Upplýsingatækni/Að nota What You Own Home Inventory

Um What You Own Home Inventory

breyta

What You Own Home Inventory er forrit sem notað er til þess að halda utanum búslóð fjölskyldunnar. Það er mjög einfalt í uppsetningu og notkun. Forritið krefst lágmarks tölvukunnáttu svo hægt sé að nýta sér það. Einungis þarf að sækja forritið og setja það upp. Forritið er frítt.

Hvernig er hægt að nálgast What You Own Home Inventory

breyta

Valin er slóðin: http://download.cnet.com/WYO-Home-Inventory/3000-2131_4-10911674.html?tag=mncol Þá kemur upp síða með WYO Home Inventory og er valið download now.

Notkun

breyta
  • Í byrjun er valið New. Kemur þá upp gluggi með reitnum „Give your inventory a name“ og þar er skráð heimilisfang, þá er smellt á mynd af möppu og valinn vistunarstaður í tölvu og loks smellt á „Next“. Birtist þá gluggi þar sem nafn, símanr. o.fl. er skráð.
  • Síðan er valið „+Room“ og kemur þá upp gluggi með reitnum „Room Name“ þar sem heiti herbergis er skráð og reiturinn „Notes“ þar sem hægt er t.d. að lista upp allt sem er inni í viðkomandi herbergi.
  • Þá er valið „+Item“ og kemur þá upp gluggi með mörgum reitum. Í reitinn „Item Name“ er heiti hlutar skráð, í reitinn „Quantity“ er fjöldi hluta skráður, í reitinn „Replacement Cost“ er skráð áætlað verð á nýjum hlut, í reitinn „Purchase Cost“ er skráð upphaflegt kaupverð, í reitinn „Date Purchased“ er skráður kaupdagur, í reitinn „Place Purchased“ er skráð heiti verslunar, í reitinn „Room“ er skráð heiti herbergis og í reitinn „Category“ er valið úr lista í hvaða flokki hlutur er í t.d. húsgögn, föt eða tölva.
  • Einnig er hægt að skrá „Made“ framleiðsluland, „Model“ árgerð, „Brand“ vörumerki, „Serial number“ framleiðslunúmer og „Description“ vörulýsingu.
  • Að þessu loknu er valið „Next“ og birtist þá gluggi þar sem geyma má myndir, gögn eða viðhengi. Ef ætlunin er að halda áfram með skjalið síðar er það einfaldlega vistað.

Notkunarmöguleikar í námi, í kennslu og fyrir heimili

breyta

Forritið er sérlega einfalt í notkun og getur hentað nemendum á öllum skólastigum svo og fjölskyldum sem halda vilja utanum upplýsingar um búslóð sína á einum stað. Þessar upplýsingar geta komið sér vel þegar ákveða skal tryggingarupphæð fyrir heimilistryggingu eða þegar gera þarf kröfu til trygginarfélags vegna tjóns.

Forritið getur hentað við kennslu í stærðfræði, tölvunámi eða lífsleikni.