir svæði af þesssari gerð.
  • Decimal. Svæði til að setja inn kommu tölur. Hægt er að láta vefforritið reikna summur fyrir svæði af þesssari gerð.
  • Percent. Svæði til að setja inn prósentu tölur.
  • Currency. Svæði til að setja inn tölur fyrir mismunandi gjaldmiðla. ISK er einn af valmöguliekunum.
  • Dropdown. Niðurflettirammi fyrir valmöguleika.
  • Radio. Svæði til að merkja punkta hnappa með af eða á valmöguleika.
  • Checkbox. Svæði til að merkja kross hnappa með af eða á valmöguleika.
  • Multi Select. Rammi með mörgum valmöguleikum.
  • Date. Dagsetning.
  • Date - Time. Dagsetning og tími.
  • Lookup. Svæði til að fletta upp gögnum í öðrum vefforritum notanda.
  • Formula. Svæði til að setja inn formúlu.
  • Image. Svæði til að setja inn myndir og grafík.
  • File Upload. Svæði sem veitir möguleika á því að hlaða utanaðkomandi gögn t.d. myndir, videó og skjöl.
  • Add Notes. Texta svæði sem hægt er að setja inn á form með leiðbeingar til notenda sem vinna með forritið.
  • Decision Box. Svæði til að merkja kross hnappa með einum af eða á valmöguleika.

Hvert gagnasvæði hefur ákveðnar stillingar sem notandi getur breytt eða tilgreint eins og sjálfgefin gildi og hvort gagnasvæði megi innihalda núll gildi.

Views breyta

Í "Views" svæðinu í ritham (Edit this application) getur notandi stjórnað framsetningu á vefforritunum sem hann hefur búið til. Með því að færa músarbendilinn yfir "Views" í valmynd getur hann valið þá sýn sem hann vill breyta eða búið til nýja sýn fyrir vefforritið. Valmynd vinstra megin sýnir stillingarmöguleika fyrir hverja sýn (View configuration) og þær helstu eru:

  • Display > Preview. Sýnir hvernig gagnasvæði raðast.
  • Display > Display Properties. Sýnir mismunandi framsetningarmöguleika og hægt að birta gögn sem töflu (Grid), lista (List), samantekt (Summary), dagatal (Calendar) eða graf (Chart).
  • Display > Column Properties. Stillingar fyrir dálka. Ef gagnasvæði er fyrir tölur þá er hægt að láta reikna út summu dálkssins með því að færa músarbendilinn yfir gagnasvæði og virkja summuútreikning (sum enabled/disabled).
  • Display > Set Column Widths. Stillingar fyrir breidd dálka.
  • Records > Set Criteria. Skilyrði fyrir birtingu gagnasvæða.
  • Records > Set Filters. Stillingar til að sigta frá gögn.
  • Records > Set Grouping. Stillingar til að hópa saman gagnasvæði.
  • Records > Set Sorting. Stillingar til að raða gögnum t.d. eftir stafrófsröð.
  • Actions > Set Permissions. Stillingar til að setja skilyrði á innsetningu, breytingu og eyðingu á gögnum í notkunarham.
  • Actions > Custom Actions. Stillingar til að setja upp föll sem vinna með gagnasvæði vefforritsins.

Script breyta

Í "Script" svæðinu í ritham (Edit this application) getur notandi sett upp ýmis konar föll sem hann getur síðan endurnotað í hverju vefforriti eftir þörfum. Þar sem þessar leiðbeiningar eru ætlaðar byrjendum þá skal bent á það að í hjálp (Help) í ZOHO Creator eru mjög góðar leiðbeingar um það hverning notandi getur sett upp föll eða búið til skriptur ýmis konar. Tekið skal fram að þessar leiðbeiningar eru á ensku.

Share breyta

Í "Share" svæðinu í ritham (Edit this application) getur notandi stillt hvort vefforritinu er deilt með öðrum.

Customize breyta

Í "Customize" svæðinu í ritham (Edit this application) getur notandi stillt útlit á vefforritinu eins og skipulagi, litum, þema og stillt tengla.

Tungumál breyta

Hægt er að nota íslensku við uppsetningu á vefforritum í ZOHO Creator. Hafa ber í huga að hvert gagnasvæði hefur nafn þar sem eingöngu er notast við ASCII stafakerfið og forritið breytir þessu nafni ef þörf krefur. Hinsvegar hefur hvert gagnasvæði einnig heiti sem notað er við framsetningu gagna og þar gilda íslenskir stafir.

Hjálp breyta

Hjálp fyrir notendur er aðgengileg í ritham (Edit this application) frá valmynd (Help) efst á skjánum. Þar getur notandinn fengið almennar upplýsingar (General), upplýsingar um gerð skripta (Deluge Scripting) og upplýsingar um forritunarviðmót(API) fyrir forritara(developers).

Notkun á vefforritum breyta

Þegar notandi er búinn að setja upp vefforrit og stilla af útlit og eiginleika þá getur hann byrjað að nota það. Ef notandi er í stjórnborði (Home) þá smellir hann á heiti vefforritsins til að nota það. Ef notandi er í ritham (Edit this application) þá getur hann notað vefforritið með því að smella á tengil fyrir notkunarham (Access this application), sem er mjög greinlilegur í ritham í aðalvalmynd og er með gulum bakgrunni, rauðri rönd og rauðum texta. Í notkunarham hefur notandinn aðgang að þeim sýnum (Views) sem hann hefur sett upp hvort sem þau eru fyrir innslátt eða skoðun gagna.

Um fyrirtækið breyta

ZOHO býður einnig upp á ótal gerðir af öðrum vefhugbúnaði og er hægt að segja að samanlagt myndar hugbúnaðurinn heild sem kalla mætti Internet skrifstofu (Online office suit) og má þar nefna töflureikni, verkefnastjórnunarkerfi, ritvinnslu, samskipti, skýrslugerðarkerfi, miðlæga gagnahirslu o.fl.

Tenglar breyta

ZOHO Creator
ZOHO
Gera nýtt forrit
Innskráning notanda
ASCII, Wikipedia
Ajax, Wikipedia
Internet Explorer, heimasíða
Mozilla Firefox, heimasíða
Web 2.0, Wikipedia