Upplýsingatækni/Að nota Winrar
Winrar
breytaÞetta er þægilegt lítið forrit til að afþjappa og þjappa saman skrár sem auðveldar flutning á mörgum skrám, hvort sem það er yfir netið, gegnum tölvupóst eða gegnum annars konar deiliskipulag. Þá er þetta sniðug leið til að vera viss um að allar skrár séu til staðar ef að ætlunin er að senda margar skrár. Þá minnkar forritið umfang skránna og minnkar því bandvídd sem þarf til að koma skránni yfir netið. Þetta er gagnlegt þegar gagnamagn er af takmörkuðum toga
Hvar get ég nálgast forritið?
breytaÞetta forrit er hægt að nálgast á rarlab.com
http://rarlab.com/download.htm
Hér er hægt að nálgast forritið á mörgum tungumálum. Flestir myndu eflaust kjósta ensku útgáfuna. 64ra bita eða 32bita? Ef að stýrikerfið þitt er 64ra bita, þá skaltu nálgast þá útgáfu, annars er 32ja bita hentugra fyrir þig. Hvernig getur þú vitað hvort stýrikerfið þitt sé 64ra bita? Hægri smella á „My computer“ eða „Computer“ eftir því hvaða stýrikerfi þú ert með. Velur þar properties. Þar er system type sem segir þér hvort það sé 32ja bita eða 64ra bita. Efstu skrárnar á niðurhals síðunni eru prufuútgáfur sem að eru enn á tilraunastigi. Það er best fyrir þig að nálgast skrárnar fyrir neðan sem að sýna mismunandi tungumál, nema þú sért fiktari í hugbúnaðamálum eða voðalega nýungagjarn.
Uppsetning
breytaHún er einföld. Þú opnar skránna sem að þú varst að ná í, ítir á install takkann, velur hvaða skrár þú vilt að forritið opni (mæli með að breyta engu þar ef þú ert ekki viss). Næst færðu nokkra valmöguleika en flestir þeirra eru til að leyfa þér að kynnast forritinu betur. Ef að þú ert vilt ekki skoða neitt af því, þá ýtir þú á done, og þá er það komið. Opnast þá mappa sem að sýnir þér hvar flýtileiðir hafa verið settar, þú mátt loka þeim glugga. Þá er það komið.
Notkun
breytaHvernig notar maður svo þetta forrit? Yfirleitt þarf ekki að fara beint í forritið. Það er orðið partur af öllu stýrikerfinu.
Þjappa skrá
breytaEf að þú vilt þjappa skrár saman er nóg að hægrismella á skrá og þá koma möguleikar í ljós sem ekki voru þar áður sem koma frá forritinu. Þar eru fjórir nýir möguleikar:
- Add to archive...
- Add to [nafn á skrá eða möppu]
- Compress an email
- Compress to [nafn á skrá eða möppu] and email
Fyrsti valmöguleikinn býður upp á að bæta skrá eða skrám við samþjappaða skrá sem þegar er til. Þar er einnig hægt að búa til nýja skrá. Þar sem að þetta er kynning á winrar, þá er næsti möguleiki sniðugastur. Þegar skrá eða skrár eru valdar er möguleiki að gera ýta á add til[nafn á skrá eða möppu]. Nafn á skrá eða möppu í þessu tilviki er átt við skrána eða möppu sem að þú valdir. Ef að valin er meir en ein skrá er sjálfgefið nafn skránnar sem myndi vera búin til nafnið á rótmöppunni sem þú ert þegar í. Annars er sjálfgefið nafn hennar nafnið á skránni sem að þú valdir. Ef að þú velur þennan valmöguleika. Þá hefst forritið þegar að þjappa skránna og búa til nýja skrá sem að er með völdum skrám í nýja RAR skrá. Hana er svo hægt að setja á netið eða senda í tölvupósti.
Seinustu tveir valmöguleikarnir í raun gera það sama og fyrri tveir nema að þeir notast við sjálfgefna póstþjóninn á tölvunni einnig og setja samþöppuðu skránna sem viðhengi.
Afþjappa skrá
breytaEf að þú vilt nálgast skrár úr slíkri skrá er hægt að gera það með mörgu móti. Fljótlegasta leiðin er að hægrismella á skrána og þá koma þrír nýjir valmöguleikar:
- Extract files...
- Extract here
- Extract to [nafn á skrá]
Efsti valmöguleikinn opnar forritið og gefur þér marga möguleika eins hvar á að setja skrárnar og hvaða reglum skyldi hlýta þegar á að afþjappa skrárnar.
Næstu tveir möguleikar eru fljótlegri en miðvalmöguleikinn býður þér upp á að opna afþjappa skránna með öllu sem í henni er þar sem hún er. Það gerist um leið og þú velur valmöguleikann og því fljótlegri aðgerð. Þetta getur þó verið varasamur möguleiki ef að þú ert með margar skrár á staðnum sem að þú vilt afþjappa skránni og þar eru margar skrár sem blandast við hinar. Oftast er þó skrárnar í möppu og því óþarfi að hafa áhyggjur.
Til að vera viss um að það gerist ekki er öruggara að velja næsta valmöguleika því að hann afþjappar skrárnar einnig samstundis nema í möppu sem að hefur að geyma sama nafn og þjappa skráin.
Athugasemdir
breytaÞetta er prufueintak af skránni sem á að renna út eftir 30 daga. Forritið hættir þó aldrei að virka heldur þegar 30 dagar eru liðnir, þá minnir það þig á að dagarnir séu liðnir og því þætti það fallegt af þér að kaupa forritið, en þú velur bara: continue og heldur áfram að nota forritið. Það er því ókeypis með öllu en mjög lítið og þægilegt. Þá getur maður ætíð opnað skrár sem aðrir senda þjappaðar eða sjálfur sent þjappaða skrá til að fá aðra til að nálgast þetta sniðuga litla forrit.
Ég fer ekki nánar út í fínni stillingar á þessu forriti þar sem að möguleikar þess eru óþarflega margir. Þá gerir það allt sem maður vill forritinu einfaldlega með hægrismellingum á skrám. Það er einfaldasta notkun forritsins.