Upplýsingatækni/Að nota WorldWide Telescope
Almennt um WorldWide Telescope
breytaWorldWide Telescope (WWT) er hugbúnaður sem er þróaður af Microsoft sem gerir þér kleift að skoða himingeiminn. Notendur geta flogið um í einskonar sýndarheim sem er settur saman úr ótrúlegu magni ljósmynda sem teknar eru með Hubble stjörnukíkinum sem og tíu öðrum stjörnukíkjum á jörðu niðri. Hugbúnaðurinn býður einnig upp á fyrirfram skilgreinar ferðir um himingeiminn sem og um plánetur og fleira í þeim dúr.
Fyrstu skrefin
breytaWorldWide Telescope er þróað fyrir tölvur með Microsoft Windows stýrikerfi sem og vefskoðara með Microsoft Silverlight viðbótinni.
Til að nálgast hugbúnaðinn er farið inn á heimasíðu Microsoft WorldWide Telescope. Þar er bæði hægt að opna hugbúnaðinn í vefskoðara eða hlaða niður til að setja upp á tölvu.
Mismunandi sjónarhorn
breytaHægt er að nota WorldWide Telescope í fimm mismunandi hömum: Himinn (Sky), Jörð (Earth), plánetur (Planets), samsettar myndir (Panoramas) og sólkerfi (SolarSystem). Hér á eftir skoðum við lauslega hvað hver og einn hamur hefur uppá að bjóða.
Himinn (Sky)
breyta"Himinnhamur" er aðalhamur kerfisins. Hér geturðu skoðað hágæða ljósmyndir teknar úr stjörnukíkjum bæði af jörðu og úr geimnum. Hver og ein ljósmynd er rétt staðsett á himnum. Það eru þúsundir stakra ljósmynda af ýmsum hlutum úr geimnum. Myndirnar eru meðal annars teknar með stjörnusjónaukum eins og Hubble-sjónaukanum, Spitzer-sjónaukanum með innrauðujósi, Chandra röntgen-sjónaukanum, COBE, WMAP, ROSAT, IRAS, GALEX og ýmsum öðrum. Himinhamur birtir einnig Sólina, Tunglið og aðrar plánetur og tungl í réttri staðsetningu.
Jörð (Earth)
breyta"Jarðarhamur" sýnir þrívíddar mynd af Jörðinni í anda Google Earth, NASA WOrld Wind og Microsoft Virtual Earth. Þessi hamur byggir á myndum úr Microsoft Virtual Earth. Í þessum ham er einnig hægt að skoða Jörðina að nóttu til og sjást þá ljósin frá Jörðinni.
Plánetur (Planets)
breytaÍ "plánetuham" er meðal annars hægt að skoða pláneturnar Venus, Tunglið, Mars, Júpíter og fjögur tungl Júpíters.
Samsettar víðmyndir (Panoramas)
breyta"Panorama-hamur" leyfir þér að skoða ýmsar glæsilegar víðmyndir úr geimnum, t.d. frá tungl-lendingunni 1969, mars og ýmislegt fleira.
Sólkerfi (SolarSystem)
breyta"Sólkerfahamur" gefur þér möguleika á að skoða stjörnur og plánetur í sólkerfinu okkar í nærmynd og getur flett á milli þeirra.
Geimferðir
breytaUndir "Guided Tours" efst uppi í valmyndinni er hægt að skoða mikið magn af forskráðum ferlum um geiminn, einskonar geimferðalög. Sem dæmi má nefna TED fyrirlestur frá 2008 ("What is our place in the Universe?"), sólmyrkvar frá ýmsum sjónarhornum, svarthol og ýmislegt fróðlegt fleira. Ferðirnar eru ýmist með hljóðum, með þul sem les yfir ferðina eða skrifuðum texta með ýmsum upplýsingum sem tengjast viðkomandi ferð.
Hollráð við notkun
breytaEf þú hægri smellir með músinni einhverstaðar á himininn færðu upp upplýsingaglugga sem segir þér til um hvaða stjörnu eða plánetu þú smelltir á, staðsetningu, hvaða ljósmynd þú ert að skoða og að jafnaði tengil á heimasíðu sem tengist myndinni/efninu.
Til að draga inn eða út úr mynd (zoom) er hægt að nota skrunhjólið á músinni.
Neðst í hægra horninu á skjánum er hægt að sjá flöt sem einkennir stjörnukort og hnött. Þessa tvo er hægt að smella á og draga til til að breyta um sjónarhorn og átta sig á hvaða sjónarhorn maður er að horfa á.
Undir View í efstu valmyndinni er hægt að velja ýmislegt sem maður vill sjá skjánum. T.d. eins og hvort maður vilji sjá stjörnurnar, ljósgeisla, vetrarbrautir, hvaða tíma maður er að skoða himininn á og fleira þess háttar.
Heimildir og tenglar
breytaHeimildir eru fengnar af eftirfarandi heimasíðum: http://www.worldwidetelescope.org/ http://en.wikipedia.org/wiki/Worldwide_Telescope
Tenglar sem tengjast efninu: http://hubblesite.org/ http://www.spitzer.caltech.edu/ http://chandra.nasa.gov/ http://lambda.gsfc.nasa.gov/product/cobe/ http://map.gsfc.nasa.gov/mission/observatory.html http://heasarc.gsfc.nasa.gov/docs/rosat/rosat3.html http://www.galex.caltech.edu/ http://blog.ted.com/2008/02/ted2008_what_is.php http://www.worldwidetelescope.org/whatIs/WhatIsWWT.aspx?Page=InDepth http://blog.ted.com/2008/02/ted2008_what_is.php