Upplýsingatækni/Að nota Wordpress

Hvað er Wordpress?

breyta

Wordpress er ókeypis kerfi til að halda utan um gögn og leyfa notendum að búa til vefsíður á þægilegan máta. Með Wordpress er auðveldlega hægt að koma upp bloggi án þess að vera vel að sér í tæknimálum. Það er hægt að finna mörg þemu sem eru frí eða kosta eitthvað lítið til að búa til útlit á síðurnar. Svo er mjög þægilegt viðmót til að gefa út greinar eins og blogg eða stöðuuppfærslur. Wordpress samfélagið er einnig mjög stórt en búið er að hanna margar lausnir sem hægt er að niðurhala og nota á síðunni þinni, eins og greiðslukerfi og vefverslunarkerfi sem dæmi. Meira en 60 milljónir vefsíðna nota Wordpress.


Notkun Wordpress í skólakerfinu

breyta

Með Wordpress gætu nemendur auðveldlega dýpt sér í heim vefforritunar án þess að hafa mikinn tæknilegann bakgrunn. Þetta gefur nemendum sýn á hvað er hægt að gera mikið á einfaldann hátt. Einfaldast væri að byrja á að nota eitthvað ókeypis þema og reyna svo að breyta útlitinu. Til að mynda litnum, leturstærð og letri. Einnig væri svo hægt að búa til blogg þar sem nemendur skrifa um eitthvað sem þeim finnst áhugavert, eða jafnvel leiðbeiningar um Wordpress. Wordpress er einnig hægt að nota fyrir lengra komna og þá væri hægt að hafa meira krefjandi verkefni eins og setja upp netverslun o.s.frv.

Uppsetning

breyta

Wordpress er ókeypis hugbúnaður sem þarf að niðurhalda, og hægt er að gera það hér: [1],Svo þarf einnig að búa til aðgang á Wordpress síðunni. Ferlið ætti að taka ekki lengur en fimm mínútur.