Upplýsingatækni/Að nota Wordle

Hvar finn ég wordle?

breyta

Wordle má nálgast hér

Hvað er wordle?

breyta

Wordle er myndræn framsetning á bókartexta, ljóðum, ræðum , algengum orðum í bloggi. Wodle er frítt, skemmtilegt, auðvelt í notkun og tilvalið í kennslustofuna.


Hvað býður wordle upp á?

breyta

Wordle forritið er ætlað til að koma texta yfir í mynd, þ.e. búa til mynd úr texta.

Hvernig nota ég wordle?

breyta

Byrjar á að fara inn á wordle.net og velur create your own, setur inn textann sem þú ætlar að vinna með, velur go og sérð mismunandi útkomur í Randomize. Tæknistikan býður upp á:

 • Language; hástafi/lástafi (uppercase/lowercase)
 • Font; ýmsar leturgerðir
 • Layout; velja lárétt/lóðrétt (vertical/horizontal), edges, í stafrófsröð (alphabet order), hámarksorð (max words)
 • Color; standard palettes, edit
 • Eyða orði

Hafa þarf í huga að allt sem sett er í Public gallery verður öðrum notendum sýnilegt, ef þú vilt vista myndina þína í tölvunni en ekki birta hana á vefnum notarðu: alt-print screen eða grab tól.

Lengra komnir tölvunotendur gætu farið með þetta í myndvinnsluforritið sitt, leikið sér með bakgrunn og fiktað meira með textann.

Eftir því sem þú skrifar textann oftar verður hann stærri

Hægt er að skrifa heila setningu ef sett eru ~ á milli orðanna. Til þess að búa til ~ smellið á AltGr ?. Hægt að eyða orði úr orðaklasanum með því að hægri smella á textann

Hjálpleg ráð!

breyta
 • Stærri orð – skrifið 2-3 sinnum oftar í wordle
 • Nota ~ á milli orða fyrir heilar setningar; Ég~nota~Wordle
 • Sumar leturgerðirnar skilja ekki íslenska stafi
 • Hægt að eyða orði úr orðaklasa
 • Alt-Print Screen eða “Grab” tól til að vista mynd
 • Myndvinnsla – bakgrunn á textamynd


Wordle í námi og við kennslu

breyta

Í námi myndi wordle aðallega nýtast við verkefnagerð s.s. myndskreytingu texta o.þ.h.

Við kennslu tel ég möguleikana vera marga, sérstaklega við bókmenntakennslu. Þar mætti t.d. setja ljóð eða annan bókmenntatexta inn forritið, nota stafarugl og láta nemendur raða textanum rétt saman, taka eitt orð út og láta nemendur finna hvaða orð vantar o.s.frv.