Upplýsingatækni/Að nota Window live movie maker

Hvað er Window Live Movie Maker 2011? breyta

Þessi hugbúnaður býður upp á tækifæri til að búa til myndskeið úr myndum eða klippa saman nokkur myndskeið. Hægt er að velja snið, setja inn texta eða hljóð og búa til sögu að eigin vali. Hægt er að deila myndbandinum með vinum og ættingjum á auðveldan hátt, hvort sem er í gegnum netið, síman, í tölvu, í sjónvarpi eða DVD. Hugbúnaðurinn er einfaldur í notkun og ekki þarf að hafa nein sérstök forrit til að hlaða honum inn. Ef þú ert með window XP þarftu að setja inn window Live Essentials sem er eldri útgáfa af Window Live Movie Maker 2011.

Hvar get ég nálgast hugbúnaðinn? breyta

Til að nálgast Window Live Movie Maker 2011 ferð þú inn á http://explore.live.com/windows-live-movie-maker?os=other. Hugbúnaðurinn er frír og krefst lágmarks kunnáttu.

Uppsetning breyta

Það er einfalt að hlaða niður Window Live Movie Maker 2011

  • Þú velur Download
  • Þú færð upp glugga Run Save Cancel Veldu Run
  • Þú færð upp glugga Do you want to Run this softwear? veldu Run
  • Þú færð upp glugga What do you want to install? Veldu Choose the program you want to install

Þar velur þú Photo gallery and Movie Maker og ýtir á Install Forritið hleður sig inn. Þú getur einnig valið að vista hugbúnaðinn með því að ýta á Save eftir að þú velur Download þá vistar þú forritið í tölvunni þinni á þeim stað sem þú vilt nálgast það síðar meir.

Notkun breyta

Hugbúnaðurinn er einfaldur í notkun. Þú velur þær myndir eða myndskeið, sem þú vilt hafa í myndskeiðinu þínu, úr þeim myndum sem vistaðar eru í tölvunnu þinni. Þú getur valið snið fyrir hverja mynd fyrir sig, hvernig hún birtist á skjánum, hvað á að standa á henni, hvernig stafirnir eiga að vera og hvernig þeir birtast. Hversu langan tíma hver mynd er á skjánum, hvaða tónlist eða hljóð þú vilt setja í bakgrunn og svo framvegis. Það er um að gera að prófa sig áfram með hin ýmsu snið. Æfingin skapar meistarann. Þegar þú hefur lokið við stuttmyndina þína getur þú til dæmis deilt henni með vinum þínum á facebook, skemmtu þér vel.

Fyrir nemendur og kennara breyta

Hugbúnaðurinn er tilvalinn til að nýta í kennslu. Kennarar geta búið til skemmtilegar frásagnir til að leggja áherslu á ákveðið efni. Einnig er hægt að búa til stutt myndskeið til að vekja áhuga hjá nemendunum um tiltekið efni sem nemendur geta svo kynnt sér betur. Kennarinn getur einnig beðið nemendur að búa til sögu, hvort sem er um sjálfan sig, sögupersónu eða um land og þjóð.Jafnvel er hægt að búa til forvarnar myndband að einhverju tagi. Hugbúnaðurinn er skemmtilegur í notkun og geta nemendur á öllum aldri leikið sér að því að setja inn myndir, sett texta við þær og hljóð að eigin vali. Notkunarmöguleikarnir eru margir, nemendur geta æft sig í að finna myndir sem passa við ljóð og skrifað ljóðlínu við eina mynd í einu. Þannig er hægt að gera endursögn skemmtilega og nemendur muna ljóðið betur. Það sama er hægt að gera með málshætti eða erlenda dægurlagatexta. Nemendur gætu einnig búið til sutt myndskeið um sjálfa sig frá unga aldri til að segja öðrum sögu sína.

Fyrir almenning breyta

Það geta allir notað Window Live Movie Maker sér og öðrum til ánægju. Þetta er skemmtileg leið til að búa til myndband með myndum af vinum og/eða ættingjum sem fela í sér ákveðin skilaboð. Hvort sem er í tilefni af afmæli, giftingu, fermingu eða bara til að gleðja. Einnig er þetta tivalin leið til að safna minningum og setja þær upp á skemmtilegan hátt sem síðan er hægt að geyma á DVD diski eða í tölvunnu. Hægt er að búa til stuttmynd af viðburðum sem snertu líf fjölskyldunnar, skemmilegum ferðalögum eða fríi. Möguleikarnir eru endalausir og um að gera fyrir fólk að fikta sig áfram og hafa gaman af